Þrír til viðbótar í einangrun á Spáni Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. október 2014 07:00 Norskur læknir fluttur á sjúkrahús í Ósló frá Síerra Leóne, þar sem hann smitaðist af ebóluveirunni. fréttablaðið/AP Þrír menn til viðbótar hafa verið settir í einangrun á sjúkrahúsi á Spáni vegna hættu á að þeir hafi smitast af ebóluveirunni. Að auki er grannt fylgst með um fimmtíu manns. Allt eru þetta viðbrögð við veikindum hjúkrunarfræðings á Spáni, konu á fimmtugsaldri sem smitaðist þegar hún vann að hjúkrun tveggja spænskra presta. Þeir létust báðir af völdum ebóluveirunnar, en höfðu smitast í Afríku þar sem þeir unnu að aðhlynningu ebólusmitaðra. Konan smitaðist þrátt fyrir varúðarráðstafanir á sjúkrahúsinu, en þær varúðarráðstafanir virðast ekki hafa verið samkvæmt ýtrustu kröfum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Umræða hefur því vaknað á Spáni um það, hvort þær öryggisráðstafanir sem notaðar eru þar séu nægilega góðar. Konan var í tveimur hlífðarbúningum, með hanska og augnhlífar, en spænska dagblaðið El País hefur það eftir heilbrigðisstarfsfólki að hlífðarbúningarnir hafi ekki verið algerlega vatnsheldir. Ekki hafi heldur verið notaður sérstakur öndunarbúnaður, sem hefði tryggt betur að smit gæti ekki borist í konuna. Að sögn spænskra yfirvalda er hafin rannsókn á málinu. Um tuttugu heilbrigðisstarfsmenn komu hins vegar í gær saman fyrir utan sjúkrahúsið í Madrid, þar sem konan starfaði, og kröfðust þess að Ana Mato heilbrigðisráðherra segði af sér vegna málsins. Eiginmaður hjúkrunarkonunnar hefur verið lagður inn á sjúkrahús í öryggisskyni þótt engin einkenni hafi komið í ljós. Hjúkrunarkonan er sögð vera með hita en hafa engin önnur einkenni ebólusmits. Hún fór í frí eftir að hafa sinnt prestinum, sem lést, en var lögð inn á sjúkrahús á mánudag. Hjúkrunarkonan á Spáni er sú fyrsta sem smitast hefur af veirunni utan Afríku. Nærri 400 heilbrigðisstarfsmenn hafa hins vegar látist af völdum veirunnar í Líberíu, Gíneu og Síerra Leóne, en þessi þrjú lönd hafa farið verst út úr faraldrinum. Alls hefur faraldurinn kostað meira en 3.500 manns lífið og óttast er að útbreiðslan geti farið að ná til annarra heimshluta. Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Þrír menn til viðbótar hafa verið settir í einangrun á sjúkrahúsi á Spáni vegna hættu á að þeir hafi smitast af ebóluveirunni. Að auki er grannt fylgst með um fimmtíu manns. Allt eru þetta viðbrögð við veikindum hjúkrunarfræðings á Spáni, konu á fimmtugsaldri sem smitaðist þegar hún vann að hjúkrun tveggja spænskra presta. Þeir létust báðir af völdum ebóluveirunnar, en höfðu smitast í Afríku þar sem þeir unnu að aðhlynningu ebólusmitaðra. Konan smitaðist þrátt fyrir varúðarráðstafanir á sjúkrahúsinu, en þær varúðarráðstafanir virðast ekki hafa verið samkvæmt ýtrustu kröfum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Umræða hefur því vaknað á Spáni um það, hvort þær öryggisráðstafanir sem notaðar eru þar séu nægilega góðar. Konan var í tveimur hlífðarbúningum, með hanska og augnhlífar, en spænska dagblaðið El País hefur það eftir heilbrigðisstarfsfólki að hlífðarbúningarnir hafi ekki verið algerlega vatnsheldir. Ekki hafi heldur verið notaður sérstakur öndunarbúnaður, sem hefði tryggt betur að smit gæti ekki borist í konuna. Að sögn spænskra yfirvalda er hafin rannsókn á málinu. Um tuttugu heilbrigðisstarfsmenn komu hins vegar í gær saman fyrir utan sjúkrahúsið í Madrid, þar sem konan starfaði, og kröfðust þess að Ana Mato heilbrigðisráðherra segði af sér vegna málsins. Eiginmaður hjúkrunarkonunnar hefur verið lagður inn á sjúkrahús í öryggisskyni þótt engin einkenni hafi komið í ljós. Hjúkrunarkonan er sögð vera með hita en hafa engin önnur einkenni ebólusmits. Hún fór í frí eftir að hafa sinnt prestinum, sem lést, en var lögð inn á sjúkrahús á mánudag. Hjúkrunarkonan á Spáni er sú fyrsta sem smitast hefur af veirunni utan Afríku. Nærri 400 heilbrigðisstarfsmenn hafa hins vegar látist af völdum veirunnar í Líberíu, Gíneu og Síerra Leóne, en þessi þrjú lönd hafa farið verst út úr faraldrinum. Alls hefur faraldurinn kostað meira en 3.500 manns lífið og óttast er að útbreiðslan geti farið að ná til annarra heimshluta.
Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira