Innlent

Leita á ný að þýskum ferðamanni um helgina

Samúel Karl Ólason skrifar
Síðast sást til Christians Markus yfirgefa hótelið í Breiðuvík í Vesturbyggð þann 18. september.
Síðast sást til Christians Markus yfirgefa hótelið í Breiðuvík í Vesturbyggð þann 18. september.
Til stendur að leita að þýska ferðamanninum Christian Markus við Látrabjarg um helgina. Auk annarra staða verður leitað í fjörunum við bjargið. „Veðuraðstæður við bjargið og til fjöruleitar hafa ekki verið nógu góðar, fyrr en núna þessa dagana. Eftir að hann gekk í norð-austan áttina,“ segir Jónas Sigurðsson hjá Lögreglunni á Vestfjörðum.

Síðast sást til Christians yfirgefa hótelið í Breiðuvík í Vesturbyggð þann 18. september. Hann var einn á ferð, ók bílaleigubifreið af gerðinni Suzuki Grand Vitara. Sú bifreið fannst mannlaus á bifreiðastæðinu við Látrabjarg.

Síðast leitaði fjöldi fólks við Látrabjarg um þar síðustu helgi. „Menn hafa einnig verið að kíkja í fjörurnar þannig þetta hefur ekki verið afskiptalaust,“ segir Jónas Sigurðsson hjá Lögreglunni á Vestfjörðum.

Rannsóknarvinna við leit að vísbendingum um hvert Christian fór og hvers vegna hefur staðið yfir. Engar vísbendingar hafa þó fundist.


Tengdar fréttir

Leitað við Látrabjarg í dag

Um 50 manns frá björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar leita nú við Látrabjarg að þýskum ferðamanni.

Hyggjast leita undir bjarginu

Björgunarsveitarmenn einbeita sér nú að því að rekja hvern einasta þráð í ferðasögu Þjóðverjans Christian Mathias Markus sem leitað hefur verið að í rúma viku.

Afhenti lögreglu vegabréf þýska ferðamannsins

Ekkert hefur enn spurst til þýska ferðamannsins, sem síðast sást í Breiðuvík á Vestfjörðum fyrir rúmri viku. Ekki var hægt að leita á svæðinu í gær vegna óveðurs og veður er enn vont fyrir vestan þannig að enn er allt óvíst með leit í dag.

Árangurslaus leit í dag

Engar vísbendingar um ferðir Christian Mathias Markus, þýsks ferðamanns, fundust í leit við Látrabjarg í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×