Heimir Guðjóns: Leikurinn vinnst á smáum atriðum Anton Ingi Leifsson skrifar 20. júní 2015 19:30 Heimir Guðjónsson á hliðarlínunni. vísir/vilhelm Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, segir að leikurinn gegn Breiðabliki á morgun sé gífurlega mikilvægur leikur. Með sigri getur FH komið sér fjórum stigum frá Breiðabliki þegar níu umferðum er lokið. „Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur í ljósi þess að ef við vinnum þá getum við aðeins skilið við Blikana," sagði Heimir Guðjónsson í samtali við Hjörvar Hafliðason í Kaplakrika á morgun. „Ef við vinnum þá munar fjórum stigum og að sjálfsögðu viljum við gera það á okkar heimavelli, en við gerum okkur grein fyrir því að Blikaliði hefur verið að spila gífurlega vel. Þeir eru taplausir i deildinni og ég held að þetta verði hörkuleikur." FH hefur skorað langflest mörkin í Pepsi-deildinni þetta sumarið, en þeir hafa skorað nítján mörk í deildinni. Breiðablik og Valsmenn koma næst með fimmtán mörk. „Við þurfum alltaf að spila sóknarleik á heimavelli og munum gera það, en við þurfum líka að passa okkur og vera sterkir varnarlega." „Við höfum verið að fá aðeins of mikið af mörkum á okkur miðað við tímabilið í fyrra og Blikarnir eru með mjög sóknarþenkjandi lið. Við þurfum líka að vera klókir í varnarleiknum." „Við hefðum viljað halda hreinu oftar, en á móti kemur þá held ég að við höfum skorað átta mörkum meira í deildinni heldur en á sama tíma og í fyrra svo það er líka jákvætt," en hvað hefur vantað uppá í varnarleik FH? „Það sem hefur vantað uppá í varnarleiknum hjá okkur er það að allt liðið sé að vinna saman til að verjast, ekki bara einhverjir sjö til átta leikmenn og kannski stundum færri." Kristinn Jónsson og Höskuldur Gunnlaugsson hafa myndað baneitrað teymi á vinstri kanti Breiðabliks, en hvernig ætlar Heimir að stöðva þá? „Við verðum örugglega með eitthvað plan á morgun. Þeir hafa verið hættulegir fram á við og svo hefur Arnþór Ari verið að koma þarna og aðstoða þá í sóknarleiknum. Við þurfum að loka á þá, en hvernig við gerum það kemur í ljós á morgun." Breiðablik spilaði í 120 mínútur gegn KA í bikarnum á fimmtudag, en þá duttu þeir úr leik eftir 1-0 tap. Heimir er ekki viss um að það muni hjálpa FH-ingum eitthvað. „Ég ætla að vona það, en ég held að það verði þannig að ef þeir trúa því þá gerir það það. En ef við höldum það, þá lendum við í veseni. Á endanum held ég að þetta komi ekki til með að skipta neinu máli." „Ég hef sagt það áður. Menn hafa verið að æfa í allan vetur og koma sér í form þá hljóta menn að þola smá álag," en hvar vinnst leikurinn? „Leikurinn vinnst á smáum atriðum," sagði Heimir að lokum. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19:30. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, segir að leikurinn gegn Breiðabliki á morgun sé gífurlega mikilvægur leikur. Með sigri getur FH komið sér fjórum stigum frá Breiðabliki þegar níu umferðum er lokið. „Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur í ljósi þess að ef við vinnum þá getum við aðeins skilið við Blikana," sagði Heimir Guðjónsson í samtali við Hjörvar Hafliðason í Kaplakrika á morgun. „Ef við vinnum þá munar fjórum stigum og að sjálfsögðu viljum við gera það á okkar heimavelli, en við gerum okkur grein fyrir því að Blikaliði hefur verið að spila gífurlega vel. Þeir eru taplausir i deildinni og ég held að þetta verði hörkuleikur." FH hefur skorað langflest mörkin í Pepsi-deildinni þetta sumarið, en þeir hafa skorað nítján mörk í deildinni. Breiðablik og Valsmenn koma næst með fimmtán mörk. „Við þurfum alltaf að spila sóknarleik á heimavelli og munum gera það, en við þurfum líka að passa okkur og vera sterkir varnarlega." „Við höfum verið að fá aðeins of mikið af mörkum á okkur miðað við tímabilið í fyrra og Blikarnir eru með mjög sóknarþenkjandi lið. Við þurfum líka að vera klókir í varnarleiknum." „Við hefðum viljað halda hreinu oftar, en á móti kemur þá held ég að við höfum skorað átta mörkum meira í deildinni heldur en á sama tíma og í fyrra svo það er líka jákvætt," en hvað hefur vantað uppá í varnarleik FH? „Það sem hefur vantað uppá í varnarleiknum hjá okkur er það að allt liðið sé að vinna saman til að verjast, ekki bara einhverjir sjö til átta leikmenn og kannski stundum færri." Kristinn Jónsson og Höskuldur Gunnlaugsson hafa myndað baneitrað teymi á vinstri kanti Breiðabliks, en hvernig ætlar Heimir að stöðva þá? „Við verðum örugglega með eitthvað plan á morgun. Þeir hafa verið hættulegir fram á við og svo hefur Arnþór Ari verið að koma þarna og aðstoða þá í sóknarleiknum. Við þurfum að loka á þá, en hvernig við gerum það kemur í ljós á morgun." Breiðablik spilaði í 120 mínútur gegn KA í bikarnum á fimmtudag, en þá duttu þeir úr leik eftir 1-0 tap. Heimir er ekki viss um að það muni hjálpa FH-ingum eitthvað. „Ég ætla að vona það, en ég held að það verði þannig að ef þeir trúa því þá gerir það það. En ef við höldum það, þá lendum við í veseni. Á endanum held ég að þetta komi ekki til með að skipta neinu máli." „Ég hef sagt það áður. Menn hafa verið að æfa í allan vetur og koma sér í form þá hljóta menn að þola smá álag," en hvar vinnst leikurinn? „Leikurinn vinnst á smáum atriðum," sagði Heimir að lokum. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19:30.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira