Allt Suðurlandið styður okkur Kristinn Páll Teitsson skrifar 30. ágúst 2014 10:00 Fyrirliðar liðanna með bikarinn. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir hjá Stjörnunni og Guðmunda Brynja Óladóttir hjá Selfossi. Vísir/Vilhelm Selfoss keppir í dag í fyrsta sinn í bikarúrslitum í tæplega 70 ára sögu félagsins þegar liðið mætir ríkjandi Íslandsmeisturum í Stjörnunni á Laugardalsvelli. Það má búast við mikilli spennu og skemmtun á vellinum en í fyrri leik liðanna komu átta mörk. Þrjátíu ár eru síðan kvennalið Selfoss vann Stjörnuna síðast í keppnisleik en taka verður fram að liðin léku ekki leik sín á milli á 26 ára tímabili.Pressa á Garðbæingum Stjarnan er að keppa í fjórða sinn í sögu félagsins í bikarúrslitum. Fyrstu tvær tilraunirnar enduðu í svekkelsi með 1-3 tapi fyrir ÍA árið 1993 og 0-1 tapi fyrir Val 2010. Þær náðu síðan að hefna fyrir síðara tapið og tryggja sér fyrsta bikarmeistaratitillinn árið 2012 með 1-0 sigri á Val. Staða liðanna er heldur ólík, Selfoss siglir lygnan sjó um miðja deild á meðan Stjarnan stefnir hraðbyri á þriðja Íslandsmeistaratitilinn á fjórum árum. Lykilleikmaður Stjörnunnar sem Selfyssingar einfaldlega verða að stöðva í dag er Harpa Þorsteinsdóttir. Harpa hefur farið á kostum á tímabilinu en hún er langmarkahæst í Pepsi-deildinni með 23 mörk í 13 leikjum, þar á meðal fjögur í leik liðanna á Selfossi.Lærum vonandi af síðasta leik Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, segir að leikmenn liðsins megi ekki vanmeta Selfoss og á von á hörkuleik. „Stemmingin í hópnum er gríðarlega góð, við erum virkilega vel stemmdar og það verður gaman að setja deildina til hliðar og fá að spila bikarúrslitaleik. Við höfum verið að spila gríðarlega vel en við lentum í vandræðum í síðasta leik og það verður vonandi vakningin sem við þurftum,“ sagði Ásgerður sem vonast til þess að þær hafi lært af jafnteflinu gegn Val. „Ég held að þetta hafi komið á réttum tíma og vonandi lærum við af þessu og komum tilbúnar í leikinn á laugardaginn.“Þetta eru miklir naglar Ágústa á von á mikilli hörku á vellinum líkt og í fyrri leik liðanna í sumar. „Það er mikil stemming í liðinu þeirra og það skiptir ekki endilega máli að þetta sé fyrsta skiptið þeirra í bikarúrslitum. Þær eru alltaf vel stemmdar og skipulagðar. Fyrri leikurinn fór fram í frábærum aðstæðum á Selfossi, hellidembu og þar var hart barist. Þetta eru miklir naglar og við þurfum að mæta af sömu hörku. Inn á milli eru þær með leikna leikmenn sem við þurfum að hafa gætur á,“ sagði Ásgerður. Selfoss keppir í fyrsta sinn í sögu félagsins í úrslitum bikarsins en á leið sinni í úrslitin hefur Selfoss slegið út þrjú Pepsi-deildarlið. „Við erum búnar að mæta sterkum liðum og þetta er búið að vera skemmtilegt hingað til. Við eigum fyllilega skilið að vera í úrslitunum og við förum í þennan leik til þess að njóta hans, hafa gaman og sjá hverju það skilar okkur.“ Guðmunda veit að verkefnið verður erfitt á Laugardalsvellinum í dag eftir fyrri leik liðanna. „Þetta verður erfiður leikur, það er á hreinu en þær sýndu það í síðasta leik að það eru veikleikar. Það eru að mínu mati helmingslíkur á því hver sigrar í dag. Fyrri leikur liðanna var mun jafnari en lokastaðan gefur til kynna. Það skiptir máli hvoru liðinu tekst betur að ráða við spennustigið í leiknum.“ Búist er við að nýtt aðsóknarmet verði sett á leiknum en von er á gríðarlegum fjölda af stuðningsmönnum Selfoss. Sérstakar rútuferðir ferja stuðningsmenn liðsins á Laugardalsvöll í dag.Rútuferðir að sunnan „Stemmingin er bara mjög góð, bærinn og eiginlega bara allt Suðurlandið bíður eftir því að koma á Laugardalsvöll og styðja okkur. Það er gaman að brjóta blað í sögu félagsins með því að komast í úrslit og að gera það með margar uppaldar stúlkur. Það gerir þetta sérstakara og það styðja allir í nágrenninu við liðið. Það verða rútuferðir frá Selfossi og það mun vonandi hjálpa okkur að fá tólfta manninn með okkur í lið,“ sagði Guðmunda. Þess má geta að leikurinn verður í beinni í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Níundi bikarúrslitaleikurinn hjá Stjörnunni á aðeins þremur árum Silfurskeiðin, stuðningsmannasveit Stjörnunnar, þekkir það vel að fylgja sínum liðum niður í Laugardal með það markmið að vinna bikarinn. Fótboltakonur félagsins spila bikarúrslitaleik á móti Selfossi á Laugardalsvelli á morgun. 29. ágúst 2014 18:45 Fríar sætaferðir frá Suðurlandi – verður Silfurskeiðin undir í baráttunni um stúkuna? Laugardagurinn 30. Ágúst 2014 er sögulegur dagur fyrir Selfyssingar því spilar kvennalið Selfoss sinn fyrsta bikarúrslitaleik þegar liðið mætir Íslandsmeisturum Stjörnunnar á Laugardalsvellinum. 29. ágúst 2014 17:15 Von á markaleik í Dalnum á morgun? - átta mörk í fyrri leiknum Stjarnan og Selfoss spila til úrslita í Borgunarbikar kvenna í fótbolta á morgun en Stjörnukonur hafa verið að gera sig líklegar til að vinna tvöfalt í kvennafótboltanum í sumar. Þær mæt nú ungu liði Selfoss sem er í sínum fyrsta bikarúrslitaleik. 29. ágúst 2014 16:10 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Sjá meira
Selfoss keppir í dag í fyrsta sinn í bikarúrslitum í tæplega 70 ára sögu félagsins þegar liðið mætir ríkjandi Íslandsmeisturum í Stjörnunni á Laugardalsvelli. Það má búast við mikilli spennu og skemmtun á vellinum en í fyrri leik liðanna komu átta mörk. Þrjátíu ár eru síðan kvennalið Selfoss vann Stjörnuna síðast í keppnisleik en taka verður fram að liðin léku ekki leik sín á milli á 26 ára tímabili.Pressa á Garðbæingum Stjarnan er að keppa í fjórða sinn í sögu félagsins í bikarúrslitum. Fyrstu tvær tilraunirnar enduðu í svekkelsi með 1-3 tapi fyrir ÍA árið 1993 og 0-1 tapi fyrir Val 2010. Þær náðu síðan að hefna fyrir síðara tapið og tryggja sér fyrsta bikarmeistaratitillinn árið 2012 með 1-0 sigri á Val. Staða liðanna er heldur ólík, Selfoss siglir lygnan sjó um miðja deild á meðan Stjarnan stefnir hraðbyri á þriðja Íslandsmeistaratitilinn á fjórum árum. Lykilleikmaður Stjörnunnar sem Selfyssingar einfaldlega verða að stöðva í dag er Harpa Þorsteinsdóttir. Harpa hefur farið á kostum á tímabilinu en hún er langmarkahæst í Pepsi-deildinni með 23 mörk í 13 leikjum, þar á meðal fjögur í leik liðanna á Selfossi.Lærum vonandi af síðasta leik Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, segir að leikmenn liðsins megi ekki vanmeta Selfoss og á von á hörkuleik. „Stemmingin í hópnum er gríðarlega góð, við erum virkilega vel stemmdar og það verður gaman að setja deildina til hliðar og fá að spila bikarúrslitaleik. Við höfum verið að spila gríðarlega vel en við lentum í vandræðum í síðasta leik og það verður vonandi vakningin sem við þurftum,“ sagði Ásgerður sem vonast til þess að þær hafi lært af jafnteflinu gegn Val. „Ég held að þetta hafi komið á réttum tíma og vonandi lærum við af þessu og komum tilbúnar í leikinn á laugardaginn.“Þetta eru miklir naglar Ágústa á von á mikilli hörku á vellinum líkt og í fyrri leik liðanna í sumar. „Það er mikil stemming í liðinu þeirra og það skiptir ekki endilega máli að þetta sé fyrsta skiptið þeirra í bikarúrslitum. Þær eru alltaf vel stemmdar og skipulagðar. Fyrri leikurinn fór fram í frábærum aðstæðum á Selfossi, hellidembu og þar var hart barist. Þetta eru miklir naglar og við þurfum að mæta af sömu hörku. Inn á milli eru þær með leikna leikmenn sem við þurfum að hafa gætur á,“ sagði Ásgerður. Selfoss keppir í fyrsta sinn í sögu félagsins í úrslitum bikarsins en á leið sinni í úrslitin hefur Selfoss slegið út þrjú Pepsi-deildarlið. „Við erum búnar að mæta sterkum liðum og þetta er búið að vera skemmtilegt hingað til. Við eigum fyllilega skilið að vera í úrslitunum og við förum í þennan leik til þess að njóta hans, hafa gaman og sjá hverju það skilar okkur.“ Guðmunda veit að verkefnið verður erfitt á Laugardalsvellinum í dag eftir fyrri leik liðanna. „Þetta verður erfiður leikur, það er á hreinu en þær sýndu það í síðasta leik að það eru veikleikar. Það eru að mínu mati helmingslíkur á því hver sigrar í dag. Fyrri leikur liðanna var mun jafnari en lokastaðan gefur til kynna. Það skiptir máli hvoru liðinu tekst betur að ráða við spennustigið í leiknum.“ Búist er við að nýtt aðsóknarmet verði sett á leiknum en von er á gríðarlegum fjölda af stuðningsmönnum Selfoss. Sérstakar rútuferðir ferja stuðningsmenn liðsins á Laugardalsvöll í dag.Rútuferðir að sunnan „Stemmingin er bara mjög góð, bærinn og eiginlega bara allt Suðurlandið bíður eftir því að koma á Laugardalsvöll og styðja okkur. Það er gaman að brjóta blað í sögu félagsins með því að komast í úrslit og að gera það með margar uppaldar stúlkur. Það gerir þetta sérstakara og það styðja allir í nágrenninu við liðið. Það verða rútuferðir frá Selfossi og það mun vonandi hjálpa okkur að fá tólfta manninn með okkur í lið,“ sagði Guðmunda. Þess má geta að leikurinn verður í beinni í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Níundi bikarúrslitaleikurinn hjá Stjörnunni á aðeins þremur árum Silfurskeiðin, stuðningsmannasveit Stjörnunnar, þekkir það vel að fylgja sínum liðum niður í Laugardal með það markmið að vinna bikarinn. Fótboltakonur félagsins spila bikarúrslitaleik á móti Selfossi á Laugardalsvelli á morgun. 29. ágúst 2014 18:45 Fríar sætaferðir frá Suðurlandi – verður Silfurskeiðin undir í baráttunni um stúkuna? Laugardagurinn 30. Ágúst 2014 er sögulegur dagur fyrir Selfyssingar því spilar kvennalið Selfoss sinn fyrsta bikarúrslitaleik þegar liðið mætir Íslandsmeisturum Stjörnunnar á Laugardalsvellinum. 29. ágúst 2014 17:15 Von á markaleik í Dalnum á morgun? - átta mörk í fyrri leiknum Stjarnan og Selfoss spila til úrslita í Borgunarbikar kvenna í fótbolta á morgun en Stjörnukonur hafa verið að gera sig líklegar til að vinna tvöfalt í kvennafótboltanum í sumar. Þær mæt nú ungu liði Selfoss sem er í sínum fyrsta bikarúrslitaleik. 29. ágúst 2014 16:10 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Sjá meira
Níundi bikarúrslitaleikurinn hjá Stjörnunni á aðeins þremur árum Silfurskeiðin, stuðningsmannasveit Stjörnunnar, þekkir það vel að fylgja sínum liðum niður í Laugardal með það markmið að vinna bikarinn. Fótboltakonur félagsins spila bikarúrslitaleik á móti Selfossi á Laugardalsvelli á morgun. 29. ágúst 2014 18:45
Fríar sætaferðir frá Suðurlandi – verður Silfurskeiðin undir í baráttunni um stúkuna? Laugardagurinn 30. Ágúst 2014 er sögulegur dagur fyrir Selfyssingar því spilar kvennalið Selfoss sinn fyrsta bikarúrslitaleik þegar liðið mætir Íslandsmeisturum Stjörnunnar á Laugardalsvellinum. 29. ágúst 2014 17:15
Von á markaleik í Dalnum á morgun? - átta mörk í fyrri leiknum Stjarnan og Selfoss spila til úrslita í Borgunarbikar kvenna í fótbolta á morgun en Stjörnukonur hafa verið að gera sig líklegar til að vinna tvöfalt í kvennafótboltanum í sumar. Þær mæt nú ungu liði Selfoss sem er í sínum fyrsta bikarúrslitaleik. 29. ágúst 2014 16:10