Enski boltinn

Nigel Pearson rekinn frá Leicester City

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Rekinn
Rekinn vísir/getty
Sky Sports greinir frá því að Leicester City hafi rekið knattspyrnustjóra sinn Nigel Pearson nú í kvöld.

Leicester er í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 17 stig í 24 leikjum en lítið hefur gengið hjá félaginu á leiktíðinni.

Leicester tapaði fyrir Crystal Palace á laugardag í leik þar sem Pearson lenti saman við James McArthur leikmann Palace og er talið að það atvik hafi fyllt mælin hjá forráðamönnum Leicester.

Pearson tók McArthur kverkartaki, öllum sem á horfðu til mikillar undrunar, eftir að hafa fellt hann óvart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×