Þrír til viðbótar í einangrun á Spáni Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. október 2014 07:00 Norskur læknir fluttur á sjúkrahús í Ósló frá Síerra Leóne, þar sem hann smitaðist af ebóluveirunni. fréttablaðið/AP Þrír menn til viðbótar hafa verið settir í einangrun á sjúkrahúsi á Spáni vegna hættu á að þeir hafi smitast af ebóluveirunni. Að auki er grannt fylgst með um fimmtíu manns. Allt eru þetta viðbrögð við veikindum hjúkrunarfræðings á Spáni, konu á fimmtugsaldri sem smitaðist þegar hún vann að hjúkrun tveggja spænskra presta. Þeir létust báðir af völdum ebóluveirunnar, en höfðu smitast í Afríku þar sem þeir unnu að aðhlynningu ebólusmitaðra. Konan smitaðist þrátt fyrir varúðarráðstafanir á sjúkrahúsinu, en þær varúðarráðstafanir virðast ekki hafa verið samkvæmt ýtrustu kröfum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Umræða hefur því vaknað á Spáni um það, hvort þær öryggisráðstafanir sem notaðar eru þar séu nægilega góðar. Konan var í tveimur hlífðarbúningum, með hanska og augnhlífar, en spænska dagblaðið El País hefur það eftir heilbrigðisstarfsfólki að hlífðarbúningarnir hafi ekki verið algerlega vatnsheldir. Ekki hafi heldur verið notaður sérstakur öndunarbúnaður, sem hefði tryggt betur að smit gæti ekki borist í konuna. Að sögn spænskra yfirvalda er hafin rannsókn á málinu. Um tuttugu heilbrigðisstarfsmenn komu hins vegar í gær saman fyrir utan sjúkrahúsið í Madrid, þar sem konan starfaði, og kröfðust þess að Ana Mato heilbrigðisráðherra segði af sér vegna málsins. Eiginmaður hjúkrunarkonunnar hefur verið lagður inn á sjúkrahús í öryggisskyni þótt engin einkenni hafi komið í ljós. Hjúkrunarkonan er sögð vera með hita en hafa engin önnur einkenni ebólusmits. Hún fór í frí eftir að hafa sinnt prestinum, sem lést, en var lögð inn á sjúkrahús á mánudag. Hjúkrunarkonan á Spáni er sú fyrsta sem smitast hefur af veirunni utan Afríku. Nærri 400 heilbrigðisstarfsmenn hafa hins vegar látist af völdum veirunnar í Líberíu, Gíneu og Síerra Leóne, en þessi þrjú lönd hafa farið verst út úr faraldrinum. Alls hefur faraldurinn kostað meira en 3.500 manns lífið og óttast er að útbreiðslan geti farið að ná til annarra heimshluta. Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Þrír menn til viðbótar hafa verið settir í einangrun á sjúkrahúsi á Spáni vegna hættu á að þeir hafi smitast af ebóluveirunni. Að auki er grannt fylgst með um fimmtíu manns. Allt eru þetta viðbrögð við veikindum hjúkrunarfræðings á Spáni, konu á fimmtugsaldri sem smitaðist þegar hún vann að hjúkrun tveggja spænskra presta. Þeir létust báðir af völdum ebóluveirunnar, en höfðu smitast í Afríku þar sem þeir unnu að aðhlynningu ebólusmitaðra. Konan smitaðist þrátt fyrir varúðarráðstafanir á sjúkrahúsinu, en þær varúðarráðstafanir virðast ekki hafa verið samkvæmt ýtrustu kröfum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Umræða hefur því vaknað á Spáni um það, hvort þær öryggisráðstafanir sem notaðar eru þar séu nægilega góðar. Konan var í tveimur hlífðarbúningum, með hanska og augnhlífar, en spænska dagblaðið El País hefur það eftir heilbrigðisstarfsfólki að hlífðarbúningarnir hafi ekki verið algerlega vatnsheldir. Ekki hafi heldur verið notaður sérstakur öndunarbúnaður, sem hefði tryggt betur að smit gæti ekki borist í konuna. Að sögn spænskra yfirvalda er hafin rannsókn á málinu. Um tuttugu heilbrigðisstarfsmenn komu hins vegar í gær saman fyrir utan sjúkrahúsið í Madrid, þar sem konan starfaði, og kröfðust þess að Ana Mato heilbrigðisráðherra segði af sér vegna málsins. Eiginmaður hjúkrunarkonunnar hefur verið lagður inn á sjúkrahús í öryggisskyni þótt engin einkenni hafi komið í ljós. Hjúkrunarkonan er sögð vera með hita en hafa engin önnur einkenni ebólusmits. Hún fór í frí eftir að hafa sinnt prestinum, sem lést, en var lögð inn á sjúkrahús á mánudag. Hjúkrunarkonan á Spáni er sú fyrsta sem smitast hefur af veirunni utan Afríku. Nærri 400 heilbrigðisstarfsmenn hafa hins vegar látist af völdum veirunnar í Líberíu, Gíneu og Síerra Leóne, en þessi þrjú lönd hafa farið verst út úr faraldrinum. Alls hefur faraldurinn kostað meira en 3.500 manns lífið og óttast er að útbreiðslan geti farið að ná til annarra heimshluta.
Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira