Segjast ætla að hreinsa svæðið af hryðjuverkum Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2014 12:15 Skólahúsið er gríðarlega skemmt eftir fjöldamorðin í gær. Vísir/AFP Fjölmiðlar fengu í morgun aðgang að skólanum í Peswhar þar sem sjö vígamenn myrtu 148 manns í gær. Flestir hinna látnu voru börn. Skólinn skemmdist gríðarlega í átökum hersins við vígamennina. Hershöfðinginn Asim Bajwa sagði fjölmiðlum að vígamennirnir sjö hefðu allir verið í sprengivestum. Þeir komust inn á lóðina með því að klifra yfir vegg með stiga. Þá fóru þeir í samkomusal skólans og þar upp á svið. Þaðan skutu þeir á börnin, en Bajwa sagði að herinn hefði fundið um hundrað lík þar inni. Bajwa sagði í morgun að herinn myndi taka hart á Talíbönum vegna ódæðisins og að yfirvöld í Islamabad vonuðust til þess að Afganistan myndi gera slíkt hið sama á næstu dögum.Forsætisráðherra Pakistan, Nawas Sharif, segist hafa rætt við Ashraf Ghani, forseta Afganistan, um hvernig löndin tvö geta barist gegn hryðjuverkum í sameiningu. Herir beggja ríkja munu nú ráðast gegn Talíbönum við landamæri ríkjanna. Pakistan hefur, samkvæmt AP fréttaveitunni, gagnrýnt stjórnvöld í Afganistan fyrir að taka ekki nægilega hart á Talíbönum innan Afganistan, sem halda til við landamæri Pakistan. Talíbanar í Afganistan hafa hinsvegar fordæmt fjöldamorðin í skólanum í Peshwar og segja árásina vera gegn anda Íslam. Talsmaður Talíbana í Pakistan sendi frá sér tölvupóst í morgun þar sem hann sagði árásina vera réttmæta, þar sem herinn hafi um árabil myrt börn og fjölskyldur vígamanna Talíbana. Mohammad Khurasani hét frekari árásum og biðlaði til íbúa Pakistan að draga úr tengslum sínum við herinn. 29 voru handteknir í og nærri Peshawar í gær og loftárárásir voru gerðar á Talíbana víða í Pakistan.Stórir blóðpollar voru víða um skólann.Vísir/AFPÞegar árásin hófst var skólastjóri skólans á skrifstofu sinni og þegar vígamennirnir reyndu að ná henni, læsti hún sig inn á baði. Þeir köstuðu þó handsprengju inn í gegnum loftrúðu og drápu hana. Þá segir DailyMail frá því að börn hafi verið neydd til að horfa á vígamennina brenna kennara lifandi. Einn mannanna er sagður hafa sprengt sig í loft upp í skólastofu með 60 börnum. Tengdar fréttir Margir fallnir í árás á skóla í Pakistan Að minnsta kosti tuttugu námsmenn eru látnir og fjörutíu særðir í árás á skóla sem pakistanski herinn rekur í borginni Peshawar í Pakistan. 16. desember 2014 08:58 Minnst áttatíu börn látin í árás Talibana í Pakistan Vígamenn hófu skothríð á samkomu barna í skóla. 16. desember 2014 10:49 Drápu hátt á annað hundrað skólabarna Pakistanska talibanahreyfingin lýsti yfir ábyrgð sinni á fjöldamorðum í skóla í Peshawar. Árásin hefur verið fordæmd af þjóðarleiðtogum víða um heim. 17. desember 2014 07:15 Þriggja daga þjóðarsorg í Pakistan Íbúar í pakistönsku borginni Peshawar eru byrjaðir að grafa alla þá sem létust í árás talibana á skóla í borginni fyrr í dag. Alls létust 132 börn í árásinni og níu fullorðnir. 16. desember 2014 22:18 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Fjölmiðlar fengu í morgun aðgang að skólanum í Peswhar þar sem sjö vígamenn myrtu 148 manns í gær. Flestir hinna látnu voru börn. Skólinn skemmdist gríðarlega í átökum hersins við vígamennina. Hershöfðinginn Asim Bajwa sagði fjölmiðlum að vígamennirnir sjö hefðu allir verið í sprengivestum. Þeir komust inn á lóðina með því að klifra yfir vegg með stiga. Þá fóru þeir í samkomusal skólans og þar upp á svið. Þaðan skutu þeir á börnin, en Bajwa sagði að herinn hefði fundið um hundrað lík þar inni. Bajwa sagði í morgun að herinn myndi taka hart á Talíbönum vegna ódæðisins og að yfirvöld í Islamabad vonuðust til þess að Afganistan myndi gera slíkt hið sama á næstu dögum.Forsætisráðherra Pakistan, Nawas Sharif, segist hafa rætt við Ashraf Ghani, forseta Afganistan, um hvernig löndin tvö geta barist gegn hryðjuverkum í sameiningu. Herir beggja ríkja munu nú ráðast gegn Talíbönum við landamæri ríkjanna. Pakistan hefur, samkvæmt AP fréttaveitunni, gagnrýnt stjórnvöld í Afganistan fyrir að taka ekki nægilega hart á Talíbönum innan Afganistan, sem halda til við landamæri Pakistan. Talíbanar í Afganistan hafa hinsvegar fordæmt fjöldamorðin í skólanum í Peshwar og segja árásina vera gegn anda Íslam. Talsmaður Talíbana í Pakistan sendi frá sér tölvupóst í morgun þar sem hann sagði árásina vera réttmæta, þar sem herinn hafi um árabil myrt börn og fjölskyldur vígamanna Talíbana. Mohammad Khurasani hét frekari árásum og biðlaði til íbúa Pakistan að draga úr tengslum sínum við herinn. 29 voru handteknir í og nærri Peshawar í gær og loftárárásir voru gerðar á Talíbana víða í Pakistan.Stórir blóðpollar voru víða um skólann.Vísir/AFPÞegar árásin hófst var skólastjóri skólans á skrifstofu sinni og þegar vígamennirnir reyndu að ná henni, læsti hún sig inn á baði. Þeir köstuðu þó handsprengju inn í gegnum loftrúðu og drápu hana. Þá segir DailyMail frá því að börn hafi verið neydd til að horfa á vígamennina brenna kennara lifandi. Einn mannanna er sagður hafa sprengt sig í loft upp í skólastofu með 60 börnum.
Tengdar fréttir Margir fallnir í árás á skóla í Pakistan Að minnsta kosti tuttugu námsmenn eru látnir og fjörutíu særðir í árás á skóla sem pakistanski herinn rekur í borginni Peshawar í Pakistan. 16. desember 2014 08:58 Minnst áttatíu börn látin í árás Talibana í Pakistan Vígamenn hófu skothríð á samkomu barna í skóla. 16. desember 2014 10:49 Drápu hátt á annað hundrað skólabarna Pakistanska talibanahreyfingin lýsti yfir ábyrgð sinni á fjöldamorðum í skóla í Peshawar. Árásin hefur verið fordæmd af þjóðarleiðtogum víða um heim. 17. desember 2014 07:15 Þriggja daga þjóðarsorg í Pakistan Íbúar í pakistönsku borginni Peshawar eru byrjaðir að grafa alla þá sem létust í árás talibana á skóla í borginni fyrr í dag. Alls létust 132 börn í árásinni og níu fullorðnir. 16. desember 2014 22:18 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Margir fallnir í árás á skóla í Pakistan Að minnsta kosti tuttugu námsmenn eru látnir og fjörutíu særðir í árás á skóla sem pakistanski herinn rekur í borginni Peshawar í Pakistan. 16. desember 2014 08:58
Minnst áttatíu börn látin í árás Talibana í Pakistan Vígamenn hófu skothríð á samkomu barna í skóla. 16. desember 2014 10:49
Drápu hátt á annað hundrað skólabarna Pakistanska talibanahreyfingin lýsti yfir ábyrgð sinni á fjöldamorðum í skóla í Peshawar. Árásin hefur verið fordæmd af þjóðarleiðtogum víða um heim. 17. desember 2014 07:15
Þriggja daga þjóðarsorg í Pakistan Íbúar í pakistönsku borginni Peshawar eru byrjaðir að grafa alla þá sem létust í árás talibana á skóla í borginni fyrr í dag. Alls létust 132 börn í árásinni og níu fullorðnir. 16. desember 2014 22:18