Enski boltinn

Mourinho ósáttur við eyðslu City

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Mourinho á fréttamannafundi
Mourinho á fréttamannafundi vísir/getty
Jose Mourinho segir ekkert vit í því að sekta ríkt félag á borð við Manchester City. Eina vitið sé að draga stig af liðinu.

Jose Mourinho er byrjaður að tala við fjölmiðla á nýjan leik og hefst strax handa í sálfræðistríðinu í titilbaráttunni við Manchester City.

Chelsea mætir Aston Villa á útivelli í dag klukkan 15 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Á sama tíma tekur City á móti Hull í beinni á Sport 4 en Chelsea er með fimm stiga forystu á City á toppi deildarinnar.

„Mér finnst að lið eigi ekki að geta orðið meistari þegar því er refsað og það hefur gerst áður þegar lið brjóta reglur um fjárhag félaga (FFP),“ sagði Mourinho.

„Refsingin ætti að vera frádráttur stiga.“

Chelsea hefur komið út í hagnaði í þremur síðustu félagsskiptagluggum en Manchester City keypti Wilfried Bony á 28 milljónir punda í janúar sem gerði það að verkum að ekkert pláss var fyrir 22 milljón punda framherjann Stevan jovetic.

„Við þurfum að keppa á móti liðum sem er fjárhagslega öflugri og er alveg sama um og bera ekki virðingu fyrir FFP. Það er erfið vinna.

„Það er ekki gott að keppa gegn liðum sem fylgja ekki sömu reglum og við hin,“ sagði Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×