Harmur í Pakistan Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. desember 2014 08:00 Talibanahreyfingin í Pakistan hefur birt myndir af mönnunum sem myrtu 132 börn á þriðjudaginn. vísir/ap Bænastundir voru haldnar víða í skólum og öðrum stöðum í Pakistan í gær til að minnast nærri 150 manns, sem myrtir voru í skóla í Peshawar á þriðjudag. Flestir hinna látnu, alls 132, voru á barnsaldri. Mohammed Khurasani, talsmaður pakistönsku talibanahreyfingarinnar, sagði árásina réttlætanlega vegna þess að pakistanski herinn hefði um langa hríð drepið fjöldann allan af börnum og öðrum ættingjum liðsmanna hreyfingarinnar. Talibanahreyfingin í Afganistan fordæmir hins vegar árásina og segist hafa sent ættingjum hinna látnu samúðarkveðjur sínar. Haft er eftir Zabihullah Mujahid, talsmanni afganskra talibana, að árásin hafi verið „óíslömsk“. Árásin hófst á þriðjudagsmorgun með því að sex vopnaðir menn, klæddir í herbúninga, réðust inn í skólann. Einum þeirra, klæddum sprengjuvesti, tókst að komast inn í sal skólans þar sem kennsla stóð yfir. Hann sprengdi sig þar í loft upp innan um fjölda námsmanna. Aðrir árásarmannanna skutu á fólk af handahófi en sumir tóku skólastjórann, um tuttugu kennara og 34 nemendur í gíslingu. Alls tókst fjórum árásarmannanna að sprengja sig í loft upp. Tveir þeirra, þeir sem héldu fólkinu í gíslingu, féllu í skotbardaga við pakistanska hermenn um átta klukkustundum eftir að árásin hófst. Gíslarnir sluppu allir heilir á húfi. Pakistanska talibanahreyfingin á rætur að rekja til andófsbaráttunnar gegn hernámi Sovétríkjanna í Afganistan. Fjöldi ungra manna hélt til nágrannalandsins Afganistans til þess að taka þátt í baráttunni og fékk til þess stuðning meðal annars frá pakistönskum og bandarískum stjórnvöldum. Margir þeirra gengu síðan til liðs við afgönsku talibanahreyfinguna, en aðrir héldu heim aftur. Eftir innrás Bandaríkjanna og NATO í Afganistan árið 2001 gripu þessir menn aftur til vopna, að þessu sinni til varnar afgönsku talibanahreyfingunni. Vegna stuðnings Pakistans við Bandaríkin og fjölþjóðalið NATO í Afganistan tóku þeir einnig að beina vopnum sínum gegn pakistanska ríkinu og pakistanska hernum. Árið 2007 sameinuðust pakistanskar talibanahreyfingar í eina heildarhreyfingu undir heitinu Tahreek-e-Taliban Pakistan. Leiðtogi þeirra nú nefnist Maulana Fazlullah. Talibanar, bæði afganskir og pakistanskir, koma einkum úr röðum pastúna, ættflokks sem býr beggja vegna landamæranna. Norðausturhluti Pakistans, meðfram landamærum Afganistans, er að mestu byggður pastúnum og þar er staða talibana sterkust. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sjá meira
Bænastundir voru haldnar víða í skólum og öðrum stöðum í Pakistan í gær til að minnast nærri 150 manns, sem myrtir voru í skóla í Peshawar á þriðjudag. Flestir hinna látnu, alls 132, voru á barnsaldri. Mohammed Khurasani, talsmaður pakistönsku talibanahreyfingarinnar, sagði árásina réttlætanlega vegna þess að pakistanski herinn hefði um langa hríð drepið fjöldann allan af börnum og öðrum ættingjum liðsmanna hreyfingarinnar. Talibanahreyfingin í Afganistan fordæmir hins vegar árásina og segist hafa sent ættingjum hinna látnu samúðarkveðjur sínar. Haft er eftir Zabihullah Mujahid, talsmanni afganskra talibana, að árásin hafi verið „óíslömsk“. Árásin hófst á þriðjudagsmorgun með því að sex vopnaðir menn, klæddir í herbúninga, réðust inn í skólann. Einum þeirra, klæddum sprengjuvesti, tókst að komast inn í sal skólans þar sem kennsla stóð yfir. Hann sprengdi sig þar í loft upp innan um fjölda námsmanna. Aðrir árásarmannanna skutu á fólk af handahófi en sumir tóku skólastjórann, um tuttugu kennara og 34 nemendur í gíslingu. Alls tókst fjórum árásarmannanna að sprengja sig í loft upp. Tveir þeirra, þeir sem héldu fólkinu í gíslingu, féllu í skotbardaga við pakistanska hermenn um átta klukkustundum eftir að árásin hófst. Gíslarnir sluppu allir heilir á húfi. Pakistanska talibanahreyfingin á rætur að rekja til andófsbaráttunnar gegn hernámi Sovétríkjanna í Afganistan. Fjöldi ungra manna hélt til nágrannalandsins Afganistans til þess að taka þátt í baráttunni og fékk til þess stuðning meðal annars frá pakistönskum og bandarískum stjórnvöldum. Margir þeirra gengu síðan til liðs við afgönsku talibanahreyfinguna, en aðrir héldu heim aftur. Eftir innrás Bandaríkjanna og NATO í Afganistan árið 2001 gripu þessir menn aftur til vopna, að þessu sinni til varnar afgönsku talibanahreyfingunni. Vegna stuðnings Pakistans við Bandaríkin og fjölþjóðalið NATO í Afganistan tóku þeir einnig að beina vopnum sínum gegn pakistanska ríkinu og pakistanska hernum. Árið 2007 sameinuðust pakistanskar talibanahreyfingar í eina heildarhreyfingu undir heitinu Tahreek-e-Taliban Pakistan. Leiðtogi þeirra nú nefnist Maulana Fazlullah. Talibanar, bæði afganskir og pakistanskir, koma einkum úr röðum pastúna, ættflokks sem býr beggja vegna landamæranna. Norðausturhluti Pakistans, meðfram landamærum Afganistans, er að mestu byggður pastúnum og þar er staða talibana sterkust.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sjá meira