Fótbolti

Agüero bjargaði Manchester City fyrir horn

Leikmenn Manchester City hafa verið í tómu tjóni í fyrri hálfleik.
Leikmenn Manchester City hafa verið í tómu tjóni í fyrri hálfleik. vísir/getty
Sergio Agüero skoraði sigurmark Manchester City í naumum 2-1 sigri á Borussia Mönchengladbach í Meistaradeildinni í kvöld en sigurinn var ekki sannfærandi.

Eftir þungar sóknarlotur heimamanna í Mönchengladbach komust þeir verðskuldað yfir með marki Lars Stindl

í upphafi seinni hálfleiks. Höfðu þeir meðal annars brennt af vítaspyrnu í fyrri hálfleik ásamt því að klúðra fjölda færa.

Þetta virtist vekja leikmenn Manchester City til lífsins og tókst Nicolas Otamendi að jafna strax tíu mínútum síðar eftir hornspyrnu.

Það virtist allt ætla að stefna í jafntefli þegar dómari leiksins dæmdi aðra vítaspyrnu leiksins, í þetta skiptið fyrir brot á Sergio Agüero innan vítateigs Mönchengladbach.

Agüero fór sjálfur á vítapunktinn og skoraði af miklu öryggi og tryggði Manchester City stigin þrjú.

Geta stuðningsmenn liðsins þakkað argentínska framherjanum og Joe Hart fyrir stigin þrjú sem voru lífsnauðsynleg eftir tapið gegn Juventus í fyrstu umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×