Innlent

Boko Haram ekki aðeins svæðisbundin ógn

Hrund Þórsdóttir skrifar
Gervihnattarmyndir sýna mikla eyðileggingu í bæjum sem hryðjuverkasamtökin Boko Haram réðust á í Nígeríu fyrr í mánuðinum. Óttast er að allt að tvö þúsund hafi fallið.

Liðsmenn Boko Haram hófu árásir í Nígeríu árið tvö þúsund og níu. Markmið þeirra er að koma á íslömsku ríki og hafa þeir náð valdi á fjölda borga og bæja í norðausturhluta landsins.

Gervihnattamyndir frá bæjunum Baga og Doron Baga sýna að um 3.700 hús og byggingar hafi verið skemmdar eða eyðilagðar, þar á meðal skólar, heimili og heilsugæslustöðvar. Margir flúðu en samkvæmt mannréttindasamtökunum Amnesty International má ætla að mannfall hafi verið mikið og telja sumir allt að tvö þúsund hafa fallið.

Nígerísk stjórnvöld segjast þurfa hjálp frá alþjóðasamfélaginu í baráttunni við Boko Haram og sagði Mike Omeri, talsmaður þeirra, í sjónvarpsviðtali sem sjá má í meðfylgjandi myndskeiði, að Nígeríumenn óskuðu sér friðar og stöðugleika.

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tjáði sig um samtökin á blaðamannafundi í Búlgaríu í dag og sagði þau ekki aðeins svæðisbundna ógn. „Það er engin spurning að Boko Haram eru með illvígustu og mest ógnvekjandi hryðjuverkasamtökum veraldar í dag,“ sagði hann.


Tengdar fréttir

Óttast að yfir 2.000 hafi fallið í vikunni

Landsvæði á stærð við Belgíu í norðaustur Nígeríu er nú undir yfirráðum Boko Haram. Nýjar árásaraðferðir hafa vakið mikinn óhug víða um veröldina.

Boko Haram að samningaborðinu

Meðlimir nígerísku hryðjuverkasamtakana segja að stelpunum 200 sem Boko Haram rændu í apríl hafi ekki verið nauðgað eða þær seldar sem kynlífsþrælar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×