Erlent

Segir Grikkland ekki stefna í greiðslufall

Atli Ísleifsson skrifar
Alexis Tsipras er nýr forsætisráðherra Grikklands.
Alexis Tsipras er nýr forsætisráðherra Grikklands. Vísir/AP
Alexis Tsipras, nýr forsætisráðherra Grikklands, segir Grikkland ekki stefna í greiðslufall.

Tsipras sagði að landið muni semja við lánadrottna um endurgreiðslur á 240 milljarða evra björgunarpakka landsins þegar hann ávarpaði nýja ríkisstjórn sína fyrr í dag.

Tsipras sagði að fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar væri að koma þeim sem væru í nauð til bjargar og að ríkisstjórn hans myndi brátt kynna „raunhæfar áætlanir“ til að takast á við efnahagsvandann. Þá hét hann því að berjast gegn spillingu.

Í frétt BBC kemur fram að Evrópusambandið hafi ítrekað kröfur sínar að landið standi við áður gefnar skuldbindingar.


Tengdar fréttir

SYRIZA boðar nýtt upphaf

Þingkosningar fóru fram í Grikklandi í dag. SYRIZA bar stórsigur úr bítum samkvæmt útgönguspám.

Tsipras sver embættiseið

Alexis Tsipras sór embættiseið sem forsætisráðherra Grikklands á skrifstofu Grikklandsforseta fyrr í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×