Erlent

Kristnir Írakar stofna eigin herlið

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd af Facebooksíðu NPU sem sýnir þjálfun kristinna manna.
Mynd af Facebooksíðu NPU sem sýnir þjálfun kristinna manna.
Þúsundir kristinna manna hafa stofnað sína eigin herdeild. Meginmarkmið þeirra er að verja þau fáu svæði í Írak þar sem kristið fólk og aðrir minnihlutahópar fá að lifa í friði. Þá vilja þeir einnig endurheimta heimili sín úr höndum Íslamska ríkisins.

Á vef Independent segir að herinn sem nefnist The Nineveh Plain Protection Units, er studdur af stjórnvöldum í Bagdad sem og Kúrdum. Kristnir Írakar hafa haldið til á Ninevah sléttunni í þúsundir ára.

Sérfræðingar sem Independent ræddu við hafa þó áhyggjur af því að ISIS muni vinna auðveldan sigur gegn þessum kristna her. Talið er að nú þegar sé búið að þjálfa fimm hundruð menn og að aðrir 500 séu í þjálfun. Þar að auki bíða þrjú þúsund manns eftir að komast í þjálfun.

Að mestu segja sérfræðingar þennan her vera til merkis um að ISIS muni ekki taka þá bæi sem eftir eru án bardaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×