Erlent

ISIS-liðar að missa borgina Tikrit

Atli Ísleifsson skrifar
Annar fasi sóknar Írakshers að borginni Tikrit hefst senn.
Annar fasi sóknar Írakshers að borginni Tikrit hefst senn. Vísir/AFP
Liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS hafa neyðst til að hörfa frá úthverfum írösksku borgarinnar Tikrit og inn í miðborgina eftir að írakskar hersveitir hafa sótt hart að þeim síðustu daga.

Talsmenn írakskra stjórnvalda segja hermenn og skæruliðar hafa náð heilu hverfunum og hernaðarlega mikilvægum stöðum í norður-, suður-, og vesturhluta borgarinnar á sitt vald. Þannig hafa þeir náð stærstu lögreglumiðstöð borgarinnar og sjúkrahús úr höndum ISIS-liða.

Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að annar fasi sóknar Írakshers að borginni hæfist senn. Tikrit er heimaborg Saddams Hussein, fyrrum einræðisherra landsins.

Áætlað er að um 23 þúsund hermenn og öryggisliðar taki þátt í sókninni, sem er sú stærsta af hálfu írakska hersins eftir að ISIS náði stórum landsvæðum í Írak á sitt vald í júní síðastliðinn.

Fréttamenn BBC hafa séð sannanir fyrir því að vígamenn ISIS beiti nú klórgasi í tilraun sinni til að halda borginni. Hafi gasinu verið komið fyrir í vegasprengjum.

Í frétt CCN segir fram að 75 prósent borgarinnar væri nú í höndum Íraksstjórnar, en að um 150 ISIS-liðar réðu enn yfir um fjórðungi borgarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×