Innlent

Leitað við Látrabjarg í dag

Samúel Karl Ólason skrifar
Um 50 manns frá björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar leita nú við Látrabjarg að þýskum ferðamanni. Síðast sást til hans fyrir rúmri viku síðan, en hlé var gert á leitinni í vikunni. Þá hafði hún engan árangur borið og frekari rannsóknarvinna var í gangi.

Samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu er nú leitað vísbendinga á þeim slóðum sem vitað er að hann ók dagana áður en hann hvarf.

Christian Mathias Markus er fæddur 11. október 1980. Síðast sást til hans þegar hann yfirgaf hótel í Breiðuvík, en bílaleigubíll hans fannst mannlaus á bílastæðinu við Látrabjarg.

Davíð Rúnar Gunnarsson, í svæðisstjórn björgunarsveita á Vestfjörðum, segir að leitað verði í þriggja kílómetra radíus frá bílastæðinu við Látrabjarg. Hvort sem það sé í fjöru eða á landi.

Þó er enn mikið brim og ekki hægt að leita á bátum við fjöruna. Líklega verður það ekki hægt fyrr en í næstu viku, ef vind lægi.


Tengdar fréttir

Afhenti lögreglu vegabréf þýska ferðamannsins

Ekkert hefur enn spurst til þýska ferðamannsins, sem síðast sást í Breiðuvík á Vestfjörðum fyrir rúmri viku. Ekki var hægt að leita á svæðinu í gær vegna óveðurs og veður er enn vont fyrir vestan þannig að enn er allt óvíst með leit í dag.

Leit að hefjast á ný að þýska ferðamanninum

Leit hefst aftur í birtingu að þrítugum þýskum ferðamanni á Látrabjargi á Vestfjörðum og þar í kring, en síðast sást til hans á fimmtudag, þegar hann fór frá Hótelinu í Breiðuvík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×