Erlent

Erlendum bannað að sækja útför Nemtsov

Atli Ísleifsson skrifar
Nemtsov var harður gagnrýnandi Vladimírs Pútín Rússlandsforseta og var myrtur í miðborg Moskvu á föstudaginn.
Nemtsov var harður gagnrýnandi Vladimírs Pútín Rússlandsforseta og var myrtur í miðborg Moskvu á föstudaginn. Vísir/AFP

Rússnesk stjórnvöld hafa bannað fjölmörgum evrópskum stjórnmálamönnum og leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar að sækja útför rússneska stjórnmálamannsins Boris Nemtsov.

Evrópusambandið hefur fordæmt fyrirkomulagið. Þannig var pólskum stjórnmálamanni synjað um vegabréfsáritun, auk þess að lettneskum þingmanni var gert að halda aftur heim þegar hann lenti á flugvelli í Moskvu.

Stjórnarandstöðuleiðtoganum Alexei Navalny var einnig synjað um dagsleyfi úr fangelsi þar sem hann afplánar nú fimmtán daga dóm.

Kista með líki Nemtsov er nú í Sakharov-miðstöðinni í miðborg Moskvu þar sem þúsundir syrgjenda hafa komið saman.

Í frétt BBC segir að útförin fari svo fram í Troyekurovskoye kirkjugarðinum í Moskvu síðar í dag, þeim sama og blaðakonan Anna Politkovskayta var jörðuð í árið 2006.

Nemtsov var harður gagnrýnandi Vladimírs Pútín Rússlandsforseta og var myrtur í miðborg Moskvu á föstudaginn. Enginn hefur verið handtekinn vegna morðsins.


Tengdar fréttir

Unnusta Nemtsov í varðhaldi

Anna Duritskaja, unnusta rússneska stjórnarandstæðingsins Boris Nemtsovs sem var með honum þegar hann var myrtur á föstudag er í haldi lögreglu.

Tugþúsundir minnast Boris Nemtsovs

Stjórnarandstæðingurinn Boris Nemtsov var skotinn til bana í Moskvu á föstudag. Þúsundir mótmælenda komu saman í Moskvu í gær til að minnast Nemtsovs.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×