„Japan mun ekki láta undan hótunum hryðjuverkamanna“ Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2015 11:30 Forsætisráðherrann ræddi við blaðamenn þar sem hann er staddur í Jerúsalem, en hann er á fjögurra daga ferðalagi um Mið-Austurlönd. Vísir/AFP Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, fordæmir gíslatöku Íslamska ríkisins og að samtökin hafi hótað að taka tvo japanska borgara af lífi. ISIS vilja 200 milljónir dala, meira en 24 milljarða króna, innan þriggja sólarhringa, annars verða þeir Kenji Goto Jogo og Haruna Yukawa teknir af lífi. Stjórnvöld Japan ákváðu nýverið að styrkja þær þjóðir sem berjast gegn uppgangi ISIS um 200 milljónir dala og þess vegna vilja samtökin fá umrædda upphæð. „Með því að borga 200 milljónir munu þið bjarga lífi tveggja borgara ykkar. Annars mun þessi hnífur verða að martröð ykkar,“ segir maðurinn sem gengur undir nafninu Jihadi John, böðuð ISIS, í myndbandi þar sem hótunin kemur fram. Myndbandið má sjá hér að neðan.Samkvæmt BBC segir Abe þessa hótun vera óásættanlega og að stjórnvöld hans muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma gíslunum til bjargar. Þá sagði hann að Japan myndi ekki láta undan hótunum hryðjuverkamanna. Forsætisráðherrann ræddi við blaðamenn þar sem hann er staddur í Jerúsalem, en hann er á fjögurra daga ferðalagi um Mið-Austurlönd. Hann sagði að Japan myndi ekki hætta við stuðning sinn við baráttuna gegn ISIS.Kenji Goto Jogo er blaðamaður sem stofnaði sitt eigið framleiðslufyrirtæki árið 1996. Hann hefur ferðast á milli átakasvæða um árabil þar sem hann tekur upp myndskeið og selur fjölmiðlum. Talið er að hann hafi verið handsamaður í orrustunni um Aleppo, en uppreisnarmenn, ISIS og ríkisstjórn Sýrlands hafa hart barist um borgina. Harun Yukawa var handsamaður í ágúst í fyrra og fjölmiðlar þar komust þá að því að hann á fyrirtæki sem heitir: Private Military Company. Á Facebooksíðu sinni hefur hann birt myndbönd af sér þar sem hann er að skjóta af byssum í Sýrlandi. Eftir að hann var handsamaður var birt myndband á Youtube, sem sýndi hann í haldi vígamanna. Á vef International Business Times segir að Yukawa hafi misst eiginkonu sína vegna krabbameins, orðið gjaldþrota og hafi misst fyrirtæki sitt. Hann var heimilislaus um skeið og er sagður eiga við geðræn vandamál að stríða. Hér má sjá grein Reuters um Yukawa, sem fjallar um líf hans og skrifuð var þegar hann var handsamaður í fyrra. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir „Ég er kominn aftur Obama“ Hinn Breski rappari Abdel-Majed Abdel Bary er nú talinn hafa myrt tvo blaðamenn í nafni Íslamska ríkisins. 4. september 2014 11:01 Reyna að bera kennsl á böðla IS Í nýju myndbandi Íslamska ríkisins eru andlit 16 böðla sýnd og þegar er mögulega búið að bera kennsl á tvo. 17. nóvember 2014 11:34 Gefa til kynna að Kassig hafi verið tekinn af lífi Myndband frá hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkið gefur til kynna að bandarískur hjálparstarfsmaður hafi verið tekinn af lífi. 16. nóvember 2014 10:40 Segja böðul Foley vera breskan rappara Sunday Times segir að sá grunaði sé Abdel-Majed Abdel Bary, 24 ára breskur rappari sem gekk undir listamannsnafninu L Jinny. 24. ágúst 2014 10:16 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, fordæmir gíslatöku Íslamska ríkisins og að samtökin hafi hótað að taka tvo japanska borgara af lífi. ISIS vilja 200 milljónir dala, meira en 24 milljarða króna, innan þriggja sólarhringa, annars verða þeir Kenji Goto Jogo og Haruna Yukawa teknir af lífi. Stjórnvöld Japan ákváðu nýverið að styrkja þær þjóðir sem berjast gegn uppgangi ISIS um 200 milljónir dala og þess vegna vilja samtökin fá umrædda upphæð. „Með því að borga 200 milljónir munu þið bjarga lífi tveggja borgara ykkar. Annars mun þessi hnífur verða að martröð ykkar,“ segir maðurinn sem gengur undir nafninu Jihadi John, böðuð ISIS, í myndbandi þar sem hótunin kemur fram. Myndbandið má sjá hér að neðan.Samkvæmt BBC segir Abe þessa hótun vera óásættanlega og að stjórnvöld hans muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma gíslunum til bjargar. Þá sagði hann að Japan myndi ekki láta undan hótunum hryðjuverkamanna. Forsætisráðherrann ræddi við blaðamenn þar sem hann er staddur í Jerúsalem, en hann er á fjögurra daga ferðalagi um Mið-Austurlönd. Hann sagði að Japan myndi ekki hætta við stuðning sinn við baráttuna gegn ISIS.Kenji Goto Jogo er blaðamaður sem stofnaði sitt eigið framleiðslufyrirtæki árið 1996. Hann hefur ferðast á milli átakasvæða um árabil þar sem hann tekur upp myndskeið og selur fjölmiðlum. Talið er að hann hafi verið handsamaður í orrustunni um Aleppo, en uppreisnarmenn, ISIS og ríkisstjórn Sýrlands hafa hart barist um borgina. Harun Yukawa var handsamaður í ágúst í fyrra og fjölmiðlar þar komust þá að því að hann á fyrirtæki sem heitir: Private Military Company. Á Facebooksíðu sinni hefur hann birt myndbönd af sér þar sem hann er að skjóta af byssum í Sýrlandi. Eftir að hann var handsamaður var birt myndband á Youtube, sem sýndi hann í haldi vígamanna. Á vef International Business Times segir að Yukawa hafi misst eiginkonu sína vegna krabbameins, orðið gjaldþrota og hafi misst fyrirtæki sitt. Hann var heimilislaus um skeið og er sagður eiga við geðræn vandamál að stríða. Hér má sjá grein Reuters um Yukawa, sem fjallar um líf hans og skrifuð var þegar hann var handsamaður í fyrra.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir „Ég er kominn aftur Obama“ Hinn Breski rappari Abdel-Majed Abdel Bary er nú talinn hafa myrt tvo blaðamenn í nafni Íslamska ríkisins. 4. september 2014 11:01 Reyna að bera kennsl á böðla IS Í nýju myndbandi Íslamska ríkisins eru andlit 16 böðla sýnd og þegar er mögulega búið að bera kennsl á tvo. 17. nóvember 2014 11:34 Gefa til kynna að Kassig hafi verið tekinn af lífi Myndband frá hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkið gefur til kynna að bandarískur hjálparstarfsmaður hafi verið tekinn af lífi. 16. nóvember 2014 10:40 Segja böðul Foley vera breskan rappara Sunday Times segir að sá grunaði sé Abdel-Majed Abdel Bary, 24 ára breskur rappari sem gekk undir listamannsnafninu L Jinny. 24. ágúst 2014 10:16 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira
„Ég er kominn aftur Obama“ Hinn Breski rappari Abdel-Majed Abdel Bary er nú talinn hafa myrt tvo blaðamenn í nafni Íslamska ríkisins. 4. september 2014 11:01
Reyna að bera kennsl á böðla IS Í nýju myndbandi Íslamska ríkisins eru andlit 16 böðla sýnd og þegar er mögulega búið að bera kennsl á tvo. 17. nóvember 2014 11:34
Gefa til kynna að Kassig hafi verið tekinn af lífi Myndband frá hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkið gefur til kynna að bandarískur hjálparstarfsmaður hafi verið tekinn af lífi. 16. nóvember 2014 10:40
Segja böðul Foley vera breskan rappara Sunday Times segir að sá grunaði sé Abdel-Majed Abdel Bary, 24 ára breskur rappari sem gekk undir listamannsnafninu L Jinny. 24. ágúst 2014 10:16