Rojo getur orðið vinsæll á Old Trafford Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. ágúst 2014 06:30 Marcos Rojo er að mæta til að styrkja varnarleikinn. vísir/Getty Manchester United gekk í gær frá kaupum á argentínska varnarmanninum Marcos Rojo frá Sporting Lissabon eftir mikið japl, jaml og fuður. Rojo hefur látið öllum illum látum hjá félaginu og heimtað sölu, en ekkert fengið í staðinn nema skömm í hattinn. Sporting tókst að koma verðinu á þessum frekar lítt þekkta varnarmanni upp í 16 milljónir punda og fær auk þess vængmanninn Nani aftur heim til Sporting að láni. Eins og síðasta sumar hefur Manchester United ekkert gengið á leikmannamarkaðnum. Um leið og félagaskiptaglugginn opnaðist var gengið frá kaupum á Luke Shaw og Ander Herrera sem lá fyrir, en Van Gaal sjálfur hefur í raun ekkert keypt þótt hann gæfi grænt ljós á kaupin á Shaw og Herrera. En hver er þessi Marcos Rojo og mun hann leysa varnarvandræði United? Norski knattspyrnusérfræðingurinn Tor-Kristian Karlsen, sem fylgist grannt með suður-ameríska boltanum, telur Rojo geta staðið sig á Old Trafford. Hann hefur fylgst með Argentínumanninum síðan hann spilaði með Estudiantes árið 2010. „Þetta er ekki leikmaður sem stærstu félög heims slást um, en það má ekki gleyma því að United er ekki í Meistaradeildinni og gengur því illa að fá til sín bestu leikmennina,“ segir Karlsen í viðtali við norska miðla. „Hann er líkamlega sterkur, fljótur og fimur varnarmaður sem hentar mjög vel í þriggja miðvarða kerfi. Sem bakvörður í fjögurra manna er hann ekki jafn góður.“ Norski sparksérfræðingurinn segir Rojo vera mjög góðan í að verjast á stóru svæði eins og oft vill verða í 3-4-1-2-kerfi Van Gaals og hann skili miklu fram á við. „Ég held að United hafi vitað hvað vantaði í vörnina og Rojo passaði svona nokkurn veginn við lýsinguna. En ég hef haft rangt fyrir mér áður. Ég held, að með sínum opna og skemmtilega leikstíl geti Marcos Rojo orðið uppáhald manna á Old Trafford,“ segir Tor-Kristian Karlsen. Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Manchester United gekk í gær frá kaupum á argentínska varnarmanninum Marcos Rojo frá Sporting Lissabon eftir mikið japl, jaml og fuður. Rojo hefur látið öllum illum látum hjá félaginu og heimtað sölu, en ekkert fengið í staðinn nema skömm í hattinn. Sporting tókst að koma verðinu á þessum frekar lítt þekkta varnarmanni upp í 16 milljónir punda og fær auk þess vængmanninn Nani aftur heim til Sporting að láni. Eins og síðasta sumar hefur Manchester United ekkert gengið á leikmannamarkaðnum. Um leið og félagaskiptaglugginn opnaðist var gengið frá kaupum á Luke Shaw og Ander Herrera sem lá fyrir, en Van Gaal sjálfur hefur í raun ekkert keypt þótt hann gæfi grænt ljós á kaupin á Shaw og Herrera. En hver er þessi Marcos Rojo og mun hann leysa varnarvandræði United? Norski knattspyrnusérfræðingurinn Tor-Kristian Karlsen, sem fylgist grannt með suður-ameríska boltanum, telur Rojo geta staðið sig á Old Trafford. Hann hefur fylgst með Argentínumanninum síðan hann spilaði með Estudiantes árið 2010. „Þetta er ekki leikmaður sem stærstu félög heims slást um, en það má ekki gleyma því að United er ekki í Meistaradeildinni og gengur því illa að fá til sín bestu leikmennina,“ segir Karlsen í viðtali við norska miðla. „Hann er líkamlega sterkur, fljótur og fimur varnarmaður sem hentar mjög vel í þriggja miðvarða kerfi. Sem bakvörður í fjögurra manna er hann ekki jafn góður.“ Norski sparksérfræðingurinn segir Rojo vera mjög góðan í að verjast á stóru svæði eins og oft vill verða í 3-4-1-2-kerfi Van Gaals og hann skili miklu fram á við. „Ég held að United hafi vitað hvað vantaði í vörnina og Rojo passaði svona nokkurn veginn við lýsinguna. En ég hef haft rangt fyrir mér áður. Ég held, að með sínum opna og skemmtilega leikstíl geti Marcos Rojo orðið uppáhald manna á Old Trafford,“ segir Tor-Kristian Karlsen.
Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira