Erlent

Gefa til kynna að Kassig hafi verið tekinn af lífi

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Ekki hefur verið staðfest að Kassig sé látinn.
Ekki hefur verið staðfest að Kassig sé látinn. Vísir / AFP
Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið hefur sent frá sér myndband þar sem gefið er til kynna að búið sé að taka Bandaríkjamanninn Peter Kassig af lífi. Myndbandið er sextán mínútna langt og þar sjást aftökur nokkurra sýrlenskra hermanna.

Aftaka Kassig er ekki sýnd í myndbandinu en í því sést böðullinn úr fyrri aftökum Íslamska ríkisins standa yfir blóðugu höfði. Ekki er búið að staðfesta hvort það sé raunverulega Kassig.

Kassig er fimmti vestræni fanginn sem hryðjuverkasamtökin hafa tekið af lífi með þessum hætti, ef rétt reynist. Böðullinn, sem talar með breskum hreim, segir í myndbandinu að Kassig hafi barist með bandaríska hernum gegn múslímum í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×