Allt Suðurlandið styður okkur Kristinn Páll Teitsson skrifar 30. ágúst 2014 10:00 Fyrirliðar liðanna með bikarinn. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir hjá Stjörnunni og Guðmunda Brynja Óladóttir hjá Selfossi. Vísir/Vilhelm Selfoss keppir í dag í fyrsta sinn í bikarúrslitum í tæplega 70 ára sögu félagsins þegar liðið mætir ríkjandi Íslandsmeisturum í Stjörnunni á Laugardalsvelli. Það má búast við mikilli spennu og skemmtun á vellinum en í fyrri leik liðanna komu átta mörk. Þrjátíu ár eru síðan kvennalið Selfoss vann Stjörnuna síðast í keppnisleik en taka verður fram að liðin léku ekki leik sín á milli á 26 ára tímabili.Pressa á Garðbæingum Stjarnan er að keppa í fjórða sinn í sögu félagsins í bikarúrslitum. Fyrstu tvær tilraunirnar enduðu í svekkelsi með 1-3 tapi fyrir ÍA árið 1993 og 0-1 tapi fyrir Val 2010. Þær náðu síðan að hefna fyrir síðara tapið og tryggja sér fyrsta bikarmeistaratitillinn árið 2012 með 1-0 sigri á Val. Staða liðanna er heldur ólík, Selfoss siglir lygnan sjó um miðja deild á meðan Stjarnan stefnir hraðbyri á þriðja Íslandsmeistaratitilinn á fjórum árum. Lykilleikmaður Stjörnunnar sem Selfyssingar einfaldlega verða að stöðva í dag er Harpa Þorsteinsdóttir. Harpa hefur farið á kostum á tímabilinu en hún er langmarkahæst í Pepsi-deildinni með 23 mörk í 13 leikjum, þar á meðal fjögur í leik liðanna á Selfossi.Lærum vonandi af síðasta leik Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, segir að leikmenn liðsins megi ekki vanmeta Selfoss og á von á hörkuleik. „Stemmingin í hópnum er gríðarlega góð, við erum virkilega vel stemmdar og það verður gaman að setja deildina til hliðar og fá að spila bikarúrslitaleik. Við höfum verið að spila gríðarlega vel en við lentum í vandræðum í síðasta leik og það verður vonandi vakningin sem við þurftum,“ sagði Ásgerður sem vonast til þess að þær hafi lært af jafnteflinu gegn Val. „Ég held að þetta hafi komið á réttum tíma og vonandi lærum við af þessu og komum tilbúnar í leikinn á laugardaginn.“Þetta eru miklir naglar Ágústa á von á mikilli hörku á vellinum líkt og í fyrri leik liðanna í sumar. „Það er mikil stemming í liðinu þeirra og það skiptir ekki endilega máli að þetta sé fyrsta skiptið þeirra í bikarúrslitum. Þær eru alltaf vel stemmdar og skipulagðar. Fyrri leikurinn fór fram í frábærum aðstæðum á Selfossi, hellidembu og þar var hart barist. Þetta eru miklir naglar og við þurfum að mæta af sömu hörku. Inn á milli eru þær með leikna leikmenn sem við þurfum að hafa gætur á,“ sagði Ásgerður. Selfoss keppir í fyrsta sinn í sögu félagsins í úrslitum bikarsins en á leið sinni í úrslitin hefur Selfoss slegið út þrjú Pepsi-deildarlið. „Við erum búnar að mæta sterkum liðum og þetta er búið að vera skemmtilegt hingað til. Við eigum fyllilega skilið að vera í úrslitunum og við förum í þennan leik til þess að njóta hans, hafa gaman og sjá hverju það skilar okkur.“ Guðmunda veit að verkefnið verður erfitt á Laugardalsvellinum í dag eftir fyrri leik liðanna. „Þetta verður erfiður leikur, það er á hreinu en þær sýndu það í síðasta leik að það eru veikleikar. Það eru að mínu mati helmingslíkur á því hver sigrar í dag. Fyrri leikur liðanna var mun jafnari en lokastaðan gefur til kynna. Það skiptir máli hvoru liðinu tekst betur að ráða við spennustigið í leiknum.“ Búist er við að nýtt aðsóknarmet verði sett á leiknum en von er á gríðarlegum fjölda af stuðningsmönnum Selfoss. Sérstakar rútuferðir ferja stuðningsmenn liðsins á Laugardalsvöll í dag.Rútuferðir að sunnan „Stemmingin er bara mjög góð, bærinn og eiginlega bara allt Suðurlandið bíður eftir því að koma á Laugardalsvöll og styðja okkur. Það er gaman að brjóta blað í sögu félagsins með því að komast í úrslit og að gera það með margar uppaldar stúlkur. Það gerir þetta sérstakara og það styðja allir í nágrenninu við liðið. Það verða rútuferðir frá Selfossi og það mun vonandi hjálpa okkur að fá tólfta manninn með okkur í lið,“ sagði Guðmunda. Þess má geta að leikurinn verður í beinni í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Níundi bikarúrslitaleikurinn hjá Stjörnunni á aðeins þremur árum Silfurskeiðin, stuðningsmannasveit Stjörnunnar, þekkir það vel að fylgja sínum liðum niður í Laugardal með það markmið að vinna bikarinn. Fótboltakonur félagsins spila bikarúrslitaleik á móti Selfossi á Laugardalsvelli á morgun. 29. ágúst 2014 18:45 Fríar sætaferðir frá Suðurlandi – verður Silfurskeiðin undir í baráttunni um stúkuna? Laugardagurinn 30. Ágúst 2014 er sögulegur dagur fyrir Selfyssingar því spilar kvennalið Selfoss sinn fyrsta bikarúrslitaleik þegar liðið mætir Íslandsmeisturum Stjörnunnar á Laugardalsvellinum. 29. ágúst 2014 17:15 Von á markaleik í Dalnum á morgun? - átta mörk í fyrri leiknum Stjarnan og Selfoss spila til úrslita í Borgunarbikar kvenna í fótbolta á morgun en Stjörnukonur hafa verið að gera sig líklegar til að vinna tvöfalt í kvennafótboltanum í sumar. Þær mæt nú ungu liði Selfoss sem er í sínum fyrsta bikarúrslitaleik. 29. ágúst 2014 16:10 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjá meira
Selfoss keppir í dag í fyrsta sinn í bikarúrslitum í tæplega 70 ára sögu félagsins þegar liðið mætir ríkjandi Íslandsmeisturum í Stjörnunni á Laugardalsvelli. Það má búast við mikilli spennu og skemmtun á vellinum en í fyrri leik liðanna komu átta mörk. Þrjátíu ár eru síðan kvennalið Selfoss vann Stjörnuna síðast í keppnisleik en taka verður fram að liðin léku ekki leik sín á milli á 26 ára tímabili.Pressa á Garðbæingum Stjarnan er að keppa í fjórða sinn í sögu félagsins í bikarúrslitum. Fyrstu tvær tilraunirnar enduðu í svekkelsi með 1-3 tapi fyrir ÍA árið 1993 og 0-1 tapi fyrir Val 2010. Þær náðu síðan að hefna fyrir síðara tapið og tryggja sér fyrsta bikarmeistaratitillinn árið 2012 með 1-0 sigri á Val. Staða liðanna er heldur ólík, Selfoss siglir lygnan sjó um miðja deild á meðan Stjarnan stefnir hraðbyri á þriðja Íslandsmeistaratitilinn á fjórum árum. Lykilleikmaður Stjörnunnar sem Selfyssingar einfaldlega verða að stöðva í dag er Harpa Þorsteinsdóttir. Harpa hefur farið á kostum á tímabilinu en hún er langmarkahæst í Pepsi-deildinni með 23 mörk í 13 leikjum, þar á meðal fjögur í leik liðanna á Selfossi.Lærum vonandi af síðasta leik Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, segir að leikmenn liðsins megi ekki vanmeta Selfoss og á von á hörkuleik. „Stemmingin í hópnum er gríðarlega góð, við erum virkilega vel stemmdar og það verður gaman að setja deildina til hliðar og fá að spila bikarúrslitaleik. Við höfum verið að spila gríðarlega vel en við lentum í vandræðum í síðasta leik og það verður vonandi vakningin sem við þurftum,“ sagði Ásgerður sem vonast til þess að þær hafi lært af jafnteflinu gegn Val. „Ég held að þetta hafi komið á réttum tíma og vonandi lærum við af þessu og komum tilbúnar í leikinn á laugardaginn.“Þetta eru miklir naglar Ágústa á von á mikilli hörku á vellinum líkt og í fyrri leik liðanna í sumar. „Það er mikil stemming í liðinu þeirra og það skiptir ekki endilega máli að þetta sé fyrsta skiptið þeirra í bikarúrslitum. Þær eru alltaf vel stemmdar og skipulagðar. Fyrri leikurinn fór fram í frábærum aðstæðum á Selfossi, hellidembu og þar var hart barist. Þetta eru miklir naglar og við þurfum að mæta af sömu hörku. Inn á milli eru þær með leikna leikmenn sem við þurfum að hafa gætur á,“ sagði Ásgerður. Selfoss keppir í fyrsta sinn í sögu félagsins í úrslitum bikarsins en á leið sinni í úrslitin hefur Selfoss slegið út þrjú Pepsi-deildarlið. „Við erum búnar að mæta sterkum liðum og þetta er búið að vera skemmtilegt hingað til. Við eigum fyllilega skilið að vera í úrslitunum og við förum í þennan leik til þess að njóta hans, hafa gaman og sjá hverju það skilar okkur.“ Guðmunda veit að verkefnið verður erfitt á Laugardalsvellinum í dag eftir fyrri leik liðanna. „Þetta verður erfiður leikur, það er á hreinu en þær sýndu það í síðasta leik að það eru veikleikar. Það eru að mínu mati helmingslíkur á því hver sigrar í dag. Fyrri leikur liðanna var mun jafnari en lokastaðan gefur til kynna. Það skiptir máli hvoru liðinu tekst betur að ráða við spennustigið í leiknum.“ Búist er við að nýtt aðsóknarmet verði sett á leiknum en von er á gríðarlegum fjölda af stuðningsmönnum Selfoss. Sérstakar rútuferðir ferja stuðningsmenn liðsins á Laugardalsvöll í dag.Rútuferðir að sunnan „Stemmingin er bara mjög góð, bærinn og eiginlega bara allt Suðurlandið bíður eftir því að koma á Laugardalsvöll og styðja okkur. Það er gaman að brjóta blað í sögu félagsins með því að komast í úrslit og að gera það með margar uppaldar stúlkur. Það gerir þetta sérstakara og það styðja allir í nágrenninu við liðið. Það verða rútuferðir frá Selfossi og það mun vonandi hjálpa okkur að fá tólfta manninn með okkur í lið,“ sagði Guðmunda. Þess má geta að leikurinn verður í beinni í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Níundi bikarúrslitaleikurinn hjá Stjörnunni á aðeins þremur árum Silfurskeiðin, stuðningsmannasveit Stjörnunnar, þekkir það vel að fylgja sínum liðum niður í Laugardal með það markmið að vinna bikarinn. Fótboltakonur félagsins spila bikarúrslitaleik á móti Selfossi á Laugardalsvelli á morgun. 29. ágúst 2014 18:45 Fríar sætaferðir frá Suðurlandi – verður Silfurskeiðin undir í baráttunni um stúkuna? Laugardagurinn 30. Ágúst 2014 er sögulegur dagur fyrir Selfyssingar því spilar kvennalið Selfoss sinn fyrsta bikarúrslitaleik þegar liðið mætir Íslandsmeisturum Stjörnunnar á Laugardalsvellinum. 29. ágúst 2014 17:15 Von á markaleik í Dalnum á morgun? - átta mörk í fyrri leiknum Stjarnan og Selfoss spila til úrslita í Borgunarbikar kvenna í fótbolta á morgun en Stjörnukonur hafa verið að gera sig líklegar til að vinna tvöfalt í kvennafótboltanum í sumar. Þær mæt nú ungu liði Selfoss sem er í sínum fyrsta bikarúrslitaleik. 29. ágúst 2014 16:10 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjá meira
Níundi bikarúrslitaleikurinn hjá Stjörnunni á aðeins þremur árum Silfurskeiðin, stuðningsmannasveit Stjörnunnar, þekkir það vel að fylgja sínum liðum niður í Laugardal með það markmið að vinna bikarinn. Fótboltakonur félagsins spila bikarúrslitaleik á móti Selfossi á Laugardalsvelli á morgun. 29. ágúst 2014 18:45
Fríar sætaferðir frá Suðurlandi – verður Silfurskeiðin undir í baráttunni um stúkuna? Laugardagurinn 30. Ágúst 2014 er sögulegur dagur fyrir Selfyssingar því spilar kvennalið Selfoss sinn fyrsta bikarúrslitaleik þegar liðið mætir Íslandsmeisturum Stjörnunnar á Laugardalsvellinum. 29. ágúst 2014 17:15
Von á markaleik í Dalnum á morgun? - átta mörk í fyrri leiknum Stjarnan og Selfoss spila til úrslita í Borgunarbikar kvenna í fótbolta á morgun en Stjörnukonur hafa verið að gera sig líklegar til að vinna tvöfalt í kvennafótboltanum í sumar. Þær mæt nú ungu liði Selfoss sem er í sínum fyrsta bikarúrslitaleik. 29. ágúst 2014 16:10