Erlent

Margir fallnir í árás á skóla í Pakistan

VISIR/AFP
Að minnsta kosti tuttugu námsmenn eru látnir og fjörutíu særðir í árás á skóla sem pakistanski herinn rekur í borginni Peshawar í Pakistan.

Samkvæmt breska ríkisútvarpinu er talið að hópur talíbana hafi ráðist á skólann. Skothvellir hafa heyrst frá byggingunni og herinn hefur umkringt svæðið en það er ekki ljóst á þessari stundu hvort herinn hafi ráðist til atlögu við hryðjuverkamennina.

Þó er talið að tekist hafi að frelsa flesta af þeim fimmhundruð nemendum sem eru við skólann en enn er óljóst hve mörgum er haldið í gíslingu. Síðustu daga hefur pakistanski herinn verið í mikilli sókn gegn talíbönum í héraðinu Norður Waziristan, sem er í nágrenni Peshawar, og er árásin talin viðbragð við því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×