Íslenski boltinn

Elín Metta með tvö mörk þegar 23 ára stelpurnar unnu A-landslið Póllands

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elín Metta Jensen.
Elín Metta Jensen. Vísir/Daníel
Íslenska 23 árs landsliðið vann 3-1 sigur á A-landsliði Póllands í vináttulandsleik í Kórnum í kvöld en fjórir eldri leikmenn spiluðu með íslenska liðinu í leiknum.

Valskonan Elín Metta Jensen skoraði tvö mörk fyrir íslenska liðið í fyrri hálfleiknum og varamaðurinn Katrín Ásbjörnsdóttir bætti við þriðja markinu í seinni hálfleiknum.

Þetta er annar leikur 23 ára landsliðsins frá upphafi en 23 ára liðið gerði 2-2 jafntefli við Skotland sumarið 2012. Elín Metta skoraði líka í þeim leik.

Elín Metta Jensen skoraði mörkin sín á 18. mínútu og 27. mínútu, fyrra markið eftir undirbúning Guðmundu Brynju Óladóttur en það síðara eftir misheppnaða sendingu varnarmanns pólska liðsins aftur til markvarðar síns.

Katrín Ásbjörnsdóttir kom inná sem varamaður á 62. mínútu og skoraði níu mínútum síðar eftir langa sendingu fram frá Önnu Maríu Baldursdóttur. Katrín lék á varnarmann og negldi boltanum óverjandi í pólska markið.

Pólska liðið náði að minnka muninn sjö mínútum fyrir leikslok en Anna Zapala skoraði þá með frábæru skoti utan vítateigs.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×