Ræða Jónasar Ýmis á ársþinginu: "Einelti er rótgróið fyrirbæri í íslenskri knattspyrnu" Anton Ingi Leifsson skrifar 14. febrúar 2015 14:09 Jónas Ými talar um einelti í ræðu sinni. Vísir/Andri Marinó Jónas Ýmir Jónasson, frambjóðandi til formannsstöðu KSÍ, flutti ansi athyglisverða ræðu á ársþingi KSÍ sem fram fer á Hilton Nordica í Reykjavík. Jónas býður sig fram á móti Geir Þorsteinssyni, en ræðuna má lesa hér að neðan. Reiknað er með að úrslitin liggi fyrir um klukkan fjögur í dag. Geir hefur gegnt formennsku frá árinu 2007, en þar áður hafði hann setið í stjórn KSÍ. Jónas kemur inná athyglisverða punkta í ræðu sinni en þar talar hann meðal annars um andlega heilsu leikmanna og að framboð hans sé ekkert "flippa" með framboð sitt. Alla ræðuna má lesa hér að neðan.Ræða Jónasar: Góðan dag, ég heiti Jónas Ýmir Jónasson. Mig langar að segja ykkur frá síðustu vikum og dögum hjá mér, frá því að tilkynnt var um framboð mitt hef ég fundið fyrir miklum stuðning en einnig fyrir miklum mótbyr. Mér hefur fundist heldur lítið tekið mark á því sem ég hef að segja, ég hef fengið símhringingar frá þessari skrifstofu þar sem ég er spurður hvort framboð mitt sé grín. Ég hef fengið símhringingar frá fjölmiðlamönnum sem dæmi ég spurður hvort ég ætli mér ekki að draga framboð mitt til baka, ætlarðu að halda þessu til streitu? Nú spyr ég bara: Hvað er svona ótrúlegt við framboð mitt? Í mörg ár hefur knattspyrnan átt hjarta mitt og sál, ég hef gaman af því að horfa á knattspyrnu, spila knattspyrnu og ræða knattspyrnu. Ekki gera þau mistök að halda að ég sé bara kjáni sem ákvað að "flippa" smá. Ég tel mig hafa allt til brunns að bera til þess að verða frábær formaður, ég mun auðvitað þurfa hjálp. Tilsögn frá mér reyndari mönnum mun ég taka feginn. Ég trúi á að þó ég setji nafn mitt á ákvörðunina þá beri mér skylda til þess að ræða málefnin út frá öllum sjónarhornum, fá innskot frá öllum í stjórninni. Lýðræði og vilji til að bæta það sem hefur misfarist eru mínar óskir fyrir stjórn KSÍ, sama hvernig dagurinn í dag fer. Án þess að vilja kalla þá framkomu sem mér hefur mætt hér "einelti" þá langar mig til þess að benda ykkur öllum, sem hér sitjið, á þá skelfilegu staðreynd að einelti er rótgróið fyrirbæri í íslenskri knattspyrnu. Þetta er sorgleg staðreynd sem forystumenn KSÍ verð hreinlega að fara að beita sér gegn af fullum þunga. Eineltismál, ofbeldi, átraskanir og almenn andleg og líkamleg heilsa iðkennda ætti að vera í brennidepli. Ég þekki af eigin reynslu þá gríðarmiklu byrgði sem fylgir því að stríða við andleg vandamál. Líkamleg vandamál eru erfið jú, en lestir þeir sem upplifa ofbeldi, einelti eða verða fyrir meiðslum upplifa að þó líkamlegi sársaukinn sé farinn situr oft eftir andlegur sársauki, sársauki sem auðvelt er að fela en verra er að lækna. Barátta við þunglyndi og geðraskanir eru endalausar. Iðkenndur okkar fara ekki af æfingu, hringja í þjálfarann og segjast vera þunglynd, að það hafi farið til geðlæknis og að læknirinn hafi sagt að best væri að minnka álag í 2 vikur svo ætti þetta að vera komið í lag. NEI, nógu erfitt er að standa frammi fyrir því að muna alla tíð berjast við sjúkdóm þó unga fólkið okkar þurfi ekki að berjast eitt í skömm og þjást vegna vanþekkingar samfélagsins. Forvarnarstarf og fræðsla um andleg og geðræn vandamál eru nauðsynleg fyrir komandi kynslóðir.Við þurfum ekki að leita langt aftur til að finna dæmi en bara á nýliðnu ári hafa fjölmargir knattspyrnumenn komið fram og sagt frá þunglyndi og kvíða. Hversu mikið af hæfileikaríku fólki eigum við að leyfa þessum skæðu sjúkdómum, vanþekkingu og fordómum gegn þeim, að taka frá okkur? Íþróttir eru besta forvarnarstarfið en erum við að gera allt sem við getum? Takk fyrir. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Jónas Ýmir Jónasson, frambjóðandi til formannsstöðu KSÍ, flutti ansi athyglisverða ræðu á ársþingi KSÍ sem fram fer á Hilton Nordica í Reykjavík. Jónas býður sig fram á móti Geir Þorsteinssyni, en ræðuna má lesa hér að neðan. Reiknað er með að úrslitin liggi fyrir um klukkan fjögur í dag. Geir hefur gegnt formennsku frá árinu 2007, en þar áður hafði hann setið í stjórn KSÍ. Jónas kemur inná athyglisverða punkta í ræðu sinni en þar talar hann meðal annars um andlega heilsu leikmanna og að framboð hans sé ekkert "flippa" með framboð sitt. Alla ræðuna má lesa hér að neðan.Ræða Jónasar: Góðan dag, ég heiti Jónas Ýmir Jónasson. Mig langar að segja ykkur frá síðustu vikum og dögum hjá mér, frá því að tilkynnt var um framboð mitt hef ég fundið fyrir miklum stuðning en einnig fyrir miklum mótbyr. Mér hefur fundist heldur lítið tekið mark á því sem ég hef að segja, ég hef fengið símhringingar frá þessari skrifstofu þar sem ég er spurður hvort framboð mitt sé grín. Ég hef fengið símhringingar frá fjölmiðlamönnum sem dæmi ég spurður hvort ég ætli mér ekki að draga framboð mitt til baka, ætlarðu að halda þessu til streitu? Nú spyr ég bara: Hvað er svona ótrúlegt við framboð mitt? Í mörg ár hefur knattspyrnan átt hjarta mitt og sál, ég hef gaman af því að horfa á knattspyrnu, spila knattspyrnu og ræða knattspyrnu. Ekki gera þau mistök að halda að ég sé bara kjáni sem ákvað að "flippa" smá. Ég tel mig hafa allt til brunns að bera til þess að verða frábær formaður, ég mun auðvitað þurfa hjálp. Tilsögn frá mér reyndari mönnum mun ég taka feginn. Ég trúi á að þó ég setji nafn mitt á ákvörðunina þá beri mér skylda til þess að ræða málefnin út frá öllum sjónarhornum, fá innskot frá öllum í stjórninni. Lýðræði og vilji til að bæta það sem hefur misfarist eru mínar óskir fyrir stjórn KSÍ, sama hvernig dagurinn í dag fer. Án þess að vilja kalla þá framkomu sem mér hefur mætt hér "einelti" þá langar mig til þess að benda ykkur öllum, sem hér sitjið, á þá skelfilegu staðreynd að einelti er rótgróið fyrirbæri í íslenskri knattspyrnu. Þetta er sorgleg staðreynd sem forystumenn KSÍ verð hreinlega að fara að beita sér gegn af fullum þunga. Eineltismál, ofbeldi, átraskanir og almenn andleg og líkamleg heilsa iðkennda ætti að vera í brennidepli. Ég þekki af eigin reynslu þá gríðarmiklu byrgði sem fylgir því að stríða við andleg vandamál. Líkamleg vandamál eru erfið jú, en lestir þeir sem upplifa ofbeldi, einelti eða verða fyrir meiðslum upplifa að þó líkamlegi sársaukinn sé farinn situr oft eftir andlegur sársauki, sársauki sem auðvelt er að fela en verra er að lækna. Barátta við þunglyndi og geðraskanir eru endalausar. Iðkenndur okkar fara ekki af æfingu, hringja í þjálfarann og segjast vera þunglynd, að það hafi farið til geðlæknis og að læknirinn hafi sagt að best væri að minnka álag í 2 vikur svo ætti þetta að vera komið í lag. NEI, nógu erfitt er að standa frammi fyrir því að muna alla tíð berjast við sjúkdóm þó unga fólkið okkar þurfi ekki að berjast eitt í skömm og þjást vegna vanþekkingar samfélagsins. Forvarnarstarf og fræðsla um andleg og geðræn vandamál eru nauðsynleg fyrir komandi kynslóðir.Við þurfum ekki að leita langt aftur til að finna dæmi en bara á nýliðnu ári hafa fjölmargir knattspyrnumenn komið fram og sagt frá þunglyndi og kvíða. Hversu mikið af hæfileikaríku fólki eigum við að leyfa þessum skæðu sjúkdómum, vanþekkingu og fordómum gegn þeim, að taka frá okkur? Íþróttir eru besta forvarnarstarfið en erum við að gera allt sem við getum? Takk fyrir.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira