Þúsundir minnast Nemtsov í Moskvu Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. mars 2015 12:35 Frá mótmælunum í Moskvu í dag. Vísir/AP Boris Nemtsov, sem var skotinn til bana á brú nálægt Kremlin og Rauða Torginu í Moskvu á föstudag, var merkur rússneskur stjórnmálamaður, stærðfræðingur og eðlisfræðingur. Þúsundir mótmælenda eru nú saman komnir í Moskvu til að mótmæla en um leið minnast Nemtsov sem var frjálslyndur stjórnmálamaður og harður gagnrýnandi Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Nemtsov var myrtur þegar hann var að undirbúa mótmælasamkomu þar sem gagnrýna átti stefnu Pútíns í austurhluta Úkraínu og fjármálakrísuna í Rússlandi vegna hruns rúblunnar. Í frétt Financial Times kemur fram að Pútín hafi sent móður Nemtsov samúðarskeyti þar sem fram komi að Nemtsov hafi skráð nafn sitt á spjöld sögunnar í Rússlandi með framgöngu sinni í stjórnmálum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, sem um tíma stundaði skiptinám í Plekhanov-háskóla í Moskvu meðan hann var í viðskiptafræðinámi, syrgir Borís Nemtsov á Facebook og segir að sér hafi brugðið að heyra um morðið. Hann segist hafa fylgst með Nemtsov í meira en tuttugu ár og segist hafa verið mikill aðdáandi hans á tíunda áratugnum. Nemtsov hafi verið einstakur prinsippmaður sem lét aldrei hærða sig frá því að lýsa skoðun sinni og vekja umræðu um mál sem aðrir töldu að ekki mætti ræða. Sigmundur Davíð upplýsir jafnframt að hann hafi skrifað Nemtsov bréf og kannað hvort hann gæti hugsað sér að koma til Íslands og halda fyrirlestur. Forsætisráðherra segist vonast til þess að þessi sorglegi atburður verði til þess að vekja athygli á mikilvægi frjálslyndis, friðar og frelsis. Morðið á Boris Nemtsov Rússland Tengdar fréttir Einn helsti andstæðingur Pútín drepinn Boris Nemtsov, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, var skotinn til bana í Moskvu fyrr í dag. 27. febrúar 2015 23:04 Morðinu ætlað að draga úr stöðugleika í Rússlandi Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur fordæmt morðið á Boris Nemtsov og hefur sjálfur tekið að sér yfirstjórn rannsóknarinnar. 28. febrúar 2015 11:28 „Ég óttast að Pútín drepi mig“ Boris Nemtsov hafði fengið nafnlausar morðhótanir á netinu en hann var skotinn til bana í Moskvu í gær. 28. febrúar 2015 21:43 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Fleiri fréttir Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Sjá meira
Boris Nemtsov, sem var skotinn til bana á brú nálægt Kremlin og Rauða Torginu í Moskvu á föstudag, var merkur rússneskur stjórnmálamaður, stærðfræðingur og eðlisfræðingur. Þúsundir mótmælenda eru nú saman komnir í Moskvu til að mótmæla en um leið minnast Nemtsov sem var frjálslyndur stjórnmálamaður og harður gagnrýnandi Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Nemtsov var myrtur þegar hann var að undirbúa mótmælasamkomu þar sem gagnrýna átti stefnu Pútíns í austurhluta Úkraínu og fjármálakrísuna í Rússlandi vegna hruns rúblunnar. Í frétt Financial Times kemur fram að Pútín hafi sent móður Nemtsov samúðarskeyti þar sem fram komi að Nemtsov hafi skráð nafn sitt á spjöld sögunnar í Rússlandi með framgöngu sinni í stjórnmálum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, sem um tíma stundaði skiptinám í Plekhanov-háskóla í Moskvu meðan hann var í viðskiptafræðinámi, syrgir Borís Nemtsov á Facebook og segir að sér hafi brugðið að heyra um morðið. Hann segist hafa fylgst með Nemtsov í meira en tuttugu ár og segist hafa verið mikill aðdáandi hans á tíunda áratugnum. Nemtsov hafi verið einstakur prinsippmaður sem lét aldrei hærða sig frá því að lýsa skoðun sinni og vekja umræðu um mál sem aðrir töldu að ekki mætti ræða. Sigmundur Davíð upplýsir jafnframt að hann hafi skrifað Nemtsov bréf og kannað hvort hann gæti hugsað sér að koma til Íslands og halda fyrirlestur. Forsætisráðherra segist vonast til þess að þessi sorglegi atburður verði til þess að vekja athygli á mikilvægi frjálslyndis, friðar og frelsis.
Morðið á Boris Nemtsov Rússland Tengdar fréttir Einn helsti andstæðingur Pútín drepinn Boris Nemtsov, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, var skotinn til bana í Moskvu fyrr í dag. 27. febrúar 2015 23:04 Morðinu ætlað að draga úr stöðugleika í Rússlandi Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur fordæmt morðið á Boris Nemtsov og hefur sjálfur tekið að sér yfirstjórn rannsóknarinnar. 28. febrúar 2015 11:28 „Ég óttast að Pútín drepi mig“ Boris Nemtsov hafði fengið nafnlausar morðhótanir á netinu en hann var skotinn til bana í Moskvu í gær. 28. febrúar 2015 21:43 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Fleiri fréttir Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Sjá meira
Einn helsti andstæðingur Pútín drepinn Boris Nemtsov, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, var skotinn til bana í Moskvu fyrr í dag. 27. febrúar 2015 23:04
Morðinu ætlað að draga úr stöðugleika í Rússlandi Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur fordæmt morðið á Boris Nemtsov og hefur sjálfur tekið að sér yfirstjórn rannsóknarinnar. 28. febrúar 2015 11:28
„Ég óttast að Pútín drepi mig“ Boris Nemtsov hafði fengið nafnlausar morðhótanir á netinu en hann var skotinn til bana í Moskvu í gær. 28. febrúar 2015 21:43