Palestínumenn eitt stórt skotmark Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 17. júlí 2014 08:00 Ungur palestínskur drengur slasaðist í loftárásum Ísraela í gær. Hér er honum hjúkrað af blaðamönnum sem urðu vitni að árásinni. Nordicphotos/AFP Ísraelsmenn settu aukinn þunga í loftárásir sínar á Gasa-svæðið í gær eftir að Hamas-liðar höfnuðu vopnahléstillögu frá Egyptum. Vopnahléið stóð í sex klukkustundir en Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hafði hótað öflugri árásum. Íbúar á Gasa-svæðinu fengu viðvaranir seint í fyrrakvöld um árásirnar og var sagt að rýma svæðið. Tilkynningum rigndi úr lofti, íbúar fengu símtöl og textaskilaboð. Tugir þúsunda eru nú á vergangi á svæðinu og eiga ekki í nein hús að venda. „Við fengum blöðunga sem sögðu okkur að flytjast burt,“ sagði Um Mohammed Rahmi, 56 ára gömul palestínsk kona, í samtali við fréttastofu Al Jazeera. Hún hvarf frá heimili sínu ásamt sex nágrönnum sínum á asnakerru. „Við vitum ekki hvert við erum að fara. Við vitum ekki hvert við ættum að fara. Við erum stefnulaus.“Heimilin horfin Palestínumenn reyndu að bjarga því sem bjargað varð eftir að hús þeirra voru eyðilögð í gær. Nordicphotos/AFPVilja vopnahlé að ákveðnum skilyrðum uppfylltum Loftárásir Ísraelsmanna hófust fyrir sólarupprás í gær og var þeim beint að um þrjátíu húsum. Einkum að húsum hærra settra Hamas-leiðtoga á borð við Mahmoud Zahar og Jamila Shanti. Árásir Ísraela, sem hófust á þriðjudaginn í síðustu viku, hafa nú valdið dauða um 220 Palestínumanna og hátt í fimmtán hundruð liggja særðir. Einn af fimm sem týnt hafa lífi er barn samkvæmt upplýsingum frá frjálsu félagasamtökunum Björgum bör nunum. Sameinuðu þjóðirnar segja mikinn meirihluta hinna látnu vera óbreytta borgara. Hamas-samtökin buðu tíu ára vopnahlé milli ríkjanna en fyrir því eru sett ákveðin skilyrði. Hamas vill að umsátursástandinu verði að fullu aflétt, íbúar Gasa-svæðisins fái að ferðast óáreittir inn og út af svæðinu og að tugum fanga sem haldið er af ísraelskum stjórnvöldum verði sleppt. Yfirvöld í Ísrael svöruðu ekki tilboðinu. Forseti Palestínu, Mahmoud Abbas, fór til Kaíró í Egyptalandi í gær til þess að ræða mögulegt vopnahlé. Að sögn Al Jazeera hefur hann þó lítið tjáð sig um stríðið og hefur það haft þau áhrif að stuðningur við hann meðal Palestínumanna hefur minnkað. Fyrrverandi talsmaður ríkisstjórnarinnar í Palestínu, Ghassan Khatib, sagði það hafa breyst hvar stuðningur fólksins lægi. „Það er greinilegt hver áhrifin eru, stuðningur við Hamas er að aukast á meðan stuðningur við yfirvöld í Palestínu og Abbas fer þverrandi.“Magnús Þorkell Bernharðsson er sérfróður í málefnum landanna fyrir botni Miðjarðarhafs.Íslenskur lektor segir friðarviðræðurnar á villigötum „Gasa-búar hafa hvergi stað til að flýja á,“ segir Magnús Þorkell Bernharðsson, lektor í sögu Mið-Austurlanda. „Þeir hafa ekki þann kost að vera flóttamenn. Þeir eru bara eitt stórt skotmark fyrir Ísraelsher.“ Gasa-svæðið á landamæri að Egyptalandi, Ísrael og Miðjarðarhafinu. Svæðið er hernumið og íbúum þess haldið innan landamæranna. Magnús segir stöðu aðilanna tveggja ójafna. „Hlutfallið sem við sjáum núna hefur aldrei verið svona slæmt, það er: fjöldi látinna Palestínumanna á móti fjölda látinna Ísraela. Þetta er á mun verra stigi en hefur verið áður.“ Hann segir viðbrögð almennings í Ísrael sýna að átökin séu komin á algjörlega nýtt stig en meirihlutinn þar fagnar árásunum. „Enda hefur eyðileggingin verið meiri Palestínu megin.“ Magnús segir friðarviðræður á villigötum. „Það er ekki verið að nálgast þetta mál út frá grunnvandanum.“ Vopnahléstillagan sem Egyptar lögðu fram í fyrradag hafi minnt á leikrit þar sem allir skilmálar hafi verið Ísraelsmönnum í hag og Palestínumenn því ekki getað sætt sig við hana. Að hans áliti er ekki líklegt að neitt komi til með að breytast á næstu mánuðum nema almenningsálitið í Ísrael breytist eða með stjórnarskiptum í Bandaríkjunum í nóvember. „Kannski þegar Obama er kominn á seinni hluta kjörtímabilsins, þá vill hann kannski gera eitthvað róttækara í þessum málum.“ Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Ísraelsmenn settu aukinn þunga í loftárásir sínar á Gasa-svæðið í gær eftir að Hamas-liðar höfnuðu vopnahléstillögu frá Egyptum. Vopnahléið stóð í sex klukkustundir en Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hafði hótað öflugri árásum. Íbúar á Gasa-svæðinu fengu viðvaranir seint í fyrrakvöld um árásirnar og var sagt að rýma svæðið. Tilkynningum rigndi úr lofti, íbúar fengu símtöl og textaskilaboð. Tugir þúsunda eru nú á vergangi á svæðinu og eiga ekki í nein hús að venda. „Við fengum blöðunga sem sögðu okkur að flytjast burt,“ sagði Um Mohammed Rahmi, 56 ára gömul palestínsk kona, í samtali við fréttastofu Al Jazeera. Hún hvarf frá heimili sínu ásamt sex nágrönnum sínum á asnakerru. „Við vitum ekki hvert við erum að fara. Við vitum ekki hvert við ættum að fara. Við erum stefnulaus.“Heimilin horfin Palestínumenn reyndu að bjarga því sem bjargað varð eftir að hús þeirra voru eyðilögð í gær. Nordicphotos/AFPVilja vopnahlé að ákveðnum skilyrðum uppfylltum Loftárásir Ísraelsmanna hófust fyrir sólarupprás í gær og var þeim beint að um þrjátíu húsum. Einkum að húsum hærra settra Hamas-leiðtoga á borð við Mahmoud Zahar og Jamila Shanti. Árásir Ísraela, sem hófust á þriðjudaginn í síðustu viku, hafa nú valdið dauða um 220 Palestínumanna og hátt í fimmtán hundruð liggja særðir. Einn af fimm sem týnt hafa lífi er barn samkvæmt upplýsingum frá frjálsu félagasamtökunum Björgum bör nunum. Sameinuðu þjóðirnar segja mikinn meirihluta hinna látnu vera óbreytta borgara. Hamas-samtökin buðu tíu ára vopnahlé milli ríkjanna en fyrir því eru sett ákveðin skilyrði. Hamas vill að umsátursástandinu verði að fullu aflétt, íbúar Gasa-svæðisins fái að ferðast óáreittir inn og út af svæðinu og að tugum fanga sem haldið er af ísraelskum stjórnvöldum verði sleppt. Yfirvöld í Ísrael svöruðu ekki tilboðinu. Forseti Palestínu, Mahmoud Abbas, fór til Kaíró í Egyptalandi í gær til þess að ræða mögulegt vopnahlé. Að sögn Al Jazeera hefur hann þó lítið tjáð sig um stríðið og hefur það haft þau áhrif að stuðningur við hann meðal Palestínumanna hefur minnkað. Fyrrverandi talsmaður ríkisstjórnarinnar í Palestínu, Ghassan Khatib, sagði það hafa breyst hvar stuðningur fólksins lægi. „Það er greinilegt hver áhrifin eru, stuðningur við Hamas er að aukast á meðan stuðningur við yfirvöld í Palestínu og Abbas fer þverrandi.“Magnús Þorkell Bernharðsson er sérfróður í málefnum landanna fyrir botni Miðjarðarhafs.Íslenskur lektor segir friðarviðræðurnar á villigötum „Gasa-búar hafa hvergi stað til að flýja á,“ segir Magnús Þorkell Bernharðsson, lektor í sögu Mið-Austurlanda. „Þeir hafa ekki þann kost að vera flóttamenn. Þeir eru bara eitt stórt skotmark fyrir Ísraelsher.“ Gasa-svæðið á landamæri að Egyptalandi, Ísrael og Miðjarðarhafinu. Svæðið er hernumið og íbúum þess haldið innan landamæranna. Magnús segir stöðu aðilanna tveggja ójafna. „Hlutfallið sem við sjáum núna hefur aldrei verið svona slæmt, það er: fjöldi látinna Palestínumanna á móti fjölda látinna Ísraela. Þetta er á mun verra stigi en hefur verið áður.“ Hann segir viðbrögð almennings í Ísrael sýna að átökin séu komin á algjörlega nýtt stig en meirihlutinn þar fagnar árásunum. „Enda hefur eyðileggingin verið meiri Palestínu megin.“ Magnús segir friðarviðræður á villigötum. „Það er ekki verið að nálgast þetta mál út frá grunnvandanum.“ Vopnahléstillagan sem Egyptar lögðu fram í fyrradag hafi minnt á leikrit þar sem allir skilmálar hafi verið Ísraelsmönnum í hag og Palestínumenn því ekki getað sætt sig við hana. Að hans áliti er ekki líklegt að neitt komi til með að breytast á næstu mánuðum nema almenningsálitið í Ísrael breytist eða með stjórnarskiptum í Bandaríkjunum í nóvember. „Kannski þegar Obama er kominn á seinni hluta kjörtímabilsins, þá vill hann kannski gera eitthvað róttækara í þessum málum.“
Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira