Í gær felldu Kúrdarnir minnst 16 tyrkneska hermenn í sprengjuárásum í Tyrklandi.
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að PKK hafi orðið fyrir miklu skaða í aðgerðum hersins og þeir séu í óðagoti. Minnst 35 meðlimir PKK féllu í loftárásum Tyrkja gegn stöðvum PKK í morgun.
Samkvæmt blaðamanni BBC, líður ekki dagur án ofbeldis í Tyrklandi þessa dagana. Vopnahlé Kúrda og tyrkneska hersins, sem hafði verið í gildi frá 2013, féll um sjálft sig í júlí. Þá gerðu vígamenn samtakann Íslamskt mannskæða sjálfsmorðsárás nærri landamærum Sýrlands.
Sú árás leiddi til hefndaraðgerða á milli Kúrda og Tyrkja. Tyrkir hófu loftárásir gegn PKK í suðausturhluta Tyrklands og norðurhluta Írak í júlí. Átökin hófust þó árið 1984 og þá börðust Kúrdar fyrir sjálfstæðu ríki innan landamæra Tyrklands. Nú snúa kröfur þeirra að meira sjálfræði og réttindum minnihlutahópsins.
Á landamærum Írak og Tyrklands, þar sem hermennirnir fóru yfir, eru há og mikil fjöll, en samkvæmt AFP fréttaveitunni hefur Ahmet Davutoglu ,forsætisráðherra Tyrklands, heitið því að meðlimir PKK í fjöllunum „verði þurrkaðir út“.