Sjálfstætt Skotland yrði öflugur bandamaður Norðurlandanna Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 10. september 2014 11:28 Opinn fundur fer fram klukkan 12 í dag í Norræna húsinu undir yfirskriftinni "Valkostir Skota: Sjálfstæði eða ríkjasamband?“. Vísir/Valgarður „Það mun mestu máli skipta varðandi nýja utanríkisstefnu Skota,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, um hvaða þýðingu það myndi hafa í för með sér ef Skotar myndu kjósa yfir sig sjálfstæði. „Skotland hefur heimastjórn. Þeir munu fá aukin völd varðandi skattamál og þannig ráða hvernig skatttekjum er varið í Skotlandi. En það sem við munum einkum sjá hér á landi er utanríkisstefna nýs ríkis.“ Baldur segir það verða mjög fróðlegt að fylgjast með hver ný utanríkisstefna verður, komi til þess að Skotar kjósi sjálfstæði í kosningunum á fimmtudaginn í næstu viku. „Þá skiptir máli hver verður við völd í Edinborg. Ef að Verkamannaflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn fara með völd þá held ég að þeir líti meira til London og þess sem verður eftir af Stóra-Bretlandi og fylgja þeim að málum í alþjóðakerfinu.“ Hins vegar ef Skoski þjóðarflokkurinn verður áfram við völd í Edinborg þá muni flokkurinn líta til Norðurlandanna. „Hann hefur sagt það fullum fetum að ekki bara vilji hann taka upp norræna velferðarmódelið, heldur vill hann líka fylgja Norðurlöndunum eftir í áherslum þeirra í utanríkismálum. Því yrði Skotland mjög öflugur bandamaður Norðurlandanna í alþjóðakerfinu.“ Baldur segir að þar sé átt við að áhersla yrði lögð á baráttu fyrir mannréttindum, þróunarmál, friðargæslu, afvopnun, vinnu innan Sameinuðu þjóðanna og í undirstofnunum þeirra. „Einnig ætlar Skoski þjóðarflokkurinn sér að vera áfram innan Evrópusambandsins og vera mjög virkur þátttakandi í Evrópusamrunanum. Flokkurinn hefur einnig nýverið breytt um stefnu varðandi aðild að Atlantshafsbandalaginu en flokkurinn talar núna um aðild að bandalaginu og ætlar að vera virkur þátttakandi innan þess.“ Baldur segir stefnubreytinguna um að Skotar starfi áfram innan NATO mega skýrast af þrýstingi frá Bandaríkjunum. „Þá erum við komin að því að það eru mjög náin menningarleg tengsl milli Skotlands og Bandaríkjanna, rétt eins og eru menningarleg tengsl milli Írlands og Bandaríkjanna. Efnahagstengsl milli Skotlands og Bandaríkjanna eru einnig mikil og Skotar munu í raun sækja sér óbeint skjól til stórveldisins.“ Að sögn Baldur mun meirihluti fyrir sjálfstæðu ríki Skotlands einnig hafa áhrif á bresk stjórnvöld. „Þetta mun verða mikið áfall fyrir núverandi stjórnvöld, sérstaklega forsætisráðherrann Cameron, ef Skotar kjósa sjálfstæði. Það átti í raun enginn von á því að það gæti hreinlega orðið að Skotar myndu kjósa sjálfstæði.“ Baldur segir að Cameron muni eiga mjög erfitt uppdráttar ef Skotar kjósa aðskilnað. „Það mun hafa einhver áhrif á kosningar til þings í Bretlandi þar sem Skotar kjósa yfirleitt til vinstri á meðan Englendingar, Walesbúar og Norður-Írar kjósa til hægri. Samt hefur það nú ekki orðið nema tvisvar á tuttugustu öld að atkvæði í Skotlandi skiptu máli þegar kom að því að velja ríkisstjórn í London. Það hefur því í raun bara gerSt tvisvar að Skotar hafa komið í veg fyrir að Íhaldsmenn fari með völd í London.“ Opinn fundur fer fram í dag í Norræna húsinu undir yfirskriftinni „Valkostir Skota: Sjálfstæði eða ríkjasamband?“. Fundurinn hefst klukkan 12 og stendur yfir í eina klukkustund. Að fundinum standa Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Rannsóknarsetur um smáríki, Edinborgarfélagið og Norðurlönd í fókus. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
„Það mun mestu máli skipta varðandi nýja utanríkisstefnu Skota,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, um hvaða þýðingu það myndi hafa í för með sér ef Skotar myndu kjósa yfir sig sjálfstæði. „Skotland hefur heimastjórn. Þeir munu fá aukin völd varðandi skattamál og þannig ráða hvernig skatttekjum er varið í Skotlandi. En það sem við munum einkum sjá hér á landi er utanríkisstefna nýs ríkis.“ Baldur segir það verða mjög fróðlegt að fylgjast með hver ný utanríkisstefna verður, komi til þess að Skotar kjósi sjálfstæði í kosningunum á fimmtudaginn í næstu viku. „Þá skiptir máli hver verður við völd í Edinborg. Ef að Verkamannaflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn fara með völd þá held ég að þeir líti meira til London og þess sem verður eftir af Stóra-Bretlandi og fylgja þeim að málum í alþjóðakerfinu.“ Hins vegar ef Skoski þjóðarflokkurinn verður áfram við völd í Edinborg þá muni flokkurinn líta til Norðurlandanna. „Hann hefur sagt það fullum fetum að ekki bara vilji hann taka upp norræna velferðarmódelið, heldur vill hann líka fylgja Norðurlöndunum eftir í áherslum þeirra í utanríkismálum. Því yrði Skotland mjög öflugur bandamaður Norðurlandanna í alþjóðakerfinu.“ Baldur segir að þar sé átt við að áhersla yrði lögð á baráttu fyrir mannréttindum, þróunarmál, friðargæslu, afvopnun, vinnu innan Sameinuðu þjóðanna og í undirstofnunum þeirra. „Einnig ætlar Skoski þjóðarflokkurinn sér að vera áfram innan Evrópusambandsins og vera mjög virkur þátttakandi í Evrópusamrunanum. Flokkurinn hefur einnig nýverið breytt um stefnu varðandi aðild að Atlantshafsbandalaginu en flokkurinn talar núna um aðild að bandalaginu og ætlar að vera virkur þátttakandi innan þess.“ Baldur segir stefnubreytinguna um að Skotar starfi áfram innan NATO mega skýrast af þrýstingi frá Bandaríkjunum. „Þá erum við komin að því að það eru mjög náin menningarleg tengsl milli Skotlands og Bandaríkjanna, rétt eins og eru menningarleg tengsl milli Írlands og Bandaríkjanna. Efnahagstengsl milli Skotlands og Bandaríkjanna eru einnig mikil og Skotar munu í raun sækja sér óbeint skjól til stórveldisins.“ Að sögn Baldur mun meirihluti fyrir sjálfstæðu ríki Skotlands einnig hafa áhrif á bresk stjórnvöld. „Þetta mun verða mikið áfall fyrir núverandi stjórnvöld, sérstaklega forsætisráðherrann Cameron, ef Skotar kjósa sjálfstæði. Það átti í raun enginn von á því að það gæti hreinlega orðið að Skotar myndu kjósa sjálfstæði.“ Baldur segir að Cameron muni eiga mjög erfitt uppdráttar ef Skotar kjósa aðskilnað. „Það mun hafa einhver áhrif á kosningar til þings í Bretlandi þar sem Skotar kjósa yfirleitt til vinstri á meðan Englendingar, Walesbúar og Norður-Írar kjósa til hægri. Samt hefur það nú ekki orðið nema tvisvar á tuttugustu öld að atkvæði í Skotlandi skiptu máli þegar kom að því að velja ríkisstjórn í London. Það hefur því í raun bara gerSt tvisvar að Skotar hafa komið í veg fyrir að Íhaldsmenn fari með völd í London.“ Opinn fundur fer fram í dag í Norræna húsinu undir yfirskriftinni „Valkostir Skota: Sjálfstæði eða ríkjasamband?“. Fundurinn hefst klukkan 12 og stendur yfir í eina klukkustund. Að fundinum standa Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Rannsóknarsetur um smáríki, Edinborgarfélagið og Norðurlönd í fókus.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent