Erlent

Hafa borið kennsl á árásarmennina í París

Samúel Karl Ólason skrifar
Fjöldi lögreglumanna hefur leitað árásarmannanna í dag.
Fjöldi lögreglumanna hefur leitað árásarmannanna í dag. Vísir/AFP
Lögreglan í Frakklandi hefur borið kennsl á árásarmennina sem réðust á skrifstofur Charlie Hebdo í dag og myrtu 12 manns. Óstaðfestar fréttir segja að mennirnir hafi verið handteknir.

Tveir árásarmannanna eru bræður frá París og sá þriðji er frá Reims. Allir eru þeir sagði vera franskir ríkisborgarar. Samkvæmt Reuters eru bræðurnir 32 og 34 ára gamlir og sá þriðji er átján ára.

Mennirnir myrtu lögreglumann fyrir utan skrifstofur Charlie Hedbo.Skjáskot
Fjölmiðlar í Frakklandi segja að mennirnir hafi verið handteknir en það hefur ekki fengið staðfest. Þá eru þeir sagðir heita Said Kouachi, Cherif Kouachi og Hamyd Mourad. Á vef Guardian segir að talsmaður lögreglunar hafi sagt að mennirnir hefðu verið handteknir en að Innanríkisráðuneytið hafi neitað því.

Cherif Kouachi var dæmdur árið 2008, fyrir að hjálpa við að smygla vígamönnum til Írak. Hann sat í fangelsi í 18 mánuði.

AP fréttaveitan segir að embættismaður sem rætt var við hafi segi mennina tengda hryðjuverkasamtökum frjá Jemen. Vitni sagði fyrr í dag að einn árásarmannanna hafi kallað til vitna: „Þið getið sagt fjölmiðlum að við séum al-Qaida í Jemen.“

Uppfært 23:30

AFP fréttaveitan hefur eftir talsmanni lögreglu að lögregluaðgerð sé nú í gangi í borginni Reims. Hamyd Mourad, sem er 18 ára gamall, er frá Reims. Meðlimur sérsveitar lögreglu sagði blaðamönnum að vera á varðbergi. Annað hvort myndu árásarmennirnir sleppa eða það yrði „lokauppgjör“.

Hér að neðan má sjá myndband frá aðgerðum lögreglu í Reims.


Tengdar fréttir

Árásarmennirnir sagðir vel þjálfaðir

Sérfræðingar segja mennina þrjá sem réðust á skrifstofur háðtímaritsins Charlie Hebdo vera vel þjálfaða og að árásin hafi verið vel skipulögð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×