Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Fram 3-0 | Blikar geta andað léttar Stefán Árni Pálsson á Kópavogsvelli skrifar 18. ágúst 2014 16:13 Árni Vilhjálmsson og Tómas Óli Garðarsson, leikmenn Breiðabliks. vísir/daníel Blikar unnu magnaðan sigur á Fram, 3-0, í Pepsi-deild karla í kvöld. Öll mörk leiksins komu á síðasta stundarfjórðungnum og Blikar í mun betri málum í deildinni eftir leikinn í kvöld. Liðið er allt í einu komið í sjöunda sæti deildarinnar með 18 stig. Framarar sem fyrr í næstneðsta sæti. Heimamenn byrjuðu leikinn virkilega vel og óðu strax í færum alveg frá fyrstu mínútu. Leikmenn liðsins voru vel stemmdir en það vantaði loka höggið til að koma boltanum í netið. Framarar voru ekki mættir fyrsta hálftímann í fyrri hálfleiknum en komust hægt og bítandi í takt við leikinn. Rétt undir lok fyrri hálfleiksins fékk Haukur Baldvinsson, leikmaður Fram og fyrrum leikmaður Breiðabliks, langbesta færi fyrri hálfleiksins. Hann slapp einn í gegn eftir sendingu frá Viktori Bjarka en Gunnleifur Gunnleifsson varði vel í marki heimamanna. Staðan var því 0-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var heldur bragðdaufari og það var greinilegt að hvorugt liðið vildi tapa hér í kvöld. Menn voru ekki tilbúnir að taka mikla áhættu og það sást greinilega á leik beggja liða. Þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af leiknum fór allt í gang og rúmlega það. Eitt magnaðasta atvik sumarsins átti eftir að líta dagsins ljós. Framarar áttu aukaspyrnu og Hafsteinn Briem rúllaði boltanum til baka á Denis Cardaklija, markvörð Fram, og ætlaði greinilega að Denis myndi taka spyrnuna. Árni Vilhjálmsson aftur á móti hljóp að boltanum, tók hann og skoraði nánast í autt markið. Framarar urðu alveg brjálaðir en staðan orðin 1-0. Framarar voru heldur betur vankaðir eftir atvikið og aðeins tveim mínútum síðar skoraði Guðjón Pétur Lýðsson mark beint úr aukaspyrnu. Þröngt færi og Denis Cardaklija reiknaði greinilega með fyrirgjöf og boltinn sigldi aftur á móti bara rólega í netið. Fimm mínútum fyrir leikslok skoraði síðan Elfar Árni Aðalsteinsson þriðja mark Blika eftir frábæra stoðsendingu frá Árna Vilhjálmssyni. Allt í einu var staðan orðin 3-0 en rétt áður leit allt úr fyrir að leiknum myndu ljúka með markalausu jafntefli. Niðurstaðan 3-0 sigur Blika sem skjótast upp í sjöunda sætið. Bjarni: Full stórt tap„Þetta er kannski fullt stórt tap,“ segir Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum lélegir í fyrri hálfleik en eigum samt sem áður tvö mjög fín færi til að skora. Síðan komum við ekki alveg nægilega vel stemmdir inn í seinni hálfleikinn en mér fannst eins og við værum að vinna okkur inn í leikinn en þá gefum við þeim mark.“ Bjarni segir að eftir markið hafi allt opnast hjá liðinu og mörkin komið hvert á eftir öðru. Bjarni var ekki sáttur með fyrsta markið sem liðið fékk á sig. „Þarna kemur inn í leikinn skilningur dómarans. Það var ljóst að minn maður var ekki að taka aukaspyrnuna, ef hann hefði gert það hefði hann sent boltann þéttingsfast til baka. Það hefði enginn sagt neitt ef dómarinn hefði bara látið okkur taka spyrnuna aftur.“ Árni Vil: Þeir voru ekki að skilja hvorn annan„Þetta var algjör bikarúrslitaleikur fyrir okkur,“ segir Árni Vilhjálmsson, framherji Blika, eftir leikinn. Árni skoraði eitt mark í leiknum og lagði upp annað. „Við erum gríðarlega sáttir með það að halda hreinu og skora þessi þrjú mörk.“ Árni segir að stigin séu heldur betur kærkomin. „Maður fann það í upphitun hvað það var góð stemmning í hópnum.“ Árni skoraði fyrsta mark leiksins sem var nokkuð skrautlegt. „Þeir tóku aukaspyrnuna og voru einfaldlega ekki að skilja hvorn annan. Ég var fljótur að átta mig á þessu, náði boltanum og setti hann framhjá markverðinu.“ „Við getum samt sem áður alls ekkert farið að slaka á núna, næsti leikur verður alveg jafn mikilvægur og þessi og menn verða halda áfram.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport Fleiri fréttir Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Sjá meira
Blikar unnu magnaðan sigur á Fram, 3-0, í Pepsi-deild karla í kvöld. Öll mörk leiksins komu á síðasta stundarfjórðungnum og Blikar í mun betri málum í deildinni eftir leikinn í kvöld. Liðið er allt í einu komið í sjöunda sæti deildarinnar með 18 stig. Framarar sem fyrr í næstneðsta sæti. Heimamenn byrjuðu leikinn virkilega vel og óðu strax í færum alveg frá fyrstu mínútu. Leikmenn liðsins voru vel stemmdir en það vantaði loka höggið til að koma boltanum í netið. Framarar voru ekki mættir fyrsta hálftímann í fyrri hálfleiknum en komust hægt og bítandi í takt við leikinn. Rétt undir lok fyrri hálfleiksins fékk Haukur Baldvinsson, leikmaður Fram og fyrrum leikmaður Breiðabliks, langbesta færi fyrri hálfleiksins. Hann slapp einn í gegn eftir sendingu frá Viktori Bjarka en Gunnleifur Gunnleifsson varði vel í marki heimamanna. Staðan var því 0-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var heldur bragðdaufari og það var greinilegt að hvorugt liðið vildi tapa hér í kvöld. Menn voru ekki tilbúnir að taka mikla áhættu og það sást greinilega á leik beggja liða. Þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af leiknum fór allt í gang og rúmlega það. Eitt magnaðasta atvik sumarsins átti eftir að líta dagsins ljós. Framarar áttu aukaspyrnu og Hafsteinn Briem rúllaði boltanum til baka á Denis Cardaklija, markvörð Fram, og ætlaði greinilega að Denis myndi taka spyrnuna. Árni Vilhjálmsson aftur á móti hljóp að boltanum, tók hann og skoraði nánast í autt markið. Framarar urðu alveg brjálaðir en staðan orðin 1-0. Framarar voru heldur betur vankaðir eftir atvikið og aðeins tveim mínútum síðar skoraði Guðjón Pétur Lýðsson mark beint úr aukaspyrnu. Þröngt færi og Denis Cardaklija reiknaði greinilega með fyrirgjöf og boltinn sigldi aftur á móti bara rólega í netið. Fimm mínútum fyrir leikslok skoraði síðan Elfar Árni Aðalsteinsson þriðja mark Blika eftir frábæra stoðsendingu frá Árna Vilhjálmssyni. Allt í einu var staðan orðin 3-0 en rétt áður leit allt úr fyrir að leiknum myndu ljúka með markalausu jafntefli. Niðurstaðan 3-0 sigur Blika sem skjótast upp í sjöunda sætið. Bjarni: Full stórt tap„Þetta er kannski fullt stórt tap,“ segir Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum lélegir í fyrri hálfleik en eigum samt sem áður tvö mjög fín færi til að skora. Síðan komum við ekki alveg nægilega vel stemmdir inn í seinni hálfleikinn en mér fannst eins og við værum að vinna okkur inn í leikinn en þá gefum við þeim mark.“ Bjarni segir að eftir markið hafi allt opnast hjá liðinu og mörkin komið hvert á eftir öðru. Bjarni var ekki sáttur með fyrsta markið sem liðið fékk á sig. „Þarna kemur inn í leikinn skilningur dómarans. Það var ljóst að minn maður var ekki að taka aukaspyrnuna, ef hann hefði gert það hefði hann sent boltann þéttingsfast til baka. Það hefði enginn sagt neitt ef dómarinn hefði bara látið okkur taka spyrnuna aftur.“ Árni Vil: Þeir voru ekki að skilja hvorn annan„Þetta var algjör bikarúrslitaleikur fyrir okkur,“ segir Árni Vilhjálmsson, framherji Blika, eftir leikinn. Árni skoraði eitt mark í leiknum og lagði upp annað. „Við erum gríðarlega sáttir með það að halda hreinu og skora þessi þrjú mörk.“ Árni segir að stigin séu heldur betur kærkomin. „Maður fann það í upphitun hvað það var góð stemmning í hópnum.“ Árni skoraði fyrsta mark leiksins sem var nokkuð skrautlegt. „Þeir tóku aukaspyrnuna og voru einfaldlega ekki að skilja hvorn annan. Ég var fljótur að átta mig á þessu, náði boltanum og setti hann framhjá markverðinu.“ „Við getum samt sem áður alls ekkert farið að slaka á núna, næsti leikur verður alveg jafn mikilvægur og þessi og menn verða halda áfram.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport Fleiri fréttir Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Sjá meira