58 ára gömul amma ætlar að horfa í augun á böðlunum þegar hún verður skotin Birgir Olgeirsson skrifar 2. maí 2015 22:49 Lindsay Sandiford í dómsal í Indónesíu. Vísir/EPA 58 ára gömul bresk amma verður tekin af lífi á næstunni í Indónesíu eftir að verið dæmd til dauða fyrir að smygla kókaíni til Balí árið 2012. Konan heitir Lindsay Sandiford sem segist vera síðasti fanginn á dauðdeild í Kerobokan-fangelsinu í Balí eftir að átta fangar, þar á meðal góður vinur hennar Andrew Chan, voru teknir af lífi síðastliðinn miðvikudag. Yfirvöld í Indónesíu segja Sandiford mæta aftökusveit í leynd og verður ekki greint frá því opinberlega hvenær aftakan mun eiga sér stað. Það litla sem hún veit er að yfirvöldum ber að tilkynna henni með þriggja daga fyrirvara hvenær hún verður tekin af lífi. Breska dagblaðið The Daily Mail hefur birt skrif Sandiford á vef sínum en þar segist hún vera byrjuð að skrifa kveðjubréf til fjölskyldu sinnar og vina. Hún segist hafa fengið val um að láta hylja höfuð sitt þegar aftakan fer fram en hefur neitað því. „Það er ekki af því að ég er huguð heldur vegna þess að ég vil ekki fela mig, ég vil að þeir horfi á mig þegar þeir skjóta mig,“ skrifar Sandiford. Hún segir yfirvöld í Indónesíu ætla að taka alla þá af lífi sem hafa verið dæmdir til dauða fyrir árslok 2015 og segist ekki eiga von á miskunn. Nú þegar hafa fjórtán verið teknir af lífi það sem af er ári en hún segir lokastund sína hafa færst nær eftir að fangarnir átta voru teknir af lífi síðastliðinn miðvikudag. Hún segir fangana hafa sungið Amazing Grace á meðan þeir voru leiddir í skógarrjóður þar sem aftakan fór fram. Þeir sungu einnig lagið 10.000 Reasons áður en þeir voru skotnir en það var uppáhalds lag vinar hennar Andrew Chan sem Sandiford segir hafa hjálpað sér í gegnum erfiða tíma í fangelsinu. Sjálf ætlar hún að syngja lagið Magic Moments sem Perry Como gerði vinsælt um miðbik síðustu aldar. „Ég átti kærasta sem lék sér að því að breyta texta lagsins á meðan hann lék það á Hammond-orgel til að láta mig hlæja. Þetta lag minnir mig á góða tíma.“ Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
58 ára gömul bresk amma verður tekin af lífi á næstunni í Indónesíu eftir að verið dæmd til dauða fyrir að smygla kókaíni til Balí árið 2012. Konan heitir Lindsay Sandiford sem segist vera síðasti fanginn á dauðdeild í Kerobokan-fangelsinu í Balí eftir að átta fangar, þar á meðal góður vinur hennar Andrew Chan, voru teknir af lífi síðastliðinn miðvikudag. Yfirvöld í Indónesíu segja Sandiford mæta aftökusveit í leynd og verður ekki greint frá því opinberlega hvenær aftakan mun eiga sér stað. Það litla sem hún veit er að yfirvöldum ber að tilkynna henni með þriggja daga fyrirvara hvenær hún verður tekin af lífi. Breska dagblaðið The Daily Mail hefur birt skrif Sandiford á vef sínum en þar segist hún vera byrjuð að skrifa kveðjubréf til fjölskyldu sinnar og vina. Hún segist hafa fengið val um að láta hylja höfuð sitt þegar aftakan fer fram en hefur neitað því. „Það er ekki af því að ég er huguð heldur vegna þess að ég vil ekki fela mig, ég vil að þeir horfi á mig þegar þeir skjóta mig,“ skrifar Sandiford. Hún segir yfirvöld í Indónesíu ætla að taka alla þá af lífi sem hafa verið dæmdir til dauða fyrir árslok 2015 og segist ekki eiga von á miskunn. Nú þegar hafa fjórtán verið teknir af lífi það sem af er ári en hún segir lokastund sína hafa færst nær eftir að fangarnir átta voru teknir af lífi síðastliðinn miðvikudag. Hún segir fangana hafa sungið Amazing Grace á meðan þeir voru leiddir í skógarrjóður þar sem aftakan fór fram. Þeir sungu einnig lagið 10.000 Reasons áður en þeir voru skotnir en það var uppáhalds lag vinar hennar Andrew Chan sem Sandiford segir hafa hjálpað sér í gegnum erfiða tíma í fangelsinu. Sjálf ætlar hún að syngja lagið Magic Moments sem Perry Como gerði vinsælt um miðbik síðustu aldar. „Ég átti kærasta sem lék sér að því að breyta texta lagsins á meðan hann lék það á Hammond-orgel til að láta mig hlæja. Þetta lag minnir mig á góða tíma.“
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira