Erlent

„Ég er kominn aftur Obama“

Samúel Karl Ólason skrifar
Abdel-Majed Abdel Bary eða L Jinny er talinn hafa myrt Steven Setloff og James Foley.
Abdel-Majed Abdel Bary eða L Jinny er talinn hafa myrt Steven Setloff og James Foley.

Maðurinn sem hefur myrt og afhöfðað tvo bandaríska blaðamenn gengur eingöngu undir dulnefninu Jihadi John. Greining á myndböndum af aftökunum á blaðamönnunum James Foley og Steven Sotloff hefur leitt í ljós að sami maðurinn sér um bæði morðin.

„Ég er kominn aftur Obama,“ segir hann í mynbandinu af aftöku Steven Sotloff. „Vegna hrokafullar utanríkisstefnu þinnar varðandi Íslamska ríkið. Vegna þess að þið haldið áfram að varpa sprengjum á fólk okkar þrátt fyrir viðvaranir okkar.“

Sagði hann að Obama hafi enn og aftur valdið dauða bandarísks ríkisborgara með aðgerðum sínum.

„Eins og flugskeytum þínum er áfram beitt gegn okkar fólki mun hnífi okkar vera beitt gegn þínum borgurum.“

Dulnefnið Jihadi John er til komið vegna þess að talið er að hann sé einn af þremur breskum ríkisborgurum sem hafa barist með IS í Sýrlandi. Þeir hafa notast við dulnefni sem tengjast Bítlunum.

Á vef Independent er því haldið fram að leyniþjónusta Bretlands reyni nú að bera kennsl á manninn, sem hafi Lundúnahreim, með upptökum af rödd hans, auk annarra leiða.

Abdel-Majed Abdel Bary er talinn vera einn af þeim sem rannsóknin snýr að. Hann fór til Sýrlands á síðasta ári og byrjaði að berjast með Íslamska ríkinu. Faðir hans var flóttamaður frá Egyptalandi sem talinn var einn af foringjum Al Kaída hryðjuverkasamtakanna. Hann var framseldur til Bandaríkjanna árið 2012 grunaður um aðild að sprengjuárásum á tvö sendiráð Bandaríkjanna í Vestur-Afríku árið 1998.

Bary olli miklu fjaðrafoki í Bretlandi fyrr á þessu ári, þegar hann birti mynd af sér á Twitter reikningi sínum, þar sem hann hélt af höfði manns. Spjótin snéru að honum eftir að James Foley var myrtur, eins og sagt var frá á Vísi.

Hér að neðan má sjá tónlistarmyndband frá Bary, en lög hans hafa meðal annars verið spiluð af BBC. Abdel-Majed Abdel Bary gekk undir listamannsnafninu L Jinny


Tengdar fréttir

Íslamska ríkið mun ekki hræða Bandaríkin

Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni ekki láta Íslamska ríkið hræða sig, eftir að hryðjuverkasamtökin afhöfðuðu bandaríska blaðamanninn Steve Sotloff.

Leit hafin að „Svarta bítlinum“

Maður sem var áður haldið í gíslingu í Sýrlandi segir böðulinn vera vel menntaðan Breta sem hafi gengið undir nafninu „John“.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.