Óeirðir í kjölfar lögregluofbeldis Guðsteinn Bjarnason skrifar 20. ágúst 2014 09:19 Barið á Rodney King árið 1991. Nokkuð algengt er að óeirðir brjótist út í Bandaríkjunum í kjölfar lögregluofbeldis, einkum þegar hvítir lögreglumenn verða hörundsdökku fólki að bana. Nú síðast er allt á suðupunkti í bænum Ferguson þar sem átján ára drengur var skotinn til bana af lögreglu. Meirihluti lögreglumanna í bænum er hvítur en Brown var svartur. Nokkur helstu dæmi síðustu áratuga eru hér tilgreind:1992 Óeirðir brutust út í Los Angeles eftir að fjórir lögreglumenn voru sýknaðir í máli blökkumannsins Rodneys King, þrátt fyrir að myndband næðist af þeim þar sem þeir sáust berja King til óbóta árið áður. Óeirðirnar kostuðu 53 manns lífið, en meira en tvö þúsund hlutu misalvarleg meiðsli. Tveir lögreglumannanna voru svo sakfelldir og dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir alríkisdómstóli árið eftir, en hinir tveir sýknaðir. King lést árið 2012, 47 ára.2001 Mótmæli í Cincinnati.1996 Lögreglumaðurinn Jim Knight skaut átján ára blökkupilt, Tyron Lewis, í St. Petersburg eftir að hafa stöðvað hann fyrir of hraðan akstur. Óeirðir brutust út í borginni og stóðu í tvo daga. Lögreglumaðurinn var sýknaður nokkrum vikum síðar og hófust þá óeirðir á ný.2001 Óeirðir brutust út í Cincinnati og stóðu í nokkra daga eftir að lögreglumaður, Stephen Roach að nafni, skaut ungan blökkumann, Timothy Thomas. Roach var í hópi lögreglumanna sem voru að elta Thomas á hlaupum. Roach var seinna sýknaður af öllum ákærum. 2003 Óeirðir brutust út í Benton Harbor í Michigan eftir að vélhjólalögreglumaður hafði elt svartan mann, Terrance Shurn, sem á endanum ók mótorhjóli sínu á hús og lét þar lífið. 2009 Friðsamleg mótmæli í Oakland snerust upp í óeirðir eftir að lögreglumaður skaut óvopnaðan svartan mann, Oscar Grant, í bakið á lestarstöð. Lögreglumaðurinn, Johannes Mehserle, fékk tveggja ára fangelsisdóm fyrir manndráp af gáleysi. Tengdar fréttir Lögregla í St. Louis skaut ungan mann til bana Maðurinn var vopnaður hníf og hafði stolið tveimur orkudrykkjum. Mótmæli standa enn yfir í nágrannabænum Ferguson vegna svipaðs máls. 19. ágúst 2014 23:30 Ku Klux Klan á leið til Ferguson Liðsmenn samtakanna hyggjast „verja verslanir í eigu hvítra“ í þeim mótmælum sem nú hafa staðið yfir síðustu daga. 19. ágúst 2014 11:10 Reiðin kraumar enn í Ferguson Lögreglumenn í bænum Ferguson í Missouri beittu táragasi enn á ný gegn mótmælendum í bænum í nótt en þar hefur allt verið á suðupunkti frá því óvopnaður unglingspiltur var skotinn til bana af lögreglumanni. 19. ágúst 2014 08:09 Tugir handteknir en mótmælin rólegri en áður Von er á Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, til Ferguson í Missouri síðar í dag 20. ágúst 2014 10:46 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Sjá meira
Nokkuð algengt er að óeirðir brjótist út í Bandaríkjunum í kjölfar lögregluofbeldis, einkum þegar hvítir lögreglumenn verða hörundsdökku fólki að bana. Nú síðast er allt á suðupunkti í bænum Ferguson þar sem átján ára drengur var skotinn til bana af lögreglu. Meirihluti lögreglumanna í bænum er hvítur en Brown var svartur. Nokkur helstu dæmi síðustu áratuga eru hér tilgreind:1992 Óeirðir brutust út í Los Angeles eftir að fjórir lögreglumenn voru sýknaðir í máli blökkumannsins Rodneys King, þrátt fyrir að myndband næðist af þeim þar sem þeir sáust berja King til óbóta árið áður. Óeirðirnar kostuðu 53 manns lífið, en meira en tvö þúsund hlutu misalvarleg meiðsli. Tveir lögreglumannanna voru svo sakfelldir og dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir alríkisdómstóli árið eftir, en hinir tveir sýknaðir. King lést árið 2012, 47 ára.2001 Mótmæli í Cincinnati.1996 Lögreglumaðurinn Jim Knight skaut átján ára blökkupilt, Tyron Lewis, í St. Petersburg eftir að hafa stöðvað hann fyrir of hraðan akstur. Óeirðir brutust út í borginni og stóðu í tvo daga. Lögreglumaðurinn var sýknaður nokkrum vikum síðar og hófust þá óeirðir á ný.2001 Óeirðir brutust út í Cincinnati og stóðu í nokkra daga eftir að lögreglumaður, Stephen Roach að nafni, skaut ungan blökkumann, Timothy Thomas. Roach var í hópi lögreglumanna sem voru að elta Thomas á hlaupum. Roach var seinna sýknaður af öllum ákærum. 2003 Óeirðir brutust út í Benton Harbor í Michigan eftir að vélhjólalögreglumaður hafði elt svartan mann, Terrance Shurn, sem á endanum ók mótorhjóli sínu á hús og lét þar lífið. 2009 Friðsamleg mótmæli í Oakland snerust upp í óeirðir eftir að lögreglumaður skaut óvopnaðan svartan mann, Oscar Grant, í bakið á lestarstöð. Lögreglumaðurinn, Johannes Mehserle, fékk tveggja ára fangelsisdóm fyrir manndráp af gáleysi.
Tengdar fréttir Lögregla í St. Louis skaut ungan mann til bana Maðurinn var vopnaður hníf og hafði stolið tveimur orkudrykkjum. Mótmæli standa enn yfir í nágrannabænum Ferguson vegna svipaðs máls. 19. ágúst 2014 23:30 Ku Klux Klan á leið til Ferguson Liðsmenn samtakanna hyggjast „verja verslanir í eigu hvítra“ í þeim mótmælum sem nú hafa staðið yfir síðustu daga. 19. ágúst 2014 11:10 Reiðin kraumar enn í Ferguson Lögreglumenn í bænum Ferguson í Missouri beittu táragasi enn á ný gegn mótmælendum í bænum í nótt en þar hefur allt verið á suðupunkti frá því óvopnaður unglingspiltur var skotinn til bana af lögreglumanni. 19. ágúst 2014 08:09 Tugir handteknir en mótmælin rólegri en áður Von er á Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, til Ferguson í Missouri síðar í dag 20. ágúst 2014 10:46 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Sjá meira
Lögregla í St. Louis skaut ungan mann til bana Maðurinn var vopnaður hníf og hafði stolið tveimur orkudrykkjum. Mótmæli standa enn yfir í nágrannabænum Ferguson vegna svipaðs máls. 19. ágúst 2014 23:30
Ku Klux Klan á leið til Ferguson Liðsmenn samtakanna hyggjast „verja verslanir í eigu hvítra“ í þeim mótmælum sem nú hafa staðið yfir síðustu daga. 19. ágúst 2014 11:10
Reiðin kraumar enn í Ferguson Lögreglumenn í bænum Ferguson í Missouri beittu táragasi enn á ný gegn mótmælendum í bænum í nótt en þar hefur allt verið á suðupunkti frá því óvopnaður unglingspiltur var skotinn til bana af lögreglumanni. 19. ágúst 2014 08:09
Tugir handteknir en mótmælin rólegri en áður Von er á Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, til Ferguson í Missouri síðar í dag 20. ágúst 2014 10:46