Sjálfstætt Skotland yrði öflugur bandamaður Norðurlandanna Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 10. september 2014 11:28 Opinn fundur fer fram klukkan 12 í dag í Norræna húsinu undir yfirskriftinni "Valkostir Skota: Sjálfstæði eða ríkjasamband?“. Vísir/Valgarður „Það mun mestu máli skipta varðandi nýja utanríkisstefnu Skota,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, um hvaða þýðingu það myndi hafa í för með sér ef Skotar myndu kjósa yfir sig sjálfstæði. „Skotland hefur heimastjórn. Þeir munu fá aukin völd varðandi skattamál og þannig ráða hvernig skatttekjum er varið í Skotlandi. En það sem við munum einkum sjá hér á landi er utanríkisstefna nýs ríkis.“ Baldur segir það verða mjög fróðlegt að fylgjast með hver ný utanríkisstefna verður, komi til þess að Skotar kjósi sjálfstæði í kosningunum á fimmtudaginn í næstu viku. „Þá skiptir máli hver verður við völd í Edinborg. Ef að Verkamannaflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn fara með völd þá held ég að þeir líti meira til London og þess sem verður eftir af Stóra-Bretlandi og fylgja þeim að málum í alþjóðakerfinu.“ Hins vegar ef Skoski þjóðarflokkurinn verður áfram við völd í Edinborg þá muni flokkurinn líta til Norðurlandanna. „Hann hefur sagt það fullum fetum að ekki bara vilji hann taka upp norræna velferðarmódelið, heldur vill hann líka fylgja Norðurlöndunum eftir í áherslum þeirra í utanríkismálum. Því yrði Skotland mjög öflugur bandamaður Norðurlandanna í alþjóðakerfinu.“ Baldur segir að þar sé átt við að áhersla yrði lögð á baráttu fyrir mannréttindum, þróunarmál, friðargæslu, afvopnun, vinnu innan Sameinuðu þjóðanna og í undirstofnunum þeirra. „Einnig ætlar Skoski þjóðarflokkurinn sér að vera áfram innan Evrópusambandsins og vera mjög virkur þátttakandi í Evrópusamrunanum. Flokkurinn hefur einnig nýverið breytt um stefnu varðandi aðild að Atlantshafsbandalaginu en flokkurinn talar núna um aðild að bandalaginu og ætlar að vera virkur þátttakandi innan þess.“ Baldur segir stefnubreytinguna um að Skotar starfi áfram innan NATO mega skýrast af þrýstingi frá Bandaríkjunum. „Þá erum við komin að því að það eru mjög náin menningarleg tengsl milli Skotlands og Bandaríkjanna, rétt eins og eru menningarleg tengsl milli Írlands og Bandaríkjanna. Efnahagstengsl milli Skotlands og Bandaríkjanna eru einnig mikil og Skotar munu í raun sækja sér óbeint skjól til stórveldisins.“ Að sögn Baldur mun meirihluti fyrir sjálfstæðu ríki Skotlands einnig hafa áhrif á bresk stjórnvöld. „Þetta mun verða mikið áfall fyrir núverandi stjórnvöld, sérstaklega forsætisráðherrann Cameron, ef Skotar kjósa sjálfstæði. Það átti í raun enginn von á því að það gæti hreinlega orðið að Skotar myndu kjósa sjálfstæði.“ Baldur segir að Cameron muni eiga mjög erfitt uppdráttar ef Skotar kjósa aðskilnað. „Það mun hafa einhver áhrif á kosningar til þings í Bretlandi þar sem Skotar kjósa yfirleitt til vinstri á meðan Englendingar, Walesbúar og Norður-Írar kjósa til hægri. Samt hefur það nú ekki orðið nema tvisvar á tuttugustu öld að atkvæði í Skotlandi skiptu máli þegar kom að því að velja ríkisstjórn í London. Það hefur því í raun bara gerSt tvisvar að Skotar hafa komið í veg fyrir að Íhaldsmenn fari með völd í London.“ Opinn fundur fer fram í dag í Norræna húsinu undir yfirskriftinni „Valkostir Skota: Sjálfstæði eða ríkjasamband?“. Fundurinn hefst klukkan 12 og stendur yfir í eina klukkustund. Að fundinum standa Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Rannsóknarsetur um smáríki, Edinborgarfélagið og Norðurlönd í fókus. Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Sjá meira
„Það mun mestu máli skipta varðandi nýja utanríkisstefnu Skota,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, um hvaða þýðingu það myndi hafa í för með sér ef Skotar myndu kjósa yfir sig sjálfstæði. „Skotland hefur heimastjórn. Þeir munu fá aukin völd varðandi skattamál og þannig ráða hvernig skatttekjum er varið í Skotlandi. En það sem við munum einkum sjá hér á landi er utanríkisstefna nýs ríkis.“ Baldur segir það verða mjög fróðlegt að fylgjast með hver ný utanríkisstefna verður, komi til þess að Skotar kjósi sjálfstæði í kosningunum á fimmtudaginn í næstu viku. „Þá skiptir máli hver verður við völd í Edinborg. Ef að Verkamannaflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn fara með völd þá held ég að þeir líti meira til London og þess sem verður eftir af Stóra-Bretlandi og fylgja þeim að málum í alþjóðakerfinu.“ Hins vegar ef Skoski þjóðarflokkurinn verður áfram við völd í Edinborg þá muni flokkurinn líta til Norðurlandanna. „Hann hefur sagt það fullum fetum að ekki bara vilji hann taka upp norræna velferðarmódelið, heldur vill hann líka fylgja Norðurlöndunum eftir í áherslum þeirra í utanríkismálum. Því yrði Skotland mjög öflugur bandamaður Norðurlandanna í alþjóðakerfinu.“ Baldur segir að þar sé átt við að áhersla yrði lögð á baráttu fyrir mannréttindum, þróunarmál, friðargæslu, afvopnun, vinnu innan Sameinuðu þjóðanna og í undirstofnunum þeirra. „Einnig ætlar Skoski þjóðarflokkurinn sér að vera áfram innan Evrópusambandsins og vera mjög virkur þátttakandi í Evrópusamrunanum. Flokkurinn hefur einnig nýverið breytt um stefnu varðandi aðild að Atlantshafsbandalaginu en flokkurinn talar núna um aðild að bandalaginu og ætlar að vera virkur þátttakandi innan þess.“ Baldur segir stefnubreytinguna um að Skotar starfi áfram innan NATO mega skýrast af þrýstingi frá Bandaríkjunum. „Þá erum við komin að því að það eru mjög náin menningarleg tengsl milli Skotlands og Bandaríkjanna, rétt eins og eru menningarleg tengsl milli Írlands og Bandaríkjanna. Efnahagstengsl milli Skotlands og Bandaríkjanna eru einnig mikil og Skotar munu í raun sækja sér óbeint skjól til stórveldisins.“ Að sögn Baldur mun meirihluti fyrir sjálfstæðu ríki Skotlands einnig hafa áhrif á bresk stjórnvöld. „Þetta mun verða mikið áfall fyrir núverandi stjórnvöld, sérstaklega forsætisráðherrann Cameron, ef Skotar kjósa sjálfstæði. Það átti í raun enginn von á því að það gæti hreinlega orðið að Skotar myndu kjósa sjálfstæði.“ Baldur segir að Cameron muni eiga mjög erfitt uppdráttar ef Skotar kjósa aðskilnað. „Það mun hafa einhver áhrif á kosningar til þings í Bretlandi þar sem Skotar kjósa yfirleitt til vinstri á meðan Englendingar, Walesbúar og Norður-Írar kjósa til hægri. Samt hefur það nú ekki orðið nema tvisvar á tuttugustu öld að atkvæði í Skotlandi skiptu máli þegar kom að því að velja ríkisstjórn í London. Það hefur því í raun bara gerSt tvisvar að Skotar hafa komið í veg fyrir að Íhaldsmenn fari með völd í London.“ Opinn fundur fer fram í dag í Norræna húsinu undir yfirskriftinni „Valkostir Skota: Sjálfstæði eða ríkjasamband?“. Fundurinn hefst klukkan 12 og stendur yfir í eina klukkustund. Að fundinum standa Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Rannsóknarsetur um smáríki, Edinborgarfélagið og Norðurlönd í fókus.
Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Sjá meira