Stjörnumenn skora á 23 mínútna fresti manni færri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2014 06:00 Stjarnan er búin að vinna báða leikina þegar Atli Jóhannsson var sendur snemma í sturtu. Vísir/Daníel Stjörnumönnum líður ekki illa tíu á móti ellefu ef marka má magnaða tölfræði liðsins í slíkri stöðu í Pepsi-deildinni undanfarin tvö sumur. Garðbæingar hafa hreinlega bætt í við þannig aðstæður og landað mörgum mikilvægum sigrum fyrir vikið. Leikmenn Stjörnunnar hafa fengið sjö rauð spjöld í Pepsi-deildinni síðustu tvö sumur og alls spilað í 183 mínútur tíu á móti ellefu. Stjörnumenn hafa nú unnið fimm síðustu leiki sína þar sem þeir hafa misst mann af velli, tvo á þessu sumri og þá þrjá síðustu í fyrra þegar rauða spjaldið fór á loft. Í þremur leikjanna hafa Stjörnumenn ekki aðeins misst mann af velli heldur einnig verið undir þegar áfallið dundi á liðinu.Þrír endurkomusigrar Í tveimur af þessum þremur endurkomusigrum Stjörnunnar var Atli Jóhannsson sendur í sturtu í leik á móti Fram. Í fyrra skiptið var Framliðið 2-1 yfir á móti Stjörnunni í ágúst í fyrra þegar Atli fékk sitt annað gula spjald á 66. mínútu leiksins. Stjarnan vann síðustu 24 mínúturnar 2-0 og tryggði sér sigur. Fyrr í sumar fékk Atli beint rautt spjald á móti Fram strax á 36. mínútu en Framarar voru þá búnir að vera 1-0 yfir síðan á þriðju mínútu leiksins. Stjarnan vann 54 síðustu mínútur leiksins 2-0 og tryggði sér enn á ný þrjú stig tíu á móti ellefu. Stjörnuliðinu tókst einnig að skora þrjú mörk manni færri í fyrra þegar Martin Rauschenberg var rekinn af velli á 35. mínútu í leik á móti Þór. Stjörnumenn misstu síðast mann af velli í sigri á ÍBV á dögunum. Stjarnan var 1-0 yfir þegar rauða spjaldið fór á loft en Stjörnumenn bættu við einu marki í uppbótartíma sem innsiglaði sigurinn. Stjarnan er á tímabilunum 2013 og 2014 búin að spila manni færri í alls 183 mínútur í Pepsi-deildinni og státar liðið af markatölunni 8-0 við þær kringumstæður.Mark á 23 mínútna fresti Stjarnan hefur sem sagt ekki fengið á sig mark manni færri og það sem meira er, liðið er búið að skora á 23 mínútna fresti tíu á móti ellefu. Á sama tíma hefur Stjörnuliðið skorað á 59 mínútna fresti með fullskipað lið. Tölfræði sýnir það því og sannar að Stjörnumenn séu aldrei betri en þegar þeir eru manni færri. Stjarnan heimsækir Val á Vodafone-völlinn klukkan 18.30 kvöld í fyrsta leik 16. umferðar en leikurinn var færður fram vegna Evrópuleiksins við Internazionale frá Mílanó í næstu viku.Stjörnumenn manni fleiri 183 mínútur 8-0 +8 Skora á 22,9 mínútna frestiStjörnumenn með fullt lið 3057 mínútur 52-40 +12 Skora á 58,8 mínútna frestiSíðustu fimm rauðu spjöld Stjörnumanna22. ágúst 2013 Atli Jóhannsson á móti Fram 24 mínútur +2 (2-0)26. ágúst 2013 Veigar Páll Gunnarsson á móti ÍA 17 mínútur 0 (0-0)12. september 2013 Martin Rauschenberg á móti Þór 55 mínútur +3 (3-0)27. júní 2014 Atli Jóhannsson á móti Fram 54 mínútur +2 (2-0)27. júlí 2014 Michael Præst á móti ÍBV 54 mínútur +1 (1-0) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Stjörnumönnum líður ekki illa tíu á móti ellefu ef marka má magnaða tölfræði liðsins í slíkri stöðu í Pepsi-deildinni undanfarin tvö sumur. Garðbæingar hafa hreinlega bætt í við þannig aðstæður og landað mörgum mikilvægum sigrum fyrir vikið. Leikmenn Stjörnunnar hafa fengið sjö rauð spjöld í Pepsi-deildinni síðustu tvö sumur og alls spilað í 183 mínútur tíu á móti ellefu. Stjörnumenn hafa nú unnið fimm síðustu leiki sína þar sem þeir hafa misst mann af velli, tvo á þessu sumri og þá þrjá síðustu í fyrra þegar rauða spjaldið fór á loft. Í þremur leikjanna hafa Stjörnumenn ekki aðeins misst mann af velli heldur einnig verið undir þegar áfallið dundi á liðinu.Þrír endurkomusigrar Í tveimur af þessum þremur endurkomusigrum Stjörnunnar var Atli Jóhannsson sendur í sturtu í leik á móti Fram. Í fyrra skiptið var Framliðið 2-1 yfir á móti Stjörnunni í ágúst í fyrra þegar Atli fékk sitt annað gula spjald á 66. mínútu leiksins. Stjarnan vann síðustu 24 mínúturnar 2-0 og tryggði sér sigur. Fyrr í sumar fékk Atli beint rautt spjald á móti Fram strax á 36. mínútu en Framarar voru þá búnir að vera 1-0 yfir síðan á þriðju mínútu leiksins. Stjarnan vann 54 síðustu mínútur leiksins 2-0 og tryggði sér enn á ný þrjú stig tíu á móti ellefu. Stjörnuliðinu tókst einnig að skora þrjú mörk manni færri í fyrra þegar Martin Rauschenberg var rekinn af velli á 35. mínútu í leik á móti Þór. Stjörnumenn misstu síðast mann af velli í sigri á ÍBV á dögunum. Stjarnan var 1-0 yfir þegar rauða spjaldið fór á loft en Stjörnumenn bættu við einu marki í uppbótartíma sem innsiglaði sigurinn. Stjarnan er á tímabilunum 2013 og 2014 búin að spila manni færri í alls 183 mínútur í Pepsi-deildinni og státar liðið af markatölunni 8-0 við þær kringumstæður.Mark á 23 mínútna fresti Stjarnan hefur sem sagt ekki fengið á sig mark manni færri og það sem meira er, liðið er búið að skora á 23 mínútna fresti tíu á móti ellefu. Á sama tíma hefur Stjörnuliðið skorað á 59 mínútna fresti með fullskipað lið. Tölfræði sýnir það því og sannar að Stjörnumenn séu aldrei betri en þegar þeir eru manni færri. Stjarnan heimsækir Val á Vodafone-völlinn klukkan 18.30 kvöld í fyrsta leik 16. umferðar en leikurinn var færður fram vegna Evrópuleiksins við Internazionale frá Mílanó í næstu viku.Stjörnumenn manni fleiri 183 mínútur 8-0 +8 Skora á 22,9 mínútna frestiStjörnumenn með fullt lið 3057 mínútur 52-40 +12 Skora á 58,8 mínútna frestiSíðustu fimm rauðu spjöld Stjörnumanna22. ágúst 2013 Atli Jóhannsson á móti Fram 24 mínútur +2 (2-0)26. ágúst 2013 Veigar Páll Gunnarsson á móti ÍA 17 mínútur 0 (0-0)12. september 2013 Martin Rauschenberg á móti Þór 55 mínútur +3 (3-0)27. júní 2014 Atli Jóhannsson á móti Fram 54 mínútur +2 (2-0)27. júlí 2014 Michael Præst á móti ÍBV 54 mínútur +1 (1-0)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti