Erlent

Barnaníðingar munu fá sömu meðferð og hryðjuverkamenn

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. vísir/afp
Barnaníðingar munu fá sömu meðferð og hryðjuverkamenn samkvæmt nýjum lögum sem taka gildi í Bretlandi í náinni framtíð.

David Cameron forsætisráðherra segir að lögunum sé ætlað að koma í veg fyrir að barnaníðingar megi búa til eða eiga leiðbeiningar um það hvernig best sé að finna þolendur kynferðisofbeldis og komast hjá því að verða gómaðir. Munu níðingarnir því sitja við sama borð og öfgamenn sem hafa undir höndum leiðbeiningar við sprengjugerð.

„Það er algjörlega óásættanlegt að barnaníðingar geti skrifað og dreift þessum viðbjóðslegu skjölum löglega,“ segir Cameron í samtali við Sunday Times.

„Ég vil tryggja að við gerum allt sem í valdi okkar stendur til að vernda börn, og þess vegna vil ég gera þetta ólöglegt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×