Innlent

Árangurslaus leit í dag

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Anton
Engar vísbendingar um ferðir Christian Mathias Markus, þýsks ferðamanns, fundust í leit við Látrabjarg í dag. Leitað var í þriggja kílómetra radíus frá bílastæðinu við bjargið þar sem bíll hans fannst yfirgefinn fyrir rúmri viku síðan.

Davíð Rúnar Gunnarsson, í svæðisstjórn björgunarsveita á Vestfjörðum, segir í samtali við Vísi að rannsóknarvinna muni halda áfram. Hún snúist að því að finna út hvert hann fór og hvers vegna.

„Það hefur ekkert fundist til að fleyta okkur áfram,“ segir Davíð. „Við munum leita áfram fram eftir kvöldi.“

Um 50 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni í dag, en á morgun verður leitarmönnum fækkað.


Tengdar fréttir

Leitað við Látrabjarg í dag

Um 50 manns frá björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar leita nú við Látrabjarg að þýskum ferðamanni.

Afhenti lögreglu vegabréf þýska ferðamannsins

Ekkert hefur enn spurst til þýska ferðamannsins, sem síðast sást í Breiðuvík á Vestfjörðum fyrir rúmri viku. Ekki var hægt að leita á svæðinu í gær vegna óveðurs og veður er enn vont fyrir vestan þannig að enn er allt óvíst með leit í dag.

Leit að hefjast á ný að þýska ferðamanninum

Leit hefst aftur í birtingu að þrítugum þýskum ferðamanni á Látrabjargi á Vestfjörðum og þar í kring, en síðast sást til hans á fimmtudag, þegar hann fór frá Hótelinu í Breiðuvík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×