Enski boltinn

"Velkominn heim, ljúfi prins“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eiður Smári Guðjohsen klæðist hvítum búningi Bolton á ný.
Eiður Smári Guðjohsen klæðist hvítum búningi Bolton á ný. vísir/getty
Eins og greint var frá í morgun er Eiður Smári Guðjohnsen kominn aftur til Bolton eftir fjórtán ára fjarveru, en hann skrifaði undir samning til loka tímabilsins. 

Eiður Smári spilaði 73 leiki með Bolton frá 1998-2000 áður en hann var seldur til Chelsea fyrir fjórar milljónir punda, og lifir hann enn í hjörtum stuðningsmanna liðsins.

Enginn virðist þó glaðari en Chris nokkur Manning sem Vísir sagði frá um daginn, en hann skrifaði svakalega lofræðu um Eið Smára á Lion of Vienna Suite, samfélagssíðu Bolton-manna.

„Ég þori alveg að segja, að ég er ástfanginn af karlmanni. Þetta kemur konunni minni kannski á óvart, en kannski ekki. Þetta kemur vinum mínum og fjölskyldu kannski á óvart, en kannski ekki,“ skrifaði Manning.

Þegar fréttir fóru að berast í gær að Eiður Smári væri búinn að skrifa undir og væri kominn aftur eftir fjórtán ára fjarveru lifnaði yfir Manning á Twitter.

Hann skrifaði færslu með mynd af Eiði sem í stóð: „Velkominn heim, ljúfi prins.“ Hann breytti svo myndinni af sjálfum sér á Twitter-síðunni í myndina af Eiði Smára.

Óvíst er hvort Eiður Smári geti verið með gegn Reading um helgina, en Stöð 2 Sport 3 sýnir beint frá leik Bolton og Ipswich um aðra helgi þar sem hann mun vafalítið koma við sögu.


Tengdar fréttir

Eiður snýr aftur fjórtán árum síðar

Eiður Smári Guðjohnsen skrifaði undir samning til loka tímabilsins við Bolton í gær. Hann spilaði síðast fyrir liðið árið 2000. Hann snýr nú aftur til félagsins eftir langan og farsælan feril. Endurkoma í landsliðið?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×