Ræða Jónasar Ýmis á ársþinginu: "Einelti er rótgróið fyrirbæri í íslenskri knattspyrnu" Anton Ingi Leifsson skrifar 14. febrúar 2015 14:09 Jónas Ými talar um einelti í ræðu sinni. Vísir/Andri Marinó Jónas Ýmir Jónasson, frambjóðandi til formannsstöðu KSÍ, flutti ansi athyglisverða ræðu á ársþingi KSÍ sem fram fer á Hilton Nordica í Reykjavík. Jónas býður sig fram á móti Geir Þorsteinssyni, en ræðuna má lesa hér að neðan. Reiknað er með að úrslitin liggi fyrir um klukkan fjögur í dag. Geir hefur gegnt formennsku frá árinu 2007, en þar áður hafði hann setið í stjórn KSÍ. Jónas kemur inná athyglisverða punkta í ræðu sinni en þar talar hann meðal annars um andlega heilsu leikmanna og að framboð hans sé ekkert "flippa" með framboð sitt. Alla ræðuna má lesa hér að neðan.Ræða Jónasar: Góðan dag, ég heiti Jónas Ýmir Jónasson. Mig langar að segja ykkur frá síðustu vikum og dögum hjá mér, frá því að tilkynnt var um framboð mitt hef ég fundið fyrir miklum stuðning en einnig fyrir miklum mótbyr. Mér hefur fundist heldur lítið tekið mark á því sem ég hef að segja, ég hef fengið símhringingar frá þessari skrifstofu þar sem ég er spurður hvort framboð mitt sé grín. Ég hef fengið símhringingar frá fjölmiðlamönnum sem dæmi ég spurður hvort ég ætli mér ekki að draga framboð mitt til baka, ætlarðu að halda þessu til streitu? Nú spyr ég bara: Hvað er svona ótrúlegt við framboð mitt? Í mörg ár hefur knattspyrnan átt hjarta mitt og sál, ég hef gaman af því að horfa á knattspyrnu, spila knattspyrnu og ræða knattspyrnu. Ekki gera þau mistök að halda að ég sé bara kjáni sem ákvað að "flippa" smá. Ég tel mig hafa allt til brunns að bera til þess að verða frábær formaður, ég mun auðvitað þurfa hjálp. Tilsögn frá mér reyndari mönnum mun ég taka feginn. Ég trúi á að þó ég setji nafn mitt á ákvörðunina þá beri mér skylda til þess að ræða málefnin út frá öllum sjónarhornum, fá innskot frá öllum í stjórninni. Lýðræði og vilji til að bæta það sem hefur misfarist eru mínar óskir fyrir stjórn KSÍ, sama hvernig dagurinn í dag fer. Án þess að vilja kalla þá framkomu sem mér hefur mætt hér "einelti" þá langar mig til þess að benda ykkur öllum, sem hér sitjið, á þá skelfilegu staðreynd að einelti er rótgróið fyrirbæri í íslenskri knattspyrnu. Þetta er sorgleg staðreynd sem forystumenn KSÍ verð hreinlega að fara að beita sér gegn af fullum þunga. Eineltismál, ofbeldi, átraskanir og almenn andleg og líkamleg heilsa iðkennda ætti að vera í brennidepli. Ég þekki af eigin reynslu þá gríðarmiklu byrgði sem fylgir því að stríða við andleg vandamál. Líkamleg vandamál eru erfið jú, en lestir þeir sem upplifa ofbeldi, einelti eða verða fyrir meiðslum upplifa að þó líkamlegi sársaukinn sé farinn situr oft eftir andlegur sársauki, sársauki sem auðvelt er að fela en verra er að lækna. Barátta við þunglyndi og geðraskanir eru endalausar. Iðkenndur okkar fara ekki af æfingu, hringja í þjálfarann og segjast vera þunglynd, að það hafi farið til geðlæknis og að læknirinn hafi sagt að best væri að minnka álag í 2 vikur svo ætti þetta að vera komið í lag. NEI, nógu erfitt er að standa frammi fyrir því að muna alla tíð berjast við sjúkdóm þó unga fólkið okkar þurfi ekki að berjast eitt í skömm og þjást vegna vanþekkingar samfélagsins. Forvarnarstarf og fræðsla um andleg og geðræn vandamál eru nauðsynleg fyrir komandi kynslóðir.Við þurfum ekki að leita langt aftur til að finna dæmi en bara á nýliðnu ári hafa fjölmargir knattspyrnumenn komið fram og sagt frá þunglyndi og kvíða. Hversu mikið af hæfileikaríku fólki eigum við að leyfa þessum skæðu sjúkdómum, vanþekkingu og fordómum gegn þeim, að taka frá okkur? Íþróttir eru besta forvarnarstarfið en erum við að gera allt sem við getum? Takk fyrir. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
Jónas Ýmir Jónasson, frambjóðandi til formannsstöðu KSÍ, flutti ansi athyglisverða ræðu á ársþingi KSÍ sem fram fer á Hilton Nordica í Reykjavík. Jónas býður sig fram á móti Geir Þorsteinssyni, en ræðuna má lesa hér að neðan. Reiknað er með að úrslitin liggi fyrir um klukkan fjögur í dag. Geir hefur gegnt formennsku frá árinu 2007, en þar áður hafði hann setið í stjórn KSÍ. Jónas kemur inná athyglisverða punkta í ræðu sinni en þar talar hann meðal annars um andlega heilsu leikmanna og að framboð hans sé ekkert "flippa" með framboð sitt. Alla ræðuna má lesa hér að neðan.Ræða Jónasar: Góðan dag, ég heiti Jónas Ýmir Jónasson. Mig langar að segja ykkur frá síðustu vikum og dögum hjá mér, frá því að tilkynnt var um framboð mitt hef ég fundið fyrir miklum stuðning en einnig fyrir miklum mótbyr. Mér hefur fundist heldur lítið tekið mark á því sem ég hef að segja, ég hef fengið símhringingar frá þessari skrifstofu þar sem ég er spurður hvort framboð mitt sé grín. Ég hef fengið símhringingar frá fjölmiðlamönnum sem dæmi ég spurður hvort ég ætli mér ekki að draga framboð mitt til baka, ætlarðu að halda þessu til streitu? Nú spyr ég bara: Hvað er svona ótrúlegt við framboð mitt? Í mörg ár hefur knattspyrnan átt hjarta mitt og sál, ég hef gaman af því að horfa á knattspyrnu, spila knattspyrnu og ræða knattspyrnu. Ekki gera þau mistök að halda að ég sé bara kjáni sem ákvað að "flippa" smá. Ég tel mig hafa allt til brunns að bera til þess að verða frábær formaður, ég mun auðvitað þurfa hjálp. Tilsögn frá mér reyndari mönnum mun ég taka feginn. Ég trúi á að þó ég setji nafn mitt á ákvörðunina þá beri mér skylda til þess að ræða málefnin út frá öllum sjónarhornum, fá innskot frá öllum í stjórninni. Lýðræði og vilji til að bæta það sem hefur misfarist eru mínar óskir fyrir stjórn KSÍ, sama hvernig dagurinn í dag fer. Án þess að vilja kalla þá framkomu sem mér hefur mætt hér "einelti" þá langar mig til þess að benda ykkur öllum, sem hér sitjið, á þá skelfilegu staðreynd að einelti er rótgróið fyrirbæri í íslenskri knattspyrnu. Þetta er sorgleg staðreynd sem forystumenn KSÍ verð hreinlega að fara að beita sér gegn af fullum þunga. Eineltismál, ofbeldi, átraskanir og almenn andleg og líkamleg heilsa iðkennda ætti að vera í brennidepli. Ég þekki af eigin reynslu þá gríðarmiklu byrgði sem fylgir því að stríða við andleg vandamál. Líkamleg vandamál eru erfið jú, en lestir þeir sem upplifa ofbeldi, einelti eða verða fyrir meiðslum upplifa að þó líkamlegi sársaukinn sé farinn situr oft eftir andlegur sársauki, sársauki sem auðvelt er að fela en verra er að lækna. Barátta við þunglyndi og geðraskanir eru endalausar. Iðkenndur okkar fara ekki af æfingu, hringja í þjálfarann og segjast vera þunglynd, að það hafi farið til geðlæknis og að læknirinn hafi sagt að best væri að minnka álag í 2 vikur svo ætti þetta að vera komið í lag. NEI, nógu erfitt er að standa frammi fyrir því að muna alla tíð berjast við sjúkdóm þó unga fólkið okkar þurfi ekki að berjast eitt í skömm og þjást vegna vanþekkingar samfélagsins. Forvarnarstarf og fræðsla um andleg og geðræn vandamál eru nauðsynleg fyrir komandi kynslóðir.Við þurfum ekki að leita langt aftur til að finna dæmi en bara á nýliðnu ári hafa fjölmargir knattspyrnumenn komið fram og sagt frá þunglyndi og kvíða. Hversu mikið af hæfileikaríku fólki eigum við að leyfa þessum skæðu sjúkdómum, vanþekkingu og fordómum gegn þeim, að taka frá okkur? Íþróttir eru besta forvarnarstarfið en erum við að gera allt sem við getum? Takk fyrir.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira