Erlent

Charlie Hebdo blöð seljast á tæpar ellefu milljónir á Ebay

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hér má sjá nýjasta tölublað Charlie Hebdo.
Hér má sjá nýjasta tölublað Charlie Hebdo. vísir/skjáskot/getty
Charlie Hebdo blöð fóru í sölu á Ebay aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Kouachi-bræðurnir tóku tólf manns af lífi inni á ritstjórnarfundi í höfuðstöðvum blaðsins.

Nýjustu eintökin af satírutímaritinu seljast nú á yfir 70.000 evrur eða tæplega ellefu milljónir íslenskar krónur á Ebay.

Þau sextíu þúsund eintök af nýjasta tölublaðinu sem fóru í prentun seldust strax upp eftir hamfarirnar.

Tvær forsíður blaðsins hafa verið mikið í umræðunni í tengslum við málið og komu þær báðar út árið 2011.

Forsíður tölublaðanna sem komu út árið 2011.Myndir/skjáskot
Mikil lögregluaðgerð stendur nú yfir í Dammartin-en-Goële, 35 kílómetra norðaustur af París.

Kouachi-bræðurnir, sem grunaðir eru um árásina á skrifstofur Charlie Hebdo, eru með minnst einn gísl í haldi í prentsmiðju í bænum. 

Tólf manns létust og sjö særðir eftir að hettuklæddir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur satírutímaritsins Charlie Hebdo í 11. hverfi Parísarborgar.


Tengdar fréttir

Árásarmennirnir á flótta

Mikil leit var gerð á svæði norðaustur af París að tveimur bræðrum sem grunaðir eru um árásina á ritstjórn Charlie Hebdo í París. Eftirlifandi starfsfólk blaðsins stefnir á að gefa út nýtt hefti strax í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×