Stjörnumenn skora á 23 mínútna fresti manni færri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2014 06:00 Stjarnan er búin að vinna báða leikina þegar Atli Jóhannsson var sendur snemma í sturtu. Vísir/Daníel Stjörnumönnum líður ekki illa tíu á móti ellefu ef marka má magnaða tölfræði liðsins í slíkri stöðu í Pepsi-deildinni undanfarin tvö sumur. Garðbæingar hafa hreinlega bætt í við þannig aðstæður og landað mörgum mikilvægum sigrum fyrir vikið. Leikmenn Stjörnunnar hafa fengið sjö rauð spjöld í Pepsi-deildinni síðustu tvö sumur og alls spilað í 183 mínútur tíu á móti ellefu. Stjörnumenn hafa nú unnið fimm síðustu leiki sína þar sem þeir hafa misst mann af velli, tvo á þessu sumri og þá þrjá síðustu í fyrra þegar rauða spjaldið fór á loft. Í þremur leikjanna hafa Stjörnumenn ekki aðeins misst mann af velli heldur einnig verið undir þegar áfallið dundi á liðinu.Þrír endurkomusigrar Í tveimur af þessum þremur endurkomusigrum Stjörnunnar var Atli Jóhannsson sendur í sturtu í leik á móti Fram. Í fyrra skiptið var Framliðið 2-1 yfir á móti Stjörnunni í ágúst í fyrra þegar Atli fékk sitt annað gula spjald á 66. mínútu leiksins. Stjarnan vann síðustu 24 mínúturnar 2-0 og tryggði sér sigur. Fyrr í sumar fékk Atli beint rautt spjald á móti Fram strax á 36. mínútu en Framarar voru þá búnir að vera 1-0 yfir síðan á þriðju mínútu leiksins. Stjarnan vann 54 síðustu mínútur leiksins 2-0 og tryggði sér enn á ný þrjú stig tíu á móti ellefu. Stjörnuliðinu tókst einnig að skora þrjú mörk manni færri í fyrra þegar Martin Rauschenberg var rekinn af velli á 35. mínútu í leik á móti Þór. Stjörnumenn misstu síðast mann af velli í sigri á ÍBV á dögunum. Stjarnan var 1-0 yfir þegar rauða spjaldið fór á loft en Stjörnumenn bættu við einu marki í uppbótartíma sem innsiglaði sigurinn. Stjarnan er á tímabilunum 2013 og 2014 búin að spila manni færri í alls 183 mínútur í Pepsi-deildinni og státar liðið af markatölunni 8-0 við þær kringumstæður.Mark á 23 mínútna fresti Stjarnan hefur sem sagt ekki fengið á sig mark manni færri og það sem meira er, liðið er búið að skora á 23 mínútna fresti tíu á móti ellefu. Á sama tíma hefur Stjörnuliðið skorað á 59 mínútna fresti með fullskipað lið. Tölfræði sýnir það því og sannar að Stjörnumenn séu aldrei betri en þegar þeir eru manni færri. Stjarnan heimsækir Val á Vodafone-völlinn klukkan 18.30 kvöld í fyrsta leik 16. umferðar en leikurinn var færður fram vegna Evrópuleiksins við Internazionale frá Mílanó í næstu viku.Stjörnumenn manni fleiri 183 mínútur 8-0 +8 Skora á 22,9 mínútna frestiStjörnumenn með fullt lið 3057 mínútur 52-40 +12 Skora á 58,8 mínútna frestiSíðustu fimm rauðu spjöld Stjörnumanna22. ágúst 2013 Atli Jóhannsson á móti Fram 24 mínútur +2 (2-0)26. ágúst 2013 Veigar Páll Gunnarsson á móti ÍA 17 mínútur 0 (0-0)12. september 2013 Martin Rauschenberg á móti Þór 55 mínútur +3 (3-0)27. júní 2014 Atli Jóhannsson á móti Fram 54 mínútur +2 (2-0)27. júlí 2014 Michael Præst á móti ÍBV 54 mínútur +1 (1-0) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Stjörnumönnum líður ekki illa tíu á móti ellefu ef marka má magnaða tölfræði liðsins í slíkri stöðu í Pepsi-deildinni undanfarin tvö sumur. Garðbæingar hafa hreinlega bætt í við þannig aðstæður og landað mörgum mikilvægum sigrum fyrir vikið. Leikmenn Stjörnunnar hafa fengið sjö rauð spjöld í Pepsi-deildinni síðustu tvö sumur og alls spilað í 183 mínútur tíu á móti ellefu. Stjörnumenn hafa nú unnið fimm síðustu leiki sína þar sem þeir hafa misst mann af velli, tvo á þessu sumri og þá þrjá síðustu í fyrra þegar rauða spjaldið fór á loft. Í þremur leikjanna hafa Stjörnumenn ekki aðeins misst mann af velli heldur einnig verið undir þegar áfallið dundi á liðinu.Þrír endurkomusigrar Í tveimur af þessum þremur endurkomusigrum Stjörnunnar var Atli Jóhannsson sendur í sturtu í leik á móti Fram. Í fyrra skiptið var Framliðið 2-1 yfir á móti Stjörnunni í ágúst í fyrra þegar Atli fékk sitt annað gula spjald á 66. mínútu leiksins. Stjarnan vann síðustu 24 mínúturnar 2-0 og tryggði sér sigur. Fyrr í sumar fékk Atli beint rautt spjald á móti Fram strax á 36. mínútu en Framarar voru þá búnir að vera 1-0 yfir síðan á þriðju mínútu leiksins. Stjarnan vann 54 síðustu mínútur leiksins 2-0 og tryggði sér enn á ný þrjú stig tíu á móti ellefu. Stjörnuliðinu tókst einnig að skora þrjú mörk manni færri í fyrra þegar Martin Rauschenberg var rekinn af velli á 35. mínútu í leik á móti Þór. Stjörnumenn misstu síðast mann af velli í sigri á ÍBV á dögunum. Stjarnan var 1-0 yfir þegar rauða spjaldið fór á loft en Stjörnumenn bættu við einu marki í uppbótartíma sem innsiglaði sigurinn. Stjarnan er á tímabilunum 2013 og 2014 búin að spila manni færri í alls 183 mínútur í Pepsi-deildinni og státar liðið af markatölunni 8-0 við þær kringumstæður.Mark á 23 mínútna fresti Stjarnan hefur sem sagt ekki fengið á sig mark manni færri og það sem meira er, liðið er búið að skora á 23 mínútna fresti tíu á móti ellefu. Á sama tíma hefur Stjörnuliðið skorað á 59 mínútna fresti með fullskipað lið. Tölfræði sýnir það því og sannar að Stjörnumenn séu aldrei betri en þegar þeir eru manni færri. Stjarnan heimsækir Val á Vodafone-völlinn klukkan 18.30 kvöld í fyrsta leik 16. umferðar en leikurinn var færður fram vegna Evrópuleiksins við Internazionale frá Mílanó í næstu viku.Stjörnumenn manni fleiri 183 mínútur 8-0 +8 Skora á 22,9 mínútna frestiStjörnumenn með fullt lið 3057 mínútur 52-40 +12 Skora á 58,8 mínútna frestiSíðustu fimm rauðu spjöld Stjörnumanna22. ágúst 2013 Atli Jóhannsson á móti Fram 24 mínútur +2 (2-0)26. ágúst 2013 Veigar Páll Gunnarsson á móti ÍA 17 mínútur 0 (0-0)12. september 2013 Martin Rauschenberg á móti Þór 55 mínútur +3 (3-0)27. júní 2014 Atli Jóhannsson á móti Fram 54 mínútur +2 (2-0)27. júlí 2014 Michael Præst á móti ÍBV 54 mínútur +1 (1-0)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira