Enski boltinn

Með 17 prósent sigurhlutfall og tók mann hálstaki en heldur starfinu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir/getty
Fréttamiðlar um allan heim kepptust við að segja frá því í gær að Nigel Pearson, knattspyrnustjóri Leicester í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, hefði verið rekinn.

Það fór svo að Leicester þurfti að senda frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem það sagði að Pearson hefði ekki verið látinn fara.

Breskir miðlar héldu því fram að þjálfaraliði hans hefði verið sagt að Pearson hefði verið rekinn eftir að hann tók James McArthur, leikmann Crystal Palace, hálstaki.

Leicester leyfði fréttunum að rúlla í þrjá klukkutíma áður en það gaf út að hann væri enn við störf hjá nýliðunum.

„Þrátt fyrir orðróm í fréttum á sunnudagskvöldið er Nigel áfram stjóri liðsins,“ sagði í yfirlýsingu Leicester sem er á botni ensku úrvalsdeildarinnar.

Pearson er aðeins búinn að vinna fjóra leiki af 24 í deildinni (17 prósent sigurhlutfall) og gera fimm jafntefli, en Leicester er fjórum stigum frá öruggu sæti þegar 14 umferðir eru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×