Hættir þátttöku í loftárásum gegn ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 4. febrúar 2015 14:09 Reykur vegna loftárásar nærri Kobane í Sýrlandi. Vísir/EPA Sameinuðu arabísku furstadæmin (SAF) eru hætt þátttöku í loftárásum gegn Íslamska ríkinu. Samtökin birtu í gær myndband þar sem flugmaður frá Jórdaníu var brenndur lifandi, en hann er fyrsti flugmaður bandalagsins sem lætur lífið. SAF hættu þó þátttöku í desember eftir að flugmaðurinn var handsamaður. Þetta kemur fram á vef New York Times. SAF, sem er eitt fjögurra mið-austurlanda í bandalaginu, segja að þörf sé á viðbragðsáætlunum um hvernig bjarga megi flugmönnum sem falla í hendur vígamanna. Auk SAF eru Jórdanía, Sádi-Arabía og Barein þátttakendur í bandalaginu. Öll ríkin hafa gert loftárásir gegn ISIS en talið er að þátttaka þeirra sé að mestu leyti táknræn. Stjórnvöld í Jórdaníu hafa hótað auknum aðgerðum gegn ISIS og heita þess að hefna flugmannsins Muadh al-Kasasbeh. Á vef Guardian kemur þó fram að talið sé að til lengri tíma muni morð flugmannsins draga úr vilja Jórdaníu til að taka þátt í loftárásum gegn öðrum múslimum. Furstadæmin vilja að Bandaríkjamenn komi sveitum fyrir í norðurhluta Írak, sem geti brugðist hratt við, hrapi flugvél bandalagsins á átakasvæðum. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, skipaði leyniþjónustum landsins að beita öllum leiðum til að finna þá gísla sem ISIS eru enn með í haldi. Talið er að fimmtán einstaklingar séu nú í gíslingu. Samkvæmt AP fréttaveitunni heldur ISIS meðal annars þeim John Cantle, sem er breskur ljósmyndari. Séra Paolo Dall‘oglio, sem er ítalskur prestur. Samir Kassab, myndatökumanni frá Líbanon. og Ishak Mokthar. Hann er frá Máritaníu og far rænt í fyrra nærri Aleppo þar sem hann var að vinna fyrir Sky News Arabia. Þá halda samtökin ónafngreindri bandarískri konu, sem var handsömuð í fyrra, þremur starfsmönnum Rauða Krossins sem ekki hafa verið nafngreindir og sjö hermönnum frá Líbanon. Máritanía Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Japanskur gísl tekinn af lífi Myndband sem sýnir aftöku Kenji Goto hefur verið birt á netinu. 31. janúar 2015 21:11 Hryðjuverkamenn teknir af lífi í Jórdaníu Yfirvöld í Jórdaníu tóku í nótt tvo dæmda hryðjuverkamenn af lífi eftir að ISIS liðar í Sýrlandi og Írak birtu myndir sem sýna aftöku jórdansks orrustuflugmanns sem þeir tóku í gíslingu í desember. 4. febrúar 2015 07:51 ISIS-liðar brenndu flugmanninn lifandi Í nýju myndbandi frá samtökunum sést hvernig flugmaðurinn Mu'ath Al-Kasaesbeh frá Jórdaníu var brenndur í búri. 3. febrúar 2015 17:15 Jórdanía dregur sig ekki til hlés Yfirvöld Jórdaníu segjast ætla að hefna sín frekar á ISIS fyrir hrottalegt morð samtakanna á flugmanni. 4. febrúar 2015 10:30 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ rússneskum fulltrúum sem skutu ofursta til bana Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Sameinuðu arabísku furstadæmin (SAF) eru hætt þátttöku í loftárásum gegn Íslamska ríkinu. Samtökin birtu í gær myndband þar sem flugmaður frá Jórdaníu var brenndur lifandi, en hann er fyrsti flugmaður bandalagsins sem lætur lífið. SAF hættu þó þátttöku í desember eftir að flugmaðurinn var handsamaður. Þetta kemur fram á vef New York Times. SAF, sem er eitt fjögurra mið-austurlanda í bandalaginu, segja að þörf sé á viðbragðsáætlunum um hvernig bjarga megi flugmönnum sem falla í hendur vígamanna. Auk SAF eru Jórdanía, Sádi-Arabía og Barein þátttakendur í bandalaginu. Öll ríkin hafa gert loftárásir gegn ISIS en talið er að þátttaka þeirra sé að mestu leyti táknræn. Stjórnvöld í Jórdaníu hafa hótað auknum aðgerðum gegn ISIS og heita þess að hefna flugmannsins Muadh al-Kasasbeh. Á vef Guardian kemur þó fram að talið sé að til lengri tíma muni morð flugmannsins draga úr vilja Jórdaníu til að taka þátt í loftárásum gegn öðrum múslimum. Furstadæmin vilja að Bandaríkjamenn komi sveitum fyrir í norðurhluta Írak, sem geti brugðist hratt við, hrapi flugvél bandalagsins á átakasvæðum. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, skipaði leyniþjónustum landsins að beita öllum leiðum til að finna þá gísla sem ISIS eru enn með í haldi. Talið er að fimmtán einstaklingar séu nú í gíslingu. Samkvæmt AP fréttaveitunni heldur ISIS meðal annars þeim John Cantle, sem er breskur ljósmyndari. Séra Paolo Dall‘oglio, sem er ítalskur prestur. Samir Kassab, myndatökumanni frá Líbanon. og Ishak Mokthar. Hann er frá Máritaníu og far rænt í fyrra nærri Aleppo þar sem hann var að vinna fyrir Sky News Arabia. Þá halda samtökin ónafngreindri bandarískri konu, sem var handsömuð í fyrra, þremur starfsmönnum Rauða Krossins sem ekki hafa verið nafngreindir og sjö hermönnum frá Líbanon.
Máritanía Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Japanskur gísl tekinn af lífi Myndband sem sýnir aftöku Kenji Goto hefur verið birt á netinu. 31. janúar 2015 21:11 Hryðjuverkamenn teknir af lífi í Jórdaníu Yfirvöld í Jórdaníu tóku í nótt tvo dæmda hryðjuverkamenn af lífi eftir að ISIS liðar í Sýrlandi og Írak birtu myndir sem sýna aftöku jórdansks orrustuflugmanns sem þeir tóku í gíslingu í desember. 4. febrúar 2015 07:51 ISIS-liðar brenndu flugmanninn lifandi Í nýju myndbandi frá samtökunum sést hvernig flugmaðurinn Mu'ath Al-Kasaesbeh frá Jórdaníu var brenndur í búri. 3. febrúar 2015 17:15 Jórdanía dregur sig ekki til hlés Yfirvöld Jórdaníu segjast ætla að hefna sín frekar á ISIS fyrir hrottalegt morð samtakanna á flugmanni. 4. febrúar 2015 10:30 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ rússneskum fulltrúum sem skutu ofursta til bana Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Japanskur gísl tekinn af lífi Myndband sem sýnir aftöku Kenji Goto hefur verið birt á netinu. 31. janúar 2015 21:11
Hryðjuverkamenn teknir af lífi í Jórdaníu Yfirvöld í Jórdaníu tóku í nótt tvo dæmda hryðjuverkamenn af lífi eftir að ISIS liðar í Sýrlandi og Írak birtu myndir sem sýna aftöku jórdansks orrustuflugmanns sem þeir tóku í gíslingu í desember. 4. febrúar 2015 07:51
ISIS-liðar brenndu flugmanninn lifandi Í nýju myndbandi frá samtökunum sést hvernig flugmaðurinn Mu'ath Al-Kasaesbeh frá Jórdaníu var brenndur í búri. 3. febrúar 2015 17:15
Jórdanía dregur sig ekki til hlés Yfirvöld Jórdaníu segjast ætla að hefna sín frekar á ISIS fyrir hrottalegt morð samtakanna á flugmanni. 4. febrúar 2015 10:30