Hættir þátttöku í loftárásum gegn ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 4. febrúar 2015 14:09 Reykur vegna loftárásar nærri Kobane í Sýrlandi. Vísir/EPA Sameinuðu arabísku furstadæmin (SAF) eru hætt þátttöku í loftárásum gegn Íslamska ríkinu. Samtökin birtu í gær myndband þar sem flugmaður frá Jórdaníu var brenndur lifandi, en hann er fyrsti flugmaður bandalagsins sem lætur lífið. SAF hættu þó þátttöku í desember eftir að flugmaðurinn var handsamaður. Þetta kemur fram á vef New York Times. SAF, sem er eitt fjögurra mið-austurlanda í bandalaginu, segja að þörf sé á viðbragðsáætlunum um hvernig bjarga megi flugmönnum sem falla í hendur vígamanna. Auk SAF eru Jórdanía, Sádi-Arabía og Barein þátttakendur í bandalaginu. Öll ríkin hafa gert loftárásir gegn ISIS en talið er að þátttaka þeirra sé að mestu leyti táknræn. Stjórnvöld í Jórdaníu hafa hótað auknum aðgerðum gegn ISIS og heita þess að hefna flugmannsins Muadh al-Kasasbeh. Á vef Guardian kemur þó fram að talið sé að til lengri tíma muni morð flugmannsins draga úr vilja Jórdaníu til að taka þátt í loftárásum gegn öðrum múslimum. Furstadæmin vilja að Bandaríkjamenn komi sveitum fyrir í norðurhluta Írak, sem geti brugðist hratt við, hrapi flugvél bandalagsins á átakasvæðum. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, skipaði leyniþjónustum landsins að beita öllum leiðum til að finna þá gísla sem ISIS eru enn með í haldi. Talið er að fimmtán einstaklingar séu nú í gíslingu. Samkvæmt AP fréttaveitunni heldur ISIS meðal annars þeim John Cantle, sem er breskur ljósmyndari. Séra Paolo Dall‘oglio, sem er ítalskur prestur. Samir Kassab, myndatökumanni frá Líbanon. og Ishak Mokthar. Hann er frá Máritaníu og far rænt í fyrra nærri Aleppo þar sem hann var að vinna fyrir Sky News Arabia. Þá halda samtökin ónafngreindri bandarískri konu, sem var handsömuð í fyrra, þremur starfsmönnum Rauða Krossins sem ekki hafa verið nafngreindir og sjö hermönnum frá Líbanon. Máritanía Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Japanskur gísl tekinn af lífi Myndband sem sýnir aftöku Kenji Goto hefur verið birt á netinu. 31. janúar 2015 21:11 Hryðjuverkamenn teknir af lífi í Jórdaníu Yfirvöld í Jórdaníu tóku í nótt tvo dæmda hryðjuverkamenn af lífi eftir að ISIS liðar í Sýrlandi og Írak birtu myndir sem sýna aftöku jórdansks orrustuflugmanns sem þeir tóku í gíslingu í desember. 4. febrúar 2015 07:51 ISIS-liðar brenndu flugmanninn lifandi Í nýju myndbandi frá samtökunum sést hvernig flugmaðurinn Mu'ath Al-Kasaesbeh frá Jórdaníu var brenndur í búri. 3. febrúar 2015 17:15 Jórdanía dregur sig ekki til hlés Yfirvöld Jórdaníu segjast ætla að hefna sín frekar á ISIS fyrir hrottalegt morð samtakanna á flugmanni. 4. febrúar 2015 10:30 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Sameinuðu arabísku furstadæmin (SAF) eru hætt þátttöku í loftárásum gegn Íslamska ríkinu. Samtökin birtu í gær myndband þar sem flugmaður frá Jórdaníu var brenndur lifandi, en hann er fyrsti flugmaður bandalagsins sem lætur lífið. SAF hættu þó þátttöku í desember eftir að flugmaðurinn var handsamaður. Þetta kemur fram á vef New York Times. SAF, sem er eitt fjögurra mið-austurlanda í bandalaginu, segja að þörf sé á viðbragðsáætlunum um hvernig bjarga megi flugmönnum sem falla í hendur vígamanna. Auk SAF eru Jórdanía, Sádi-Arabía og Barein þátttakendur í bandalaginu. Öll ríkin hafa gert loftárásir gegn ISIS en talið er að þátttaka þeirra sé að mestu leyti táknræn. Stjórnvöld í Jórdaníu hafa hótað auknum aðgerðum gegn ISIS og heita þess að hefna flugmannsins Muadh al-Kasasbeh. Á vef Guardian kemur þó fram að talið sé að til lengri tíma muni morð flugmannsins draga úr vilja Jórdaníu til að taka þátt í loftárásum gegn öðrum múslimum. Furstadæmin vilja að Bandaríkjamenn komi sveitum fyrir í norðurhluta Írak, sem geti brugðist hratt við, hrapi flugvél bandalagsins á átakasvæðum. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, skipaði leyniþjónustum landsins að beita öllum leiðum til að finna þá gísla sem ISIS eru enn með í haldi. Talið er að fimmtán einstaklingar séu nú í gíslingu. Samkvæmt AP fréttaveitunni heldur ISIS meðal annars þeim John Cantle, sem er breskur ljósmyndari. Séra Paolo Dall‘oglio, sem er ítalskur prestur. Samir Kassab, myndatökumanni frá Líbanon. og Ishak Mokthar. Hann er frá Máritaníu og far rænt í fyrra nærri Aleppo þar sem hann var að vinna fyrir Sky News Arabia. Þá halda samtökin ónafngreindri bandarískri konu, sem var handsömuð í fyrra, þremur starfsmönnum Rauða Krossins sem ekki hafa verið nafngreindir og sjö hermönnum frá Líbanon.
Máritanía Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Japanskur gísl tekinn af lífi Myndband sem sýnir aftöku Kenji Goto hefur verið birt á netinu. 31. janúar 2015 21:11 Hryðjuverkamenn teknir af lífi í Jórdaníu Yfirvöld í Jórdaníu tóku í nótt tvo dæmda hryðjuverkamenn af lífi eftir að ISIS liðar í Sýrlandi og Írak birtu myndir sem sýna aftöku jórdansks orrustuflugmanns sem þeir tóku í gíslingu í desember. 4. febrúar 2015 07:51 ISIS-liðar brenndu flugmanninn lifandi Í nýju myndbandi frá samtökunum sést hvernig flugmaðurinn Mu'ath Al-Kasaesbeh frá Jórdaníu var brenndur í búri. 3. febrúar 2015 17:15 Jórdanía dregur sig ekki til hlés Yfirvöld Jórdaníu segjast ætla að hefna sín frekar á ISIS fyrir hrottalegt morð samtakanna á flugmanni. 4. febrúar 2015 10:30 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Japanskur gísl tekinn af lífi Myndband sem sýnir aftöku Kenji Goto hefur verið birt á netinu. 31. janúar 2015 21:11
Hryðjuverkamenn teknir af lífi í Jórdaníu Yfirvöld í Jórdaníu tóku í nótt tvo dæmda hryðjuverkamenn af lífi eftir að ISIS liðar í Sýrlandi og Írak birtu myndir sem sýna aftöku jórdansks orrustuflugmanns sem þeir tóku í gíslingu í desember. 4. febrúar 2015 07:51
ISIS-liðar brenndu flugmanninn lifandi Í nýju myndbandi frá samtökunum sést hvernig flugmaðurinn Mu'ath Al-Kasaesbeh frá Jórdaníu var brenndur í búri. 3. febrúar 2015 17:15
Jórdanía dregur sig ekki til hlés Yfirvöld Jórdaníu segjast ætla að hefna sín frekar á ISIS fyrir hrottalegt morð samtakanna á flugmanni. 4. febrúar 2015 10:30