Hinn nýi forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur greint Bandaríkjaforseta frá því að kanadískar herþotur muni hætta þátttöku í loftárásum á íslamska ríkið í Írak og í Sýrlandi.
Trudeau hringdi í Obama forseta aðeins nokkrum tímum eftir að hann náði kjöri í gær og sagði honum frá ákvörðuninni en hann hafði lofað þessu í kosningabaráttunni en Kanadamenn hafa beitt herþotum sínum á svæðinu um nokkurra mánaða skeið og ætluðu að gera það áfram fram í mars á næsta ári hið minnsta.
Trudau hættir loftárásum á ISIS

Tengdar fréttir

Kosningaloforð Trudeaus sem leiddu til sigurs í Kanada
Lofar hærri sköttum á hátekjufólk en skattalækkunum á millitekjufólk. Hyggst lögleiða maríjúana en ætlar ekki að banna konum að klæðast niqab.