Rojo getur orðið vinsæll á Old Trafford Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. ágúst 2014 06:30 Marcos Rojo er að mæta til að styrkja varnarleikinn. vísir/Getty Manchester United gekk í gær frá kaupum á argentínska varnarmanninum Marcos Rojo frá Sporting Lissabon eftir mikið japl, jaml og fuður. Rojo hefur látið öllum illum látum hjá félaginu og heimtað sölu, en ekkert fengið í staðinn nema skömm í hattinn. Sporting tókst að koma verðinu á þessum frekar lítt þekkta varnarmanni upp í 16 milljónir punda og fær auk þess vængmanninn Nani aftur heim til Sporting að láni. Eins og síðasta sumar hefur Manchester United ekkert gengið á leikmannamarkaðnum. Um leið og félagaskiptaglugginn opnaðist var gengið frá kaupum á Luke Shaw og Ander Herrera sem lá fyrir, en Van Gaal sjálfur hefur í raun ekkert keypt þótt hann gæfi grænt ljós á kaupin á Shaw og Herrera. En hver er þessi Marcos Rojo og mun hann leysa varnarvandræði United? Norski knattspyrnusérfræðingurinn Tor-Kristian Karlsen, sem fylgist grannt með suður-ameríska boltanum, telur Rojo geta staðið sig á Old Trafford. Hann hefur fylgst með Argentínumanninum síðan hann spilaði með Estudiantes árið 2010. „Þetta er ekki leikmaður sem stærstu félög heims slást um, en það má ekki gleyma því að United er ekki í Meistaradeildinni og gengur því illa að fá til sín bestu leikmennina,“ segir Karlsen í viðtali við norska miðla. „Hann er líkamlega sterkur, fljótur og fimur varnarmaður sem hentar mjög vel í þriggja miðvarða kerfi. Sem bakvörður í fjögurra manna er hann ekki jafn góður.“ Norski sparksérfræðingurinn segir Rojo vera mjög góðan í að verjast á stóru svæði eins og oft vill verða í 3-4-1-2-kerfi Van Gaals og hann skili miklu fram á við. „Ég held að United hafi vitað hvað vantaði í vörnina og Rojo passaði svona nokkurn veginn við lýsinguna. En ég hef haft rangt fyrir mér áður. Ég held, að með sínum opna og skemmtilega leikstíl geti Marcos Rojo orðið uppáhald manna á Old Trafford,“ segir Tor-Kristian Karlsen. Enski boltinn Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Sjá meira
Manchester United gekk í gær frá kaupum á argentínska varnarmanninum Marcos Rojo frá Sporting Lissabon eftir mikið japl, jaml og fuður. Rojo hefur látið öllum illum látum hjá félaginu og heimtað sölu, en ekkert fengið í staðinn nema skömm í hattinn. Sporting tókst að koma verðinu á þessum frekar lítt þekkta varnarmanni upp í 16 milljónir punda og fær auk þess vængmanninn Nani aftur heim til Sporting að láni. Eins og síðasta sumar hefur Manchester United ekkert gengið á leikmannamarkaðnum. Um leið og félagaskiptaglugginn opnaðist var gengið frá kaupum á Luke Shaw og Ander Herrera sem lá fyrir, en Van Gaal sjálfur hefur í raun ekkert keypt þótt hann gæfi grænt ljós á kaupin á Shaw og Herrera. En hver er þessi Marcos Rojo og mun hann leysa varnarvandræði United? Norski knattspyrnusérfræðingurinn Tor-Kristian Karlsen, sem fylgist grannt með suður-ameríska boltanum, telur Rojo geta staðið sig á Old Trafford. Hann hefur fylgst með Argentínumanninum síðan hann spilaði með Estudiantes árið 2010. „Þetta er ekki leikmaður sem stærstu félög heims slást um, en það má ekki gleyma því að United er ekki í Meistaradeildinni og gengur því illa að fá til sín bestu leikmennina,“ segir Karlsen í viðtali við norska miðla. „Hann er líkamlega sterkur, fljótur og fimur varnarmaður sem hentar mjög vel í þriggja miðvarða kerfi. Sem bakvörður í fjögurra manna er hann ekki jafn góður.“ Norski sparksérfræðingurinn segir Rojo vera mjög góðan í að verjast á stóru svæði eins og oft vill verða í 3-4-1-2-kerfi Van Gaals og hann skili miklu fram á við. „Ég held að United hafi vitað hvað vantaði í vörnina og Rojo passaði svona nokkurn veginn við lýsinguna. En ég hef haft rangt fyrir mér áður. Ég held, að með sínum opna og skemmtilega leikstíl geti Marcos Rojo orðið uppáhald manna á Old Trafford,“ segir Tor-Kristian Karlsen.
Enski boltinn Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Sjá meira