Pellegrini: Þetta var heppnissigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2015 08:30 Sergio Aguero fagnar hér sigurmarki sínu. Vísir/EPA Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, viðurkennir að heppnin hafi verið með hans mönnum í 2-1 sigri á Borussia Mönchengladbach í Meistaradeildinni í gær. Gladbach-liðið komst í 1-0 en Joe Hart, markvörður Manchester City, hafði áður varið víti og fjölda annarra dauðafæra frá leikmönnum þýska liðsins. Nicolas Otamendi jafnaði metin og það var síðan Argentínumaðurinn Sergio Aguero sem skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu. „Við höfðum heppnina með okkur í þessum leik," sagði hinn 62 ára gamli Manuel Pellegrini eftir leikinn. Manchester City hafði tapað á móti Juventus, West Ham og Tottenham í síðustu fjórum leikjum sínum og sigurinn var því nauðsynlegur. „Við áttum ekki skilið að tapa leikjunum á móti Juventus og West Ham. Við áttum kannski ekki skilið að vinna í kvöld en við gerðum það," sagði Pellegrini. Manchester City mátti alls ekki við því að vera stigalaust eftir tvær fyrstu umferðir Meistaradeildarinnar en eftir þennan sigur er liðið í þriðja sæti riðilsins. Liðið á nú aftur ágæta möguleika á því að komast áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar þó að mikið sé enn eftir að riðlakeppninni. Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, var ekki með í gær vegna meiðsla og Yaya Toure fór meiddur af velli í hálfleik. Næst er leikur við Newcastle um helgina og svo tveggja vikna landsleikjahlé. „Við þurfum á þessu landsleikjahléi að halda því það eru átta leikmenn meiddir og ekki of margir möguleikar í stöðunni. Það er mikilvægt fyrir leikmennina okkar að ná sigri á móti Newcastle á laugardaginn og eftir það eru fimmtán dagar í næsta leik," sagði Pellegrini. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Agüero bjargaði Manchester City fyrir horn Manchester City er búið að tapa tveimur leikjum í röð í deildinni og liðið tapaði einnig fyrsta leiknum í Meistaradeildinni. 30. september 2015 20:30 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Sjá meira
Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, viðurkennir að heppnin hafi verið með hans mönnum í 2-1 sigri á Borussia Mönchengladbach í Meistaradeildinni í gær. Gladbach-liðið komst í 1-0 en Joe Hart, markvörður Manchester City, hafði áður varið víti og fjölda annarra dauðafæra frá leikmönnum þýska liðsins. Nicolas Otamendi jafnaði metin og það var síðan Argentínumaðurinn Sergio Aguero sem skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu. „Við höfðum heppnina með okkur í þessum leik," sagði hinn 62 ára gamli Manuel Pellegrini eftir leikinn. Manchester City hafði tapað á móti Juventus, West Ham og Tottenham í síðustu fjórum leikjum sínum og sigurinn var því nauðsynlegur. „Við áttum ekki skilið að tapa leikjunum á móti Juventus og West Ham. Við áttum kannski ekki skilið að vinna í kvöld en við gerðum það," sagði Pellegrini. Manchester City mátti alls ekki við því að vera stigalaust eftir tvær fyrstu umferðir Meistaradeildarinnar en eftir þennan sigur er liðið í þriðja sæti riðilsins. Liðið á nú aftur ágæta möguleika á því að komast áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar þó að mikið sé enn eftir að riðlakeppninni. Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, var ekki með í gær vegna meiðsla og Yaya Toure fór meiddur af velli í hálfleik. Næst er leikur við Newcastle um helgina og svo tveggja vikna landsleikjahlé. „Við þurfum á þessu landsleikjahléi að halda því það eru átta leikmenn meiddir og ekki of margir möguleikar í stöðunni. Það er mikilvægt fyrir leikmennina okkar að ná sigri á móti Newcastle á laugardaginn og eftir það eru fimmtán dagar í næsta leik," sagði Pellegrini.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Agüero bjargaði Manchester City fyrir horn Manchester City er búið að tapa tveimur leikjum í röð í deildinni og liðið tapaði einnig fyrsta leiknum í Meistaradeildinni. 30. september 2015 20:30 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Sjá meira
Agüero bjargaði Manchester City fyrir horn Manchester City er búið að tapa tveimur leikjum í röð í deildinni og liðið tapaði einnig fyrsta leiknum í Meistaradeildinni. 30. september 2015 20:30