Palestínumenn eitt stórt skotmark Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 17. júlí 2014 08:00 Ungur palestínskur drengur slasaðist í loftárásum Ísraela í gær. Hér er honum hjúkrað af blaðamönnum sem urðu vitni að árásinni. Nordicphotos/AFP Ísraelsmenn settu aukinn þunga í loftárásir sínar á Gasa-svæðið í gær eftir að Hamas-liðar höfnuðu vopnahléstillögu frá Egyptum. Vopnahléið stóð í sex klukkustundir en Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hafði hótað öflugri árásum. Íbúar á Gasa-svæðinu fengu viðvaranir seint í fyrrakvöld um árásirnar og var sagt að rýma svæðið. Tilkynningum rigndi úr lofti, íbúar fengu símtöl og textaskilaboð. Tugir þúsunda eru nú á vergangi á svæðinu og eiga ekki í nein hús að venda. „Við fengum blöðunga sem sögðu okkur að flytjast burt,“ sagði Um Mohammed Rahmi, 56 ára gömul palestínsk kona, í samtali við fréttastofu Al Jazeera. Hún hvarf frá heimili sínu ásamt sex nágrönnum sínum á asnakerru. „Við vitum ekki hvert við erum að fara. Við vitum ekki hvert við ættum að fara. Við erum stefnulaus.“Heimilin horfin Palestínumenn reyndu að bjarga því sem bjargað varð eftir að hús þeirra voru eyðilögð í gær. Nordicphotos/AFPVilja vopnahlé að ákveðnum skilyrðum uppfylltum Loftárásir Ísraelsmanna hófust fyrir sólarupprás í gær og var þeim beint að um þrjátíu húsum. Einkum að húsum hærra settra Hamas-leiðtoga á borð við Mahmoud Zahar og Jamila Shanti. Árásir Ísraela, sem hófust á þriðjudaginn í síðustu viku, hafa nú valdið dauða um 220 Palestínumanna og hátt í fimmtán hundruð liggja særðir. Einn af fimm sem týnt hafa lífi er barn samkvæmt upplýsingum frá frjálsu félagasamtökunum Björgum bör nunum. Sameinuðu þjóðirnar segja mikinn meirihluta hinna látnu vera óbreytta borgara. Hamas-samtökin buðu tíu ára vopnahlé milli ríkjanna en fyrir því eru sett ákveðin skilyrði. Hamas vill að umsátursástandinu verði að fullu aflétt, íbúar Gasa-svæðisins fái að ferðast óáreittir inn og út af svæðinu og að tugum fanga sem haldið er af ísraelskum stjórnvöldum verði sleppt. Yfirvöld í Ísrael svöruðu ekki tilboðinu. Forseti Palestínu, Mahmoud Abbas, fór til Kaíró í Egyptalandi í gær til þess að ræða mögulegt vopnahlé. Að sögn Al Jazeera hefur hann þó lítið tjáð sig um stríðið og hefur það haft þau áhrif að stuðningur við hann meðal Palestínumanna hefur minnkað. Fyrrverandi talsmaður ríkisstjórnarinnar í Palestínu, Ghassan Khatib, sagði það hafa breyst hvar stuðningur fólksins lægi. „Það er greinilegt hver áhrifin eru, stuðningur við Hamas er að aukast á meðan stuðningur við yfirvöld í Palestínu og Abbas fer þverrandi.“Magnús Þorkell Bernharðsson er sérfróður í málefnum landanna fyrir botni Miðjarðarhafs.Íslenskur lektor segir friðarviðræðurnar á villigötum „Gasa-búar hafa hvergi stað til að flýja á,“ segir Magnús Þorkell Bernharðsson, lektor í sögu Mið-Austurlanda. „Þeir hafa ekki þann kost að vera flóttamenn. Þeir eru bara eitt stórt skotmark fyrir Ísraelsher.“ Gasa-svæðið á landamæri að Egyptalandi, Ísrael og Miðjarðarhafinu. Svæðið er hernumið og íbúum þess haldið innan landamæranna. Magnús segir stöðu aðilanna tveggja ójafna. „Hlutfallið sem við sjáum núna hefur aldrei verið svona slæmt, það er: fjöldi látinna Palestínumanna á móti fjölda látinna Ísraela. Þetta er á mun verra stigi en hefur verið áður.“ Hann segir viðbrögð almennings í Ísrael sýna að átökin séu komin á algjörlega nýtt stig en meirihlutinn þar fagnar árásunum. „Enda hefur eyðileggingin verið meiri Palestínu megin.“ Magnús segir friðarviðræður á villigötum. „Það er ekki verið að nálgast þetta mál út frá grunnvandanum.“ Vopnahléstillagan sem Egyptar lögðu fram í fyrradag hafi minnt á leikrit þar sem allir skilmálar hafi verið Ísraelsmönnum í hag og Palestínumenn því ekki getað sætt sig við hana. Að hans áliti er ekki líklegt að neitt komi til með að breytast á næstu mánuðum nema almenningsálitið í Ísrael breytist eða með stjórnarskiptum í Bandaríkjunum í nóvember. „Kannski þegar Obama er kominn á seinni hluta kjörtímabilsins, þá vill hann kannski gera eitthvað róttækara í þessum málum.“ Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Ísraelsmenn settu aukinn þunga í loftárásir sínar á Gasa-svæðið í gær eftir að Hamas-liðar höfnuðu vopnahléstillögu frá Egyptum. Vopnahléið stóð í sex klukkustundir en Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hafði hótað öflugri árásum. Íbúar á Gasa-svæðinu fengu viðvaranir seint í fyrrakvöld um árásirnar og var sagt að rýma svæðið. Tilkynningum rigndi úr lofti, íbúar fengu símtöl og textaskilaboð. Tugir þúsunda eru nú á vergangi á svæðinu og eiga ekki í nein hús að venda. „Við fengum blöðunga sem sögðu okkur að flytjast burt,“ sagði Um Mohammed Rahmi, 56 ára gömul palestínsk kona, í samtali við fréttastofu Al Jazeera. Hún hvarf frá heimili sínu ásamt sex nágrönnum sínum á asnakerru. „Við vitum ekki hvert við erum að fara. Við vitum ekki hvert við ættum að fara. Við erum stefnulaus.“Heimilin horfin Palestínumenn reyndu að bjarga því sem bjargað varð eftir að hús þeirra voru eyðilögð í gær. Nordicphotos/AFPVilja vopnahlé að ákveðnum skilyrðum uppfylltum Loftárásir Ísraelsmanna hófust fyrir sólarupprás í gær og var þeim beint að um þrjátíu húsum. Einkum að húsum hærra settra Hamas-leiðtoga á borð við Mahmoud Zahar og Jamila Shanti. Árásir Ísraela, sem hófust á þriðjudaginn í síðustu viku, hafa nú valdið dauða um 220 Palestínumanna og hátt í fimmtán hundruð liggja særðir. Einn af fimm sem týnt hafa lífi er barn samkvæmt upplýsingum frá frjálsu félagasamtökunum Björgum bör nunum. Sameinuðu þjóðirnar segja mikinn meirihluta hinna látnu vera óbreytta borgara. Hamas-samtökin buðu tíu ára vopnahlé milli ríkjanna en fyrir því eru sett ákveðin skilyrði. Hamas vill að umsátursástandinu verði að fullu aflétt, íbúar Gasa-svæðisins fái að ferðast óáreittir inn og út af svæðinu og að tugum fanga sem haldið er af ísraelskum stjórnvöldum verði sleppt. Yfirvöld í Ísrael svöruðu ekki tilboðinu. Forseti Palestínu, Mahmoud Abbas, fór til Kaíró í Egyptalandi í gær til þess að ræða mögulegt vopnahlé. Að sögn Al Jazeera hefur hann þó lítið tjáð sig um stríðið og hefur það haft þau áhrif að stuðningur við hann meðal Palestínumanna hefur minnkað. Fyrrverandi talsmaður ríkisstjórnarinnar í Palestínu, Ghassan Khatib, sagði það hafa breyst hvar stuðningur fólksins lægi. „Það er greinilegt hver áhrifin eru, stuðningur við Hamas er að aukast á meðan stuðningur við yfirvöld í Palestínu og Abbas fer þverrandi.“Magnús Þorkell Bernharðsson er sérfróður í málefnum landanna fyrir botni Miðjarðarhafs.Íslenskur lektor segir friðarviðræðurnar á villigötum „Gasa-búar hafa hvergi stað til að flýja á,“ segir Magnús Þorkell Bernharðsson, lektor í sögu Mið-Austurlanda. „Þeir hafa ekki þann kost að vera flóttamenn. Þeir eru bara eitt stórt skotmark fyrir Ísraelsher.“ Gasa-svæðið á landamæri að Egyptalandi, Ísrael og Miðjarðarhafinu. Svæðið er hernumið og íbúum þess haldið innan landamæranna. Magnús segir stöðu aðilanna tveggja ójafna. „Hlutfallið sem við sjáum núna hefur aldrei verið svona slæmt, það er: fjöldi látinna Palestínumanna á móti fjölda látinna Ísraela. Þetta er á mun verra stigi en hefur verið áður.“ Hann segir viðbrögð almennings í Ísrael sýna að átökin séu komin á algjörlega nýtt stig en meirihlutinn þar fagnar árásunum. „Enda hefur eyðileggingin verið meiri Palestínu megin.“ Magnús segir friðarviðræður á villigötum. „Það er ekki verið að nálgast þetta mál út frá grunnvandanum.“ Vopnahléstillagan sem Egyptar lögðu fram í fyrradag hafi minnt á leikrit þar sem allir skilmálar hafi verið Ísraelsmönnum í hag og Palestínumenn því ekki getað sætt sig við hana. Að hans áliti er ekki líklegt að neitt komi til með að breytast á næstu mánuðum nema almenningsálitið í Ísrael breytist eða með stjórnarskiptum í Bandaríkjunum í nóvember. „Kannski þegar Obama er kominn á seinni hluta kjörtímabilsins, þá vill hann kannski gera eitthvað róttækara í þessum málum.“
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira