Gríðarlegur fjöldi erlendra vígamanna berst með hryðjuverkahópum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. apríl 2015 22:20 Frá miðju síðasta ári og þar til í mars á þessu ári hafi fjöldi erlendra vígamanna í heiminum aukist um 71%. Langflestir ferðast til Sýrlands og Íraks. Vísir/AFP Meira en 25.000 útlendingar frá yfir 100 löndum hafa ferðast til annarra landa til þess að berjast með hryðjuverkahópum á borð við al-Qaeda og Íslamska ríkið. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Í skýrslunni segir að frá miðju síðasta ári og þar til í mars á þessu ári hafi fjöldi erlendra vígamanna í heiminum aukist um 71%. Langflestir ferðast til Sýrlands og Íraks. Talið er að allt að 22.000 útlendingar séu í Sýrlandi og Írak gagngert til þess að berjast, 6.500 eru sagðir vera í Írak og nokkur hundruð í Jemen, Líbýu, Pakistan og Sómalíu.Ætlaði að fljúga í gegnum Ísland á leið sinni til SýrlandsÍ skýrslunni er fjallað um nokkra af þessum vígamönnum, meðal annars Michael Wolfe sem er 23 ára gamall Texasbúi. Hann ætlaði að fljúga til Íslands og þaðan til Tyrklands. Frá Tyrklandi ætlaði hann svo til Sýrlands til þess að taka þátt í stríðinu með Íslamska ríkinu. Wolfe leitaði ráða varðandi ferðalög sín hjá leynilögreglumanni FBI, án þess auðvitað að vita að viðkomandi starfaði þar. Hann var því handtekinn áður en hann fór frá Bandaríkjunum til Íslands.Samfélagsmiðlar mikilvægir fyrir hryðjuverkahópaMikill fjöldi þeirra sem fara til Sýrlands og Íraks koma frá Túnis, Marokkó, Frakklandi og Rússlandi. Þá hefur einnig aukist að menn komi frá Maldíveyjum, Finnland og Trínidad og Tóbagó. Þá er augljóst af skýrslu Sameinuðu þjóðanna hversu stóru hlutverki samfélagsmiðlar gegna í því að tengja hryðjuverkahópana við fólk alls staðar úr heiminum. Kalla skýrsluhöfundar eftir meiri samvinnu á milli þjóða við það að reyna að komast að því hverjir það eru sem fara til þess að berjast með hryðjuverkahópum. Trínidad og Tóbagó Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Meira en 25.000 útlendingar frá yfir 100 löndum hafa ferðast til annarra landa til þess að berjast með hryðjuverkahópum á borð við al-Qaeda og Íslamska ríkið. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Í skýrslunni segir að frá miðju síðasta ári og þar til í mars á þessu ári hafi fjöldi erlendra vígamanna í heiminum aukist um 71%. Langflestir ferðast til Sýrlands og Íraks. Talið er að allt að 22.000 útlendingar séu í Sýrlandi og Írak gagngert til þess að berjast, 6.500 eru sagðir vera í Írak og nokkur hundruð í Jemen, Líbýu, Pakistan og Sómalíu.Ætlaði að fljúga í gegnum Ísland á leið sinni til SýrlandsÍ skýrslunni er fjallað um nokkra af þessum vígamönnum, meðal annars Michael Wolfe sem er 23 ára gamall Texasbúi. Hann ætlaði að fljúga til Íslands og þaðan til Tyrklands. Frá Tyrklandi ætlaði hann svo til Sýrlands til þess að taka þátt í stríðinu með Íslamska ríkinu. Wolfe leitaði ráða varðandi ferðalög sín hjá leynilögreglumanni FBI, án þess auðvitað að vita að viðkomandi starfaði þar. Hann var því handtekinn áður en hann fór frá Bandaríkjunum til Íslands.Samfélagsmiðlar mikilvægir fyrir hryðjuverkahópaMikill fjöldi þeirra sem fara til Sýrlands og Íraks koma frá Túnis, Marokkó, Frakklandi og Rússlandi. Þá hefur einnig aukist að menn komi frá Maldíveyjum, Finnland og Trínidad og Tóbagó. Þá er augljóst af skýrslu Sameinuðu þjóðanna hversu stóru hlutverki samfélagsmiðlar gegna í því að tengja hryðjuverkahópana við fólk alls staðar úr heiminum. Kalla skýrsluhöfundar eftir meiri samvinnu á milli þjóða við það að reyna að komast að því hverjir það eru sem fara til þess að berjast með hryðjuverkahópum.
Trínidad og Tóbagó Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira