Þúsundir minnast Nemtsov í Moskvu Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. mars 2015 12:35 Frá mótmælunum í Moskvu í dag. Vísir/AP Boris Nemtsov, sem var skotinn til bana á brú nálægt Kremlin og Rauða Torginu í Moskvu á föstudag, var merkur rússneskur stjórnmálamaður, stærðfræðingur og eðlisfræðingur. Þúsundir mótmælenda eru nú saman komnir í Moskvu til að mótmæla en um leið minnast Nemtsov sem var frjálslyndur stjórnmálamaður og harður gagnrýnandi Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Nemtsov var myrtur þegar hann var að undirbúa mótmælasamkomu þar sem gagnrýna átti stefnu Pútíns í austurhluta Úkraínu og fjármálakrísuna í Rússlandi vegna hruns rúblunnar. Í frétt Financial Times kemur fram að Pútín hafi sent móður Nemtsov samúðarskeyti þar sem fram komi að Nemtsov hafi skráð nafn sitt á spjöld sögunnar í Rússlandi með framgöngu sinni í stjórnmálum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, sem um tíma stundaði skiptinám í Plekhanov-háskóla í Moskvu meðan hann var í viðskiptafræðinámi, syrgir Borís Nemtsov á Facebook og segir að sér hafi brugðið að heyra um morðið. Hann segist hafa fylgst með Nemtsov í meira en tuttugu ár og segist hafa verið mikill aðdáandi hans á tíunda áratugnum. Nemtsov hafi verið einstakur prinsippmaður sem lét aldrei hærða sig frá því að lýsa skoðun sinni og vekja umræðu um mál sem aðrir töldu að ekki mætti ræða. Sigmundur Davíð upplýsir jafnframt að hann hafi skrifað Nemtsov bréf og kannað hvort hann gæti hugsað sér að koma til Íslands og halda fyrirlestur. Forsætisráðherra segist vonast til þess að þessi sorglegi atburður verði til þess að vekja athygli á mikilvægi frjálslyndis, friðar og frelsis. Morðið á Boris Nemtsov Rússland Tengdar fréttir Einn helsti andstæðingur Pútín drepinn Boris Nemtsov, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, var skotinn til bana í Moskvu fyrr í dag. 27. febrúar 2015 23:04 Morðinu ætlað að draga úr stöðugleika í Rússlandi Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur fordæmt morðið á Boris Nemtsov og hefur sjálfur tekið að sér yfirstjórn rannsóknarinnar. 28. febrúar 2015 11:28 „Ég óttast að Pútín drepi mig“ Boris Nemtsov hafði fengið nafnlausar morðhótanir á netinu en hann var skotinn til bana í Moskvu í gær. 28. febrúar 2015 21:43 Mest lesið Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Erlent Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Innlent Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Innlent Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Innlent Íslendingur handtekinn í Rússlandi Erlent Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Erlent Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Innlent Veðurviðvaranir í kortunum næstu daga Innlent Kastaði hundi í lögreglumann Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Íslendingur handtekinn í Rússlandi Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Heitir því að klára kjörtímabilið og skammast út í þingmenn Setja stefnuna á tunglið í apríl 2026 Gífurlega kröftugur jarðskjálfti undan ströndum Kaliforníu Önnur borg í höndum uppreisnarmanna Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Segja Ísraelsmenn fremja þjóðarmorð á Gaza Tvö börn í lífshættu eftir skotárás í leikskóla í Kalíforníu Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Sjá meira
Boris Nemtsov, sem var skotinn til bana á brú nálægt Kremlin og Rauða Torginu í Moskvu á föstudag, var merkur rússneskur stjórnmálamaður, stærðfræðingur og eðlisfræðingur. Þúsundir mótmælenda eru nú saman komnir í Moskvu til að mótmæla en um leið minnast Nemtsov sem var frjálslyndur stjórnmálamaður og harður gagnrýnandi Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Nemtsov var myrtur þegar hann var að undirbúa mótmælasamkomu þar sem gagnrýna átti stefnu Pútíns í austurhluta Úkraínu og fjármálakrísuna í Rússlandi vegna hruns rúblunnar. Í frétt Financial Times kemur fram að Pútín hafi sent móður Nemtsov samúðarskeyti þar sem fram komi að Nemtsov hafi skráð nafn sitt á spjöld sögunnar í Rússlandi með framgöngu sinni í stjórnmálum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, sem um tíma stundaði skiptinám í Plekhanov-háskóla í Moskvu meðan hann var í viðskiptafræðinámi, syrgir Borís Nemtsov á Facebook og segir að sér hafi brugðið að heyra um morðið. Hann segist hafa fylgst með Nemtsov í meira en tuttugu ár og segist hafa verið mikill aðdáandi hans á tíunda áratugnum. Nemtsov hafi verið einstakur prinsippmaður sem lét aldrei hærða sig frá því að lýsa skoðun sinni og vekja umræðu um mál sem aðrir töldu að ekki mætti ræða. Sigmundur Davíð upplýsir jafnframt að hann hafi skrifað Nemtsov bréf og kannað hvort hann gæti hugsað sér að koma til Íslands og halda fyrirlestur. Forsætisráðherra segist vonast til þess að þessi sorglegi atburður verði til þess að vekja athygli á mikilvægi frjálslyndis, friðar og frelsis.
Morðið á Boris Nemtsov Rússland Tengdar fréttir Einn helsti andstæðingur Pútín drepinn Boris Nemtsov, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, var skotinn til bana í Moskvu fyrr í dag. 27. febrúar 2015 23:04 Morðinu ætlað að draga úr stöðugleika í Rússlandi Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur fordæmt morðið á Boris Nemtsov og hefur sjálfur tekið að sér yfirstjórn rannsóknarinnar. 28. febrúar 2015 11:28 „Ég óttast að Pútín drepi mig“ Boris Nemtsov hafði fengið nafnlausar morðhótanir á netinu en hann var skotinn til bana í Moskvu í gær. 28. febrúar 2015 21:43 Mest lesið Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Erlent Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Innlent Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Innlent Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Innlent Íslendingur handtekinn í Rússlandi Erlent Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Erlent Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Innlent Veðurviðvaranir í kortunum næstu daga Innlent Kastaði hundi í lögreglumann Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Íslendingur handtekinn í Rússlandi Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Heitir því að klára kjörtímabilið og skammast út í þingmenn Setja stefnuna á tunglið í apríl 2026 Gífurlega kröftugur jarðskjálfti undan ströndum Kaliforníu Önnur borg í höndum uppreisnarmanna Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Segja Ísraelsmenn fremja þjóðarmorð á Gaza Tvö börn í lífshættu eftir skotárás í leikskóla í Kalíforníu Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Sjá meira
Einn helsti andstæðingur Pútín drepinn Boris Nemtsov, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, var skotinn til bana í Moskvu fyrr í dag. 27. febrúar 2015 23:04
Morðinu ætlað að draga úr stöðugleika í Rússlandi Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur fordæmt morðið á Boris Nemtsov og hefur sjálfur tekið að sér yfirstjórn rannsóknarinnar. 28. febrúar 2015 11:28
„Ég óttast að Pútín drepi mig“ Boris Nemtsov hafði fengið nafnlausar morðhótanir á netinu en hann var skotinn til bana í Moskvu í gær. 28. febrúar 2015 21:43