Rússar koma skriðdrekum fyrir í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2015 21:37 Skotið úr T-90 skriðdreka á æfingu í Rússlandi. Vísir/EPA Rússland hefur komið fyrir minnst sjö T-90 skriðdrekum í Sýrlandi. Hermönnum hefur fjölgað undanfarið þar í landi og virðast þeir vera að undirbúa flugvöll nærri Latakia í Sýrlandi fyrir notkun. Embættismenn í Bandaríkjunum segja þó að ekki liggi fyrir hvað Rússar ætli sér að gera í Sýrlandi. Samkvæmt Reuters fréttaveitunni hefur þrýstingur á að Rússar útskýra ætlanir sínar í Sýrlandi aukist síðustu daga. Rússar hafa stutt við bakið á Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í borgarastyrjöldinni sem hefur geisað þar í rúm fjögur ár. Hingað til er ekki búið að lenda orrustuþotum eða þyrlum á flugvellinum, en heimildarmaður Reuters segir að svo virðist sem að Rússar séu að lagfæra flugbrautina þar. Einnig er búið að koma fyrir stórskotaliði við flugvöllinn. Reuters hefur áður sagt frá því að um 200 rússneskir hermenn haldi til á flugvellinum. Þar að auki er verið að koma fyrir radar og loftvörnum. Rússar segjast ætla að veita Sýrlandi hernaðarbirgðir og segja aðstoð sína til sýrlenska hersins vera í samræmi við alþjóðalög.Samkvæmt RT hafa yfirvöld í Kænugarði ekki leyft rússneskum flugvélum á leið til Sýrlands að fljúga um lofthelgi Úkraínu. Þingmaður í Rússlandi sagði að með því væru stjórnvöld Úkraínu að styðja við bakið á Íslamska ríkinu. Í síðustu viku bönnuðu stjórnvöld í Búlgaríu rússneskum flugvélum að fljúga um lofthelgi landsins. Þá hafði TASS fréttaveitan eftir rússneskum embættismanni að Íran hefði veitt Rússum leyfi til að fljúga þar yfir.Nauðsynlegt að Rússar komi að lausn Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði um helgina að nauðsynlegt væri að Rússar kæmu að hugsanlegri lausn á ástandinu í Sýrlandi. Frank-Walter Steinmeier og Sergey Lavrov, utanríkisráðherrar Þýskalands og Rússlands, ræddu um Sýrland á fundi um helgina. Báðir sögðust ætla að styðja tillögu sendiherra Sýrlands hjá Sameinuðu þjóðunum um að stofna alþjóðlegan starfshóp um Sýrland. Hópurinn myndi vinna að því að finna lausn á hinum ýmsu vandamálum sem hrjá Sýrland og að fá stríðandi fylkingar þar til að setjast við samningaborð og ræða saman. Tengdar fréttir Liðsmenn al-Qaeda ná mikilvægri sýrlenskri herstöð Uppreisnarmennirnir hafa setið um Abu al-Duhur á undanförnum tveimur árum. 9. september 2015 13:21 Rússar staðfesta að herinn sé í Sýrlandi Framkvæmdastjóri NATO segist hugsi yfir aukinni þátttöku Rússa í átökunum í Sýrlandi. 10. september 2015 07:21 Tyrkir senda hermenn inn í Írak Sérsveitarmenn elta vígamenn PKK sem felldu minnst 14 tyrkneska lögreglumenn í morgun. 8. september 2015 16:35 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Rússland hefur komið fyrir minnst sjö T-90 skriðdrekum í Sýrlandi. Hermönnum hefur fjölgað undanfarið þar í landi og virðast þeir vera að undirbúa flugvöll nærri Latakia í Sýrlandi fyrir notkun. Embættismenn í Bandaríkjunum segja þó að ekki liggi fyrir hvað Rússar ætli sér að gera í Sýrlandi. Samkvæmt Reuters fréttaveitunni hefur þrýstingur á að Rússar útskýra ætlanir sínar í Sýrlandi aukist síðustu daga. Rússar hafa stutt við bakið á Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í borgarastyrjöldinni sem hefur geisað þar í rúm fjögur ár. Hingað til er ekki búið að lenda orrustuþotum eða þyrlum á flugvellinum, en heimildarmaður Reuters segir að svo virðist sem að Rússar séu að lagfæra flugbrautina þar. Einnig er búið að koma fyrir stórskotaliði við flugvöllinn. Reuters hefur áður sagt frá því að um 200 rússneskir hermenn haldi til á flugvellinum. Þar að auki er verið að koma fyrir radar og loftvörnum. Rússar segjast ætla að veita Sýrlandi hernaðarbirgðir og segja aðstoð sína til sýrlenska hersins vera í samræmi við alþjóðalög.Samkvæmt RT hafa yfirvöld í Kænugarði ekki leyft rússneskum flugvélum á leið til Sýrlands að fljúga um lofthelgi Úkraínu. Þingmaður í Rússlandi sagði að með því væru stjórnvöld Úkraínu að styðja við bakið á Íslamska ríkinu. Í síðustu viku bönnuðu stjórnvöld í Búlgaríu rússneskum flugvélum að fljúga um lofthelgi landsins. Þá hafði TASS fréttaveitan eftir rússneskum embættismanni að Íran hefði veitt Rússum leyfi til að fljúga þar yfir.Nauðsynlegt að Rússar komi að lausn Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði um helgina að nauðsynlegt væri að Rússar kæmu að hugsanlegri lausn á ástandinu í Sýrlandi. Frank-Walter Steinmeier og Sergey Lavrov, utanríkisráðherrar Þýskalands og Rússlands, ræddu um Sýrland á fundi um helgina. Báðir sögðust ætla að styðja tillögu sendiherra Sýrlands hjá Sameinuðu þjóðunum um að stofna alþjóðlegan starfshóp um Sýrland. Hópurinn myndi vinna að því að finna lausn á hinum ýmsu vandamálum sem hrjá Sýrland og að fá stríðandi fylkingar þar til að setjast við samningaborð og ræða saman.
Tengdar fréttir Liðsmenn al-Qaeda ná mikilvægri sýrlenskri herstöð Uppreisnarmennirnir hafa setið um Abu al-Duhur á undanförnum tveimur árum. 9. september 2015 13:21 Rússar staðfesta að herinn sé í Sýrlandi Framkvæmdastjóri NATO segist hugsi yfir aukinni þátttöku Rússa í átökunum í Sýrlandi. 10. september 2015 07:21 Tyrkir senda hermenn inn í Írak Sérsveitarmenn elta vígamenn PKK sem felldu minnst 14 tyrkneska lögreglumenn í morgun. 8. september 2015 16:35 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Liðsmenn al-Qaeda ná mikilvægri sýrlenskri herstöð Uppreisnarmennirnir hafa setið um Abu al-Duhur á undanförnum tveimur árum. 9. september 2015 13:21
Rússar staðfesta að herinn sé í Sýrlandi Framkvæmdastjóri NATO segist hugsi yfir aukinni þátttöku Rússa í átökunum í Sýrlandi. 10. september 2015 07:21
Tyrkir senda hermenn inn í Írak Sérsveitarmenn elta vígamenn PKK sem felldu minnst 14 tyrkneska lögreglumenn í morgun. 8. september 2015 16:35