Erlent

Skólahald hafið í Peshawar

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/ap
Skólahald í grunnskólanum í Peshawar í Pakistan, þar sem 150 voru myrtir í desember, hófst að nýju í morgun. Ótta mátti greina í augum barnanna sem ríghéldu í foreldra sína þegar þau gengu inn í skólann árla morguns. 132 börn létust í árás talíbana á skólann hinn 16.desember síðastliðinn.

Árásin hófst á þriðjudagsmorgni með því að sex vopnaðir menn, klæddir í herbúninga, réðust inn í skólann. Einum þeirra, klæddum sprengjuvesti, tókst að komast inn í sal skólans þar sem kennsla stóð yfir. Hann sprengdi sig þar í loft upp innan um fjölda námsmanna. Aðrir árásarmannanna skutu á fólk af handahófi en sumir tóku skólastjórann, um tuttugu kennara og 34 nemendur í gíslingu.

Alls tókst fjórum árásarmannanna að sprengja sig í loft upp. Tveir þeirra, þeir sem héldu fólkinu í gíslingu, féllu í skotbardaga við pakistanska hermenn um átta klukkustundum eftir að árásin hófst. Gíslarnir sluppu allir heilir á húfi.


Tengdar fréttir

Þetta eru mennirnir sem myrtu 132 börn

Myndirnar fylgdu tilkynningu sem sagði ódæðið í Peshawar réttlætanlegt þar sem her Pakistan hafi drepið konur þeirra og börn um árabil.

Drápu hátt á annað hundrað skólabarna

Pakistanska talibanahreyfingin lýsti yfir ábyrgð sinni á fjöldamorðum í skóla í Peshawar. Árásin hefur verið fordæmd af þjóðarleiðtogum víða um heim.

Þriggja daga þjóðarsorg í Pakistan

Íbúar í pakistönsku borginni Peshawar eru byrjaðir að grafa alla þá sem létust í árás talibana á skóla í borginni fyrr í dag. Alls létust 132 börn í árásinni og níu fullorðnir.

Harmur í Pakistan

Sorg og reiði í Pakistan vegna fjöldamorðanna á þriðjudag. Talibanar segja árásina hafa verið réttlætanlega hefnd fyrir árásir pakistanska hersins undanfarin misseri.

Hafa fellt 67 vígamenn

Í kjölfar árásarinnar í Peshawar, sem 132 börn dóu í, heyrðust hávær köll á hefnd og síðan þá hefur herinn gert loftárásir og sent hermenn gegn Talíbönum við landamæri Afganistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×