Enski boltinn

Mourinho: Ég hefði fengið bann fyrir það sem Pearson gerði | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
José Mourinho hefur verið í stríði við marga á tímabilinu.
José Mourinho hefur verið í stríði við marga á tímabilinu. vísir/getty
José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, telur að hann hefði fengið leikbann ef hann hefði gert svipaðan hluy og Nigel Pearson, stjóri Leicester, á hliðarlínunni.

Pearson tók James McArthur, leikmann Crystal Palace, hálstaki í viðureign liðanna á dögunum en slapp með refsingu. Hann var þó nálægt því að missa starfið vegna atviksins en slapp með það líka.

Sjá einnig:Sakar vinsælan sjónvarpsþátt um að hafa næstum látið reka sig

Mourinho hefur lent í veseni á hliðarlínunni og átti í stympingum við Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal, á Stamford Bridge fyrr á þessari leiktíð.



Það var ekki í eina skiptið sem hann hefur komist í klandur á tímabilinu því á dögunum fékk hann 25.000 punda sekt fyrir að segja alla úrvalsdeildina í herferð gegn sér og sínum mönnum.

„Ég tala bara um mig, ekki Nigel,“ sagði Mourinho á blaðamannafundi í gær fyrir leik liðsins gegn Everton í úrvalsdeildinni í kvöld.

„Ef ég ýti öðrum knattspyrnustjóra innan míns boðvangs vitið þið að ég fæ bann. Þetta vitum við allir. Af hverju er það þannig? Það vitum við ekki,“ sagði Portúgalinn.

Leikur Chelsea og Everton er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 í kvöld.


Tengdar fréttir

Mourinho ósáttur við eyðslu City

Jose Mourinho segir ekkert vit í því að sekta ríkt félag á borð við Manchester City. Eina vitið sé að draga stig af liðinu.

Algjörlega ómögulegt að fylla skarð snillingsins Ferguson

Umboðsmaðurinn Jorges Mendes er áhrifamikill innan knattspyrnuheimsins og BBC talar um ofurumboðsmanninn í viðtali við hann í dag þar sem hann ræðir meðal annars Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóra Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×