Grófum 33.000 kílómetra af skurðum en landið illa nýtt Svavar Hávarðsson skrifar 11. desember 2014 09:00 Skurðir sem þessir voru grafnir fyrir ríkisstyrki um áratugaskeið. Þegar styrkir voru ekki lengur fáanlegir lauk greftri framræsluskurða fljótt. mynd/jón guðmundsson Verulegur hluti þeirra 3.900 ferkílómetra lands sem hafa verið ræstir fram hér á landi hefur ekki verið tekinn til túnræktar eða er nýttur sem beitarland. Áhrif þessa mikla inngrips í náttúru landsins eru víðfeðm, og endurheimt votlendis því talin aðkallandi umhverfismál. Það lýtur ekki síst að losun gróðurhúsalofttegunda. „Það er mikið af þessu landi sem er ekki beinlínis nýtt til landbúnaðar, og þá vegna þess að töluvert af umræddum jörðum hefur farið í eyði og að menn ræstu líka meira fram en þeir notuðu fyrir tún. En það er rétt, framræsla var miklu meiri en nýting gaf beint tilefni til,“ segir Guðmundur Halldórsson, rannsóknarstjóri hjá Landgræðslunni, um þá staðreynd að hátt í helmingur af öllu votlendi á Íslandi hefur verið þurrkaður upp með framræslu.Sláandi tölur Tölurnar eru sláandi, má segja. Þurrkuð hafa verið upp um 40 prósent alls votlendis. Það er talið vera um 3.900 ferkílómetrar en heildarútbreiðsla votlendis á Íslandi er um 10.000 ferkílómetrar, eða u.þ.b. 10% landsins. Skýringanna á þessum framkvæmdum er að leita aftur til miðrar 20. aldar þegar viðamikil framræsla hófst með það að markmiði að auka framleiðni í landbúnaði. Annars vegar var verið að skapa möguleika til túnræktar á frjósömum mýrarjarðvegi í kjölfar framræslu og hins vegar að skapa nothæf beitilönd. Í þessum tilgangi voru grafnir um 33.000 kílómetrar af skurðum – en til samanburðar er ummál jarðar um miðbaug 40.000 kílómetrar.Guðmundur HalldórssonJón Guðmundsson, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands, þekkir þessa sögu vel. Athuganir Jóns og annarra vísindamanna benda til að heildarflatarmál á framræstu landi sem flokkað er einfaldlega sem mólendi nemur um 3.400 ferkílómetrum. Tún og akrar eru ekki nema rétt rúmlega 500 ferkílómetrar að viðbættum 25 ferkílómetrum lands sem flokkast sem skóglendi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins má ætla að þúsund ferkílómetra votlendis mætti endurheimta með litlum fyrirvara og „án þess að stíga á margar tær“, eins og það er orðað. Þar er átt við að hagsmunir fárra teygi sig inn á þetta tiltekna landsvæði. Það er mikið landsvæði þegar haft er í huga að endurheimt votlendis á tímabilinu 1993 til 2012 voru sex ferkílómetrar þegar allt er talið. Hér verður að taka fram að langur vegur er frá því að lengd skurða gefi heildstæða mynd; inn í hana vantar allar tölur yfir framræslu vegna annarra framkvæmda s.s. vegagerðar, skógræktar, hönnunar sumarbústaðabyggða og vegna þéttbýlismyndunar – og að á árunum 1962-1993 voru grafnir 62.000 kílómetrar af plógræsum. Því má fullyrða að mat um að 40 prósent votlendis hafi verið ræst fram er gróft vanmat á því votlendi sem hefur verið þurrkað upp.Aðkallandi Í greinargerð starfshóps til umhverfisráðherra vegna nýrra landgræðslulaga er m.a. fjallað um framræslu votlendis á Íslandi. Þar segir: „Töluverðir möguleikar eru á að endurheimta votlendi hér á landi, án þess að skerða hagsmuni landbúnaðar, og er það aðkallandi umhverfismál.“ Það sem vitað er núna, en ekki þegar skurðirnir voru flestir grafnir, er að framræsla votlendis veldur oxun eða bruna á lífrænum efnum í mold sem stuðlar að losun koltvísýrings (CO2) út í andrúmsloftið. „Þessi losun er mjög mikil á Íslandi. Endurheimt votlendis hefur því mjög fjölþætt gildi bæði sem náttúruverndaraðgerð og til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda,“ benda nefndarmenn á í fyrrnefndri skýrslu. Hér er ótalið að framræslan hefur gríðarleg áhrif á vatnshag og búsvæði fjölmargra lífverutegunda. Votlendi eru einnig upprunastaður fyrir næringu í ám og vötnum sem mótar m.a. framleiðni vatnakerfa og framleiðni strandsvæða, þar sem eru uppvaxtarstaðir ýmissa fiskistofna og mikilvæg búsvæði margra fuglategunda. Ekki þarf að minna landsmenn á keldusvínið sem er útdautt sem varpfugl á Íslandi – en minkurinn á reyndar sinn kafla í þeirri sögu.Vatnsmiðlun „Votlendið er líka hin náttúrulega flóðavörn. Það tekur til sín úrkomu og safnar vatninu og geymir. Því skilar votlendið hægt og rólega til baka. Það sem er búið að gerast hér og erlendis er að með framræslu hættir þetta kerfi að virka og ein ástæða þess að menn eru að lenda í vanda vegna flóða erlendis. Hér lendum við ekki í vandræðum af því að engar stórborgir eru til að lenda fyrir vatninu,“ segir Guðmundur og bætir við að flóðum fylgi hins vegar landeyðing margs konar. „Þessi vatnsmiðlun er gríðarlega mikilvæg fyrir landið yfirleitt en það er búið að raska henni svo mikið að hún er hvorki fugl né fiskur miðað við það sem hún annars væri,“ segir Guðmundur. Loftslagsmál Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Verulegur hluti þeirra 3.900 ferkílómetra lands sem hafa verið ræstir fram hér á landi hefur ekki verið tekinn til túnræktar eða er nýttur sem beitarland. Áhrif þessa mikla inngrips í náttúru landsins eru víðfeðm, og endurheimt votlendis því talin aðkallandi umhverfismál. Það lýtur ekki síst að losun gróðurhúsalofttegunda. „Það er mikið af þessu landi sem er ekki beinlínis nýtt til landbúnaðar, og þá vegna þess að töluvert af umræddum jörðum hefur farið í eyði og að menn ræstu líka meira fram en þeir notuðu fyrir tún. En það er rétt, framræsla var miklu meiri en nýting gaf beint tilefni til,“ segir Guðmundur Halldórsson, rannsóknarstjóri hjá Landgræðslunni, um þá staðreynd að hátt í helmingur af öllu votlendi á Íslandi hefur verið þurrkaður upp með framræslu.Sláandi tölur Tölurnar eru sláandi, má segja. Þurrkuð hafa verið upp um 40 prósent alls votlendis. Það er talið vera um 3.900 ferkílómetrar en heildarútbreiðsla votlendis á Íslandi er um 10.000 ferkílómetrar, eða u.þ.b. 10% landsins. Skýringanna á þessum framkvæmdum er að leita aftur til miðrar 20. aldar þegar viðamikil framræsla hófst með það að markmiði að auka framleiðni í landbúnaði. Annars vegar var verið að skapa möguleika til túnræktar á frjósömum mýrarjarðvegi í kjölfar framræslu og hins vegar að skapa nothæf beitilönd. Í þessum tilgangi voru grafnir um 33.000 kílómetrar af skurðum – en til samanburðar er ummál jarðar um miðbaug 40.000 kílómetrar.Guðmundur HalldórssonJón Guðmundsson, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands, þekkir þessa sögu vel. Athuganir Jóns og annarra vísindamanna benda til að heildarflatarmál á framræstu landi sem flokkað er einfaldlega sem mólendi nemur um 3.400 ferkílómetrum. Tún og akrar eru ekki nema rétt rúmlega 500 ferkílómetrar að viðbættum 25 ferkílómetrum lands sem flokkast sem skóglendi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins má ætla að þúsund ferkílómetra votlendis mætti endurheimta með litlum fyrirvara og „án þess að stíga á margar tær“, eins og það er orðað. Þar er átt við að hagsmunir fárra teygi sig inn á þetta tiltekna landsvæði. Það er mikið landsvæði þegar haft er í huga að endurheimt votlendis á tímabilinu 1993 til 2012 voru sex ferkílómetrar þegar allt er talið. Hér verður að taka fram að langur vegur er frá því að lengd skurða gefi heildstæða mynd; inn í hana vantar allar tölur yfir framræslu vegna annarra framkvæmda s.s. vegagerðar, skógræktar, hönnunar sumarbústaðabyggða og vegna þéttbýlismyndunar – og að á árunum 1962-1993 voru grafnir 62.000 kílómetrar af plógræsum. Því má fullyrða að mat um að 40 prósent votlendis hafi verið ræst fram er gróft vanmat á því votlendi sem hefur verið þurrkað upp.Aðkallandi Í greinargerð starfshóps til umhverfisráðherra vegna nýrra landgræðslulaga er m.a. fjallað um framræslu votlendis á Íslandi. Þar segir: „Töluverðir möguleikar eru á að endurheimta votlendi hér á landi, án þess að skerða hagsmuni landbúnaðar, og er það aðkallandi umhverfismál.“ Það sem vitað er núna, en ekki þegar skurðirnir voru flestir grafnir, er að framræsla votlendis veldur oxun eða bruna á lífrænum efnum í mold sem stuðlar að losun koltvísýrings (CO2) út í andrúmsloftið. „Þessi losun er mjög mikil á Íslandi. Endurheimt votlendis hefur því mjög fjölþætt gildi bæði sem náttúruverndaraðgerð og til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda,“ benda nefndarmenn á í fyrrnefndri skýrslu. Hér er ótalið að framræslan hefur gríðarleg áhrif á vatnshag og búsvæði fjölmargra lífverutegunda. Votlendi eru einnig upprunastaður fyrir næringu í ám og vötnum sem mótar m.a. framleiðni vatnakerfa og framleiðni strandsvæða, þar sem eru uppvaxtarstaðir ýmissa fiskistofna og mikilvæg búsvæði margra fuglategunda. Ekki þarf að minna landsmenn á keldusvínið sem er útdautt sem varpfugl á Íslandi – en minkurinn á reyndar sinn kafla í þeirri sögu.Vatnsmiðlun „Votlendið er líka hin náttúrulega flóðavörn. Það tekur til sín úrkomu og safnar vatninu og geymir. Því skilar votlendið hægt og rólega til baka. Það sem er búið að gerast hér og erlendis er að með framræslu hættir þetta kerfi að virka og ein ástæða þess að menn eru að lenda í vanda vegna flóða erlendis. Hér lendum við ekki í vandræðum af því að engar stórborgir eru til að lenda fyrir vatninu,“ segir Guðmundur og bætir við að flóðum fylgi hins vegar landeyðing margs konar. „Þessi vatnsmiðlun er gríðarlega mikilvæg fyrir landið yfirleitt en það er búið að raska henni svo mikið að hún er hvorki fugl né fiskur miðað við það sem hún annars væri,“ segir Guðmundur.
Loftslagsmál Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira