Harmur í Pakistan Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. desember 2014 08:00 Talibanahreyfingin í Pakistan hefur birt myndir af mönnunum sem myrtu 132 börn á þriðjudaginn. vísir/ap Bænastundir voru haldnar víða í skólum og öðrum stöðum í Pakistan í gær til að minnast nærri 150 manns, sem myrtir voru í skóla í Peshawar á þriðjudag. Flestir hinna látnu, alls 132, voru á barnsaldri. Mohammed Khurasani, talsmaður pakistönsku talibanahreyfingarinnar, sagði árásina réttlætanlega vegna þess að pakistanski herinn hefði um langa hríð drepið fjöldann allan af börnum og öðrum ættingjum liðsmanna hreyfingarinnar. Talibanahreyfingin í Afganistan fordæmir hins vegar árásina og segist hafa sent ættingjum hinna látnu samúðarkveðjur sínar. Haft er eftir Zabihullah Mujahid, talsmanni afganskra talibana, að árásin hafi verið „óíslömsk“. Árásin hófst á þriðjudagsmorgun með því að sex vopnaðir menn, klæddir í herbúninga, réðust inn í skólann. Einum þeirra, klæddum sprengjuvesti, tókst að komast inn í sal skólans þar sem kennsla stóð yfir. Hann sprengdi sig þar í loft upp innan um fjölda námsmanna. Aðrir árásarmannanna skutu á fólk af handahófi en sumir tóku skólastjórann, um tuttugu kennara og 34 nemendur í gíslingu. Alls tókst fjórum árásarmannanna að sprengja sig í loft upp. Tveir þeirra, þeir sem héldu fólkinu í gíslingu, féllu í skotbardaga við pakistanska hermenn um átta klukkustundum eftir að árásin hófst. Gíslarnir sluppu allir heilir á húfi. Pakistanska talibanahreyfingin á rætur að rekja til andófsbaráttunnar gegn hernámi Sovétríkjanna í Afganistan. Fjöldi ungra manna hélt til nágrannalandsins Afganistans til þess að taka þátt í baráttunni og fékk til þess stuðning meðal annars frá pakistönskum og bandarískum stjórnvöldum. Margir þeirra gengu síðan til liðs við afgönsku talibanahreyfinguna, en aðrir héldu heim aftur. Eftir innrás Bandaríkjanna og NATO í Afganistan árið 2001 gripu þessir menn aftur til vopna, að þessu sinni til varnar afgönsku talibanahreyfingunni. Vegna stuðnings Pakistans við Bandaríkin og fjölþjóðalið NATO í Afganistan tóku þeir einnig að beina vopnum sínum gegn pakistanska ríkinu og pakistanska hernum. Árið 2007 sameinuðust pakistanskar talibanahreyfingar í eina heildarhreyfingu undir heitinu Tahreek-e-Taliban Pakistan. Leiðtogi þeirra nú nefnist Maulana Fazlullah. Talibanar, bæði afganskir og pakistanskir, koma einkum úr röðum pastúna, ættflokks sem býr beggja vegna landamæranna. Norðausturhluti Pakistans, meðfram landamærum Afganistans, er að mestu byggður pastúnum og þar er staða talibana sterkust. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Sjá meira
Bænastundir voru haldnar víða í skólum og öðrum stöðum í Pakistan í gær til að minnast nærri 150 manns, sem myrtir voru í skóla í Peshawar á þriðjudag. Flestir hinna látnu, alls 132, voru á barnsaldri. Mohammed Khurasani, talsmaður pakistönsku talibanahreyfingarinnar, sagði árásina réttlætanlega vegna þess að pakistanski herinn hefði um langa hríð drepið fjöldann allan af börnum og öðrum ættingjum liðsmanna hreyfingarinnar. Talibanahreyfingin í Afganistan fordæmir hins vegar árásina og segist hafa sent ættingjum hinna látnu samúðarkveðjur sínar. Haft er eftir Zabihullah Mujahid, talsmanni afganskra talibana, að árásin hafi verið „óíslömsk“. Árásin hófst á þriðjudagsmorgun með því að sex vopnaðir menn, klæddir í herbúninga, réðust inn í skólann. Einum þeirra, klæddum sprengjuvesti, tókst að komast inn í sal skólans þar sem kennsla stóð yfir. Hann sprengdi sig þar í loft upp innan um fjölda námsmanna. Aðrir árásarmannanna skutu á fólk af handahófi en sumir tóku skólastjórann, um tuttugu kennara og 34 nemendur í gíslingu. Alls tókst fjórum árásarmannanna að sprengja sig í loft upp. Tveir þeirra, þeir sem héldu fólkinu í gíslingu, féllu í skotbardaga við pakistanska hermenn um átta klukkustundum eftir að árásin hófst. Gíslarnir sluppu allir heilir á húfi. Pakistanska talibanahreyfingin á rætur að rekja til andófsbaráttunnar gegn hernámi Sovétríkjanna í Afganistan. Fjöldi ungra manna hélt til nágrannalandsins Afganistans til þess að taka þátt í baráttunni og fékk til þess stuðning meðal annars frá pakistönskum og bandarískum stjórnvöldum. Margir þeirra gengu síðan til liðs við afgönsku talibanahreyfinguna, en aðrir héldu heim aftur. Eftir innrás Bandaríkjanna og NATO í Afganistan árið 2001 gripu þessir menn aftur til vopna, að þessu sinni til varnar afgönsku talibanahreyfingunni. Vegna stuðnings Pakistans við Bandaríkin og fjölþjóðalið NATO í Afganistan tóku þeir einnig að beina vopnum sínum gegn pakistanska ríkinu og pakistanska hernum. Árið 2007 sameinuðust pakistanskar talibanahreyfingar í eina heildarhreyfingu undir heitinu Tahreek-e-Taliban Pakistan. Leiðtogi þeirra nú nefnist Maulana Fazlullah. Talibanar, bæði afganskir og pakistanskir, koma einkum úr röðum pastúna, ættflokks sem býr beggja vegna landamæranna. Norðausturhluti Pakistans, meðfram landamærum Afganistans, er að mestu byggður pastúnum og þar er staða talibana sterkust.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Sjá meira