Rússar koma skriðdrekum fyrir í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2015 21:37 Skotið úr T-90 skriðdreka á æfingu í Rússlandi. Vísir/EPA Rússland hefur komið fyrir minnst sjö T-90 skriðdrekum í Sýrlandi. Hermönnum hefur fjölgað undanfarið þar í landi og virðast þeir vera að undirbúa flugvöll nærri Latakia í Sýrlandi fyrir notkun. Embættismenn í Bandaríkjunum segja þó að ekki liggi fyrir hvað Rússar ætli sér að gera í Sýrlandi. Samkvæmt Reuters fréttaveitunni hefur þrýstingur á að Rússar útskýra ætlanir sínar í Sýrlandi aukist síðustu daga. Rússar hafa stutt við bakið á Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í borgarastyrjöldinni sem hefur geisað þar í rúm fjögur ár. Hingað til er ekki búið að lenda orrustuþotum eða þyrlum á flugvellinum, en heimildarmaður Reuters segir að svo virðist sem að Rússar séu að lagfæra flugbrautina þar. Einnig er búið að koma fyrir stórskotaliði við flugvöllinn. Reuters hefur áður sagt frá því að um 200 rússneskir hermenn haldi til á flugvellinum. Þar að auki er verið að koma fyrir radar og loftvörnum. Rússar segjast ætla að veita Sýrlandi hernaðarbirgðir og segja aðstoð sína til sýrlenska hersins vera í samræmi við alþjóðalög.Samkvæmt RT hafa yfirvöld í Kænugarði ekki leyft rússneskum flugvélum á leið til Sýrlands að fljúga um lofthelgi Úkraínu. Þingmaður í Rússlandi sagði að með því væru stjórnvöld Úkraínu að styðja við bakið á Íslamska ríkinu. Í síðustu viku bönnuðu stjórnvöld í Búlgaríu rússneskum flugvélum að fljúga um lofthelgi landsins. Þá hafði TASS fréttaveitan eftir rússneskum embættismanni að Íran hefði veitt Rússum leyfi til að fljúga þar yfir.Nauðsynlegt að Rússar komi að lausn Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði um helgina að nauðsynlegt væri að Rússar kæmu að hugsanlegri lausn á ástandinu í Sýrlandi. Frank-Walter Steinmeier og Sergey Lavrov, utanríkisráðherrar Þýskalands og Rússlands, ræddu um Sýrland á fundi um helgina. Báðir sögðust ætla að styðja tillögu sendiherra Sýrlands hjá Sameinuðu þjóðunum um að stofna alþjóðlegan starfshóp um Sýrland. Hópurinn myndi vinna að því að finna lausn á hinum ýmsu vandamálum sem hrjá Sýrland og að fá stríðandi fylkingar þar til að setjast við samningaborð og ræða saman. Tengdar fréttir Liðsmenn al-Qaeda ná mikilvægri sýrlenskri herstöð Uppreisnarmennirnir hafa setið um Abu al-Duhur á undanförnum tveimur árum. 9. september 2015 13:21 Rússar staðfesta að herinn sé í Sýrlandi Framkvæmdastjóri NATO segist hugsi yfir aukinni þátttöku Rússa í átökunum í Sýrlandi. 10. september 2015 07:21 Tyrkir senda hermenn inn í Írak Sérsveitarmenn elta vígamenn PKK sem felldu minnst 14 tyrkneska lögreglumenn í morgun. 8. september 2015 16:35 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Rússland hefur komið fyrir minnst sjö T-90 skriðdrekum í Sýrlandi. Hermönnum hefur fjölgað undanfarið þar í landi og virðast þeir vera að undirbúa flugvöll nærri Latakia í Sýrlandi fyrir notkun. Embættismenn í Bandaríkjunum segja þó að ekki liggi fyrir hvað Rússar ætli sér að gera í Sýrlandi. Samkvæmt Reuters fréttaveitunni hefur þrýstingur á að Rússar útskýra ætlanir sínar í Sýrlandi aukist síðustu daga. Rússar hafa stutt við bakið á Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í borgarastyrjöldinni sem hefur geisað þar í rúm fjögur ár. Hingað til er ekki búið að lenda orrustuþotum eða þyrlum á flugvellinum, en heimildarmaður Reuters segir að svo virðist sem að Rússar séu að lagfæra flugbrautina þar. Einnig er búið að koma fyrir stórskotaliði við flugvöllinn. Reuters hefur áður sagt frá því að um 200 rússneskir hermenn haldi til á flugvellinum. Þar að auki er verið að koma fyrir radar og loftvörnum. Rússar segjast ætla að veita Sýrlandi hernaðarbirgðir og segja aðstoð sína til sýrlenska hersins vera í samræmi við alþjóðalög.Samkvæmt RT hafa yfirvöld í Kænugarði ekki leyft rússneskum flugvélum á leið til Sýrlands að fljúga um lofthelgi Úkraínu. Þingmaður í Rússlandi sagði að með því væru stjórnvöld Úkraínu að styðja við bakið á Íslamska ríkinu. Í síðustu viku bönnuðu stjórnvöld í Búlgaríu rússneskum flugvélum að fljúga um lofthelgi landsins. Þá hafði TASS fréttaveitan eftir rússneskum embættismanni að Íran hefði veitt Rússum leyfi til að fljúga þar yfir.Nauðsynlegt að Rússar komi að lausn Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði um helgina að nauðsynlegt væri að Rússar kæmu að hugsanlegri lausn á ástandinu í Sýrlandi. Frank-Walter Steinmeier og Sergey Lavrov, utanríkisráðherrar Þýskalands og Rússlands, ræddu um Sýrland á fundi um helgina. Báðir sögðust ætla að styðja tillögu sendiherra Sýrlands hjá Sameinuðu þjóðunum um að stofna alþjóðlegan starfshóp um Sýrland. Hópurinn myndi vinna að því að finna lausn á hinum ýmsu vandamálum sem hrjá Sýrland og að fá stríðandi fylkingar þar til að setjast við samningaborð og ræða saman.
Tengdar fréttir Liðsmenn al-Qaeda ná mikilvægri sýrlenskri herstöð Uppreisnarmennirnir hafa setið um Abu al-Duhur á undanförnum tveimur árum. 9. september 2015 13:21 Rússar staðfesta að herinn sé í Sýrlandi Framkvæmdastjóri NATO segist hugsi yfir aukinni þátttöku Rússa í átökunum í Sýrlandi. 10. september 2015 07:21 Tyrkir senda hermenn inn í Írak Sérsveitarmenn elta vígamenn PKK sem felldu minnst 14 tyrkneska lögreglumenn í morgun. 8. september 2015 16:35 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Liðsmenn al-Qaeda ná mikilvægri sýrlenskri herstöð Uppreisnarmennirnir hafa setið um Abu al-Duhur á undanförnum tveimur árum. 9. september 2015 13:21
Rússar staðfesta að herinn sé í Sýrlandi Framkvæmdastjóri NATO segist hugsi yfir aukinni þátttöku Rússa í átökunum í Sýrlandi. 10. september 2015 07:21
Tyrkir senda hermenn inn í Írak Sérsveitarmenn elta vígamenn PKK sem felldu minnst 14 tyrkneska lögreglumenn í morgun. 8. september 2015 16:35
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna