Erlent

Eldfjall stefnir byggð í hættu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Talið er að hraunið nái að þorpinu á innan við viku.
Talið er að hraunið nái að þorpinu á innan við viku. NordicPhotos/AFP
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Havaí vegna þess að hraun úr eldfjallinu Kilaeuea nálgast bæ í nágrenninu. Nú eru einungis 1,6 kílómetrar frá hrauninu að þorpinu. Jarðvísindastofnunin á Havaí telur að hraunið muni ná að bænum Kaohe innan viku.

Kilaeuea hefur stanslaust gosið frá árinu 1983, en þar opnaðist ný sprunga þann 27. júní þaðan sem hraunið rennur nú. Á vef breska ríkisútvarpsins, BBC, kemur fram að hraun úr þessu sama gosi hafi gereyðilagt íbúabyggðir upp úr 1990. Viðbragðsaðilar hafa nú fengið heimild til þess að takmarka umferð á nokkrum vegum nálægt fjallinu til þess að auðvelda rýmingu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.