Drápu hátt á annað hundrað skólabarna Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. desember 2014 07:15 Foreldrar fylgja börnum sínum úr skólanum í Peshawar. vísir/ap Hópur vopnaðra manna réðst inn í skóla í borginni Peshawar í Pakistan í gærmorgun, tók að skjóta á börn og kennara og drap fjölda fólks. Sjö mannanna voru með sprengjur festar við föt sín og sprengdu sig í loft upp. Alls fórust þarna nærri 150 manns, þar af meira en 130 börn. Hátt í 120 manns særðust í árásinni og þurftu á læknisaðstoð á sjúkrahúsi að halda. Hermenn komu fljótlega á staðinn og hófst þá skotbardagi milli árásarmanna og hermanna. Ekki var að sjá að árásarmennirnir hafi ætlað að taka gísla, heldur hafi ætlunin einungis verið sú að valda sem mestu manntjóni. „Eini tilgangur þeirra virðist hafa verið sá að drepa þessi saklausu börn. Það gerðu þeir,“ sagði Asim Bajwa, yfirmaður í pakistanska hernum. „Þeir eru ekki bara óvinir Pakistans, heldur alls mannkyns.“ Pakistanska talibanahreyfingin Tahreek-e-Taliban lýsti yfir ábyrgð á árásinni. Hreyfingin vill setja bönd öfgatrúar á íbúa landsins og er meðal annars sérlega uppsigað við skólagöngu stúlkna.Frændur Mohammad Baqair hughreysta hann en móðir hans, sem var kennari við skólann, lést í árásinni.vísir/apNawaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, fordæmdi árásina. Hið sama gerði Barack Obama Bandaríkjaforseti og fjöldi annarra þjóðhöfðingja. „Ég er harmi lostin vegna þessa tilgangslausa og miskunnarlausa hryðjuverks í Peshawar,“ sagði pakistanska stúlkan Malala Yousafzai, sem fyrir fáeinum dögum tók á móti friðarverðlaunum Nóbels í Noregi. Hún varð sjálf fyrir árás talibana í október árið 2012, eftir að hafa vakið athygli fyrir baráttu sína fyrir réttindum kvenna til skólagöngu. „Enginn málstaður getur réttlætt hrottaskap af þessu tagi,“ sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Herinn í Pakistan brást strax í gær við með harðvítugum loftárásum á talibana í ættbálkahéruðunum í norðvesturhluta landsins, nálægt landamærum Afganistans. Tahreek-e-Taliban er í samstarfi við afgönsku talibanahreyfinguna en beinir spjótum sínum sérstaklega að stjórnvöldum í Pakistan. Hreyfingin stóð í sumar fyrir árás á alþjóðaflugvöllinn í Karachi. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sjá meira
Hópur vopnaðra manna réðst inn í skóla í borginni Peshawar í Pakistan í gærmorgun, tók að skjóta á börn og kennara og drap fjölda fólks. Sjö mannanna voru með sprengjur festar við föt sín og sprengdu sig í loft upp. Alls fórust þarna nærri 150 manns, þar af meira en 130 börn. Hátt í 120 manns særðust í árásinni og þurftu á læknisaðstoð á sjúkrahúsi að halda. Hermenn komu fljótlega á staðinn og hófst þá skotbardagi milli árásarmanna og hermanna. Ekki var að sjá að árásarmennirnir hafi ætlað að taka gísla, heldur hafi ætlunin einungis verið sú að valda sem mestu manntjóni. „Eini tilgangur þeirra virðist hafa verið sá að drepa þessi saklausu börn. Það gerðu þeir,“ sagði Asim Bajwa, yfirmaður í pakistanska hernum. „Þeir eru ekki bara óvinir Pakistans, heldur alls mannkyns.“ Pakistanska talibanahreyfingin Tahreek-e-Taliban lýsti yfir ábyrgð á árásinni. Hreyfingin vill setja bönd öfgatrúar á íbúa landsins og er meðal annars sérlega uppsigað við skólagöngu stúlkna.Frændur Mohammad Baqair hughreysta hann en móðir hans, sem var kennari við skólann, lést í árásinni.vísir/apNawaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, fordæmdi árásina. Hið sama gerði Barack Obama Bandaríkjaforseti og fjöldi annarra þjóðhöfðingja. „Ég er harmi lostin vegna þessa tilgangslausa og miskunnarlausa hryðjuverks í Peshawar,“ sagði pakistanska stúlkan Malala Yousafzai, sem fyrir fáeinum dögum tók á móti friðarverðlaunum Nóbels í Noregi. Hún varð sjálf fyrir árás talibana í október árið 2012, eftir að hafa vakið athygli fyrir baráttu sína fyrir réttindum kvenna til skólagöngu. „Enginn málstaður getur réttlætt hrottaskap af þessu tagi,“ sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Herinn í Pakistan brást strax í gær við með harðvítugum loftárásum á talibana í ættbálkahéruðunum í norðvesturhluta landsins, nálægt landamærum Afganistans. Tahreek-e-Taliban er í samstarfi við afgönsku talibanahreyfinguna en beinir spjótum sínum sérstaklega að stjórnvöldum í Pakistan. Hreyfingin stóð í sumar fyrir árás á alþjóðaflugvöllinn í Karachi.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sjá meira