Innlent

Afhenti lögreglu vegabréf þýska ferðamannsins

Gissur Sigurðsson skrifar
Ekkert hefur enn spurst til þýska ferðamannsins, sem síðast sást í Breiðuvík á Vestfjörðum fyrir rúmri viku. Ekki var hægt að leita á svæðinu  í gær vegna óveðurs og veður er enn vont fyrir vestan þannig að enn er allt óvíst með leit í dag.

Erlendur ferðamaður afhenti lögreglu vegabréf þjóðverjans við brottför með Norrænu í vikunni og sagðist hafa fundið það á Vestfjörðum, líklega í grennd við Látrabjarg, en þar fannst mannlaus bíll Þjóðverjans í vikunni.


Tengdar fréttir

Leit að hefjast á ný að þýska ferðamanninum

Leit hefst aftur í birtingu að þrítugum þýskum ferðamanni á Látrabjargi á Vestfjörðum og þar í kring, en síðast sást til hans á fimmtudag, þegar hann fór frá Hótelinu í Breiðuvík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×